Leita í fréttum mbl.is

Bestu þakkir

Eins og flest ykkar vita var í gær haldið golfmót til styrktar Þuríði Örnu.  Mótið var hugarfóstur vinkonu okkar, Önnu Bjarkar Birgisdóttur og sá hún um allan undirbúning og skipulag mótsins. 
Það voru í kringum 80 manns sem tóku þátt í þessu golfmóti í gær sem var á Grafarholtsvellinum hér í Reykjavík.  Þátttakendur komu úr öllum áttum, ættingjar vinir og frábærir velunnarar.  Öllum þessum frábæru golfurum viljum við þakka fyrir að taka þátt í þessu móti og styðja þannig við bakið á okkur.
Umfram allt viljum við þó þakka Önnu Björk, okkar frábæru vinkonu fyrir að hafa staðið fyrir þessu glæsilega golfmóti, með slíkum myndarbrag að eftir var tekið.  Stuðningurinn er okkur ómetanlegur og kemur sér vel í þeirri baráttu sem framundan er.

Knús, kossar og RIIIIIIIIIIIISAA knús til viðbótar.
Kveðja
Óskar Örn, Áslaug Ósk, Þuríður Arna, Oddný Erla og Theodór Ingi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tveimur?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband