Leita í fréttum mbl.is

Erfitt erfiðara erfiðast

Þið megið samt ekki misskilja mig að mér finnist ekki gaman þegar þið eruð að hrósa okkur hvað við erum dugleg, jákvæð og hvað þið lítið upp til okkar, mér finnst það endalaust gaman!! Ég vildi bara óska þess að fólk liti svona á mig/okkur útaf einhverju öðru en ekki vegna veikinda Þuríðar minnar.  Mér finnst t.d. endalaust gaman þegar fólk kommentar hjá mér eheh, finnst alltaf gaman þegar mar sér að það sé komið komment því í 99% tilvika eru þau skemmtileg og uppörvandi.

Ég er bara þreytt mikið þreytt þessa dagana, það koma stundum þessir dagar orkan alveg á þrotum.  Það er ekki vegna þess að mér finnst erfitt að sjá um börnin mín það er auðveldasta verkefni sem ég hef fengið í hendurnar mínar ef Þuríður mín væri ekki svona veik þá væri ég ö-a ólétt núna af fjórða barninu eheh.  Ég á erfitt með að sofa þótt ég sé alveg dauðþreytt, finn alveg hvað augnlokin eru þreytt og ég á erfitt með að halda þeim uppi, líkaminn endalaust þreyttur en samt á ég erfitt með að sofa? 

Öll orkan mín fer í að hugsa svo mikið þegar ég á að vera sofandi, hef áhyggjur af öllu ok kanski ekki öllu en mjög miklu, ég pæli kanski of mikið í hlutunum veitiggi? Ég á ekki að þurfa hafa svona miklar áhyggjur, maginn minn er á hvolfi þessa dagana og stutt í tárin.  Mætti halda að ég væri ólétt ehe!!

Mér er óglatt alla daga, ég á erfitt með að borða.  Ógleðin fer um kvöldmat og þá get ég fengið mér eina máltíð yfir daginn, án gríns!!  Ég er líka búin að missa tvö buxnanúmer síðan í júní, jújú ég mátti alveg við því thíhí (eru ekki skopparabuxur í tísku ehe) samt óþarfi að verða svoleiðis vegna álagas alltílagi ef ég væri á fullu í ræktinni.  Fór einmitt í klippingu fyrir sirka tveimur vikum og klippi-konan fékk sjokk þegar hún ætlaði að fara klippa mig, afhverju? Jú vegna þess hárið mitt væri orðið svo þunnt og ég ætti alveg von á því að fá skallabletti, “nice” og það kemur allt vegna álags. 


Álagið er að horfa Þuríði mína þjáðst á hverjum degi, ekkert annað. Þetta er eitthvað sem mar venst aldrei að sjálfsögðu ekki, fólk væri eitthvað klikkað ef það myndi venjast því að sjá barnið sitt þjáðst.



Theodór minn Ingi orðinn pirraður, eyrun mikið að pirra hann sem sagt lítið um svefn í nótt þannig mín verður að hætta hérna.  Meira síðar!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni líður eins og maur að lyfta fíl upp á í tré, það eina sem er hæt er að gera er að hvetja hann áfram en ekkert annað. Vildi að ég væri ofurmaur og gæti hjálpað eitthvað meira en andlega.

Magga maur

Magga K (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 12:12

2 identicon

Já þessi dagar eru greinilega ekki góðir ég les það vel. Verst að það sé ekki til einhver töfralausn er svo er ekki. Vonandi að hreyfingin í Hreyfingu geri gott of er gott að komast út og bara hoppa eitthvað fyrir sjálfan sig er það ekki bara málið. svo þú getir komist út þó svo það sé ekki nema í eina klukkustund það getur gefið mikið. Hætta að hugsa ef og hvað ef er bara þar og fer ekki...
Æji hvað getur maður sagt bara veit ekki.

Fylgist reglulega með þér vínkona og fáðu hjálp við svefninum þínum hann er svo mikilvægur.

kv. Brynja.

Brynja (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 13:47

3 identicon

Hæ elskurnar,
allar mínar bestu óskir og bænir.

Kveðja frá Kaupmannahöfn,
Hallur

Hallur (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og ellefu?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband