Leita í fréttum mbl.is

Erum hér enn...

Að sjálfsögðu erum við hér enn og ekkert alveg á leiðinni út eða jú reyndar í dag, átti að vera í kvöld mjög seint en held að það sé að breytastHlæjandi.  Átti að vera fá 24tíma vökva en hún þarf þess víst ekki, veitiggi alveg afhverju en ok.  Verðum hvorteðer komin hingað áður en við vitum af.

Kramparnir eru annars ekki að gera góða hlutiGráta.  Fékk mjög stóran og doltið skerí í gærkveldi og ég var næstum því farin að kalla á hjúkkurnar en svo lagaðist hann sem betur fer, hjartað var farið að slá 500x hraðar en venjulega.  Fékk svo annan í morgun og skall beint framfyrir sig þannig en eitt hornið hefur bæst við í safnið og sá krampi var helmingi lengri en venjulega, ekki gott!!  Ótrúlegt hvað þetta barn þolir, skil þetta ekki?

Búið auka við ein lyfin hennar, þannig það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer í hana.  Kanski ekkert fróðlegt, kvíður frekar fyrir því að sjá það því það getur ýtt á ein lyfin sem gera hana svona og önnur hitt þannig þá verður þetta bara ein grjónasúpa enn eina ferðina.  Allt ýtir þetta á ofvirkina hennar sem er ekki skemtilegast í heimi, hún verður nebbla mjög ofvirk eftir hvern krampa.  Þetta er sko sannarlega sagan endalausa.

Í morgun kom skemtileg heimsókn hérna uppá barnaspítalan með endalaust mikið af gjöfum handa leikstofunni, eiginlega eins gott að Oddný mín Erla sá ekki hvað hann var að koma með.  Hann kom nebbla með endalaust marga og stóra kassa af playmo, hún hefði tryllst af kæti og viljað fá alla kassana með sér heim Hlæjandi.  En þetta var engin annar en Mark Webber sem keyrir fyrir Williams og þeir frá Baugi komu og gáfu spítalanum allt þetta dót.  Þannig ef þú lest þetta  Jón Ásgeir þá langar dætrum mínum líka í playmo eheheKoss.  Bið samt ekki um eins mikið og þú gafst spítalanum því þá þarf ég að breyta stofunni okkar í leikherbergi.  Dóóhh!!Glottandi  Well þeim finndist það sko ekki leiðinlegt en ég er samt ekki tilbúin að gera það thíhí!!

Partý hjá Viggu vinkonu í kvöld og allir að fara á Sálina eftir það á Players, hefði ekkert á móti því að mæta en mar getur víst ekki gert allt þegar mar á veikt barn eða treystir sér ekki í að gera allt.

Góða helgi alles

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl kæra fjölskylda, við mælum eindregið með því að þessi síða verði ekki læst. Við erum hérna í Óskars fjölskyldu og fylgjumst mjög vel með ykkar baráttu og erum við hrædd um að það gengi ekki svo glatt ef síðan yrði læst.
Baráttukveðjur, Egill og fjölsk.

Egill og fjölsk. frá þórisstöðum (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 16:57

2 identicon

Sæl yndislega fjölskylda! Ég þekki ykkur ekki neitt en les samt alltaf síðuna, finnst ég einhvernveginn bara verða að vita hvernig Þuríði líður. Ekki loka síðunni, það eru svo margir sem fylgjast með og hugsa til ykkar!

Björk (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 23:09

3 identicon

Hæ hæ öll sömul gott að geta alltaf fylgst með við búum nefnilega svo langt í burtu hehe :-)
Við höfum hana ávallt með í´bænum okkar og biðjum þess að henni batni allaveg losni við þessa krampa greyið jæja við verðum nú að fara hittast kær kv Guðrún Bergmann,Anney Birta hjartastelpa og co.

Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2006 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sex?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband