19.9.2006 | 12:55
Hef enga fyrirsögn?
Í dag hefði Þuríður mín Arna átt að fara í sneiðmyndatökur en þeim var frestað til 10.okt, þeir segja að þær hefðu ekkert verið nógu marktækar fyrir þá ef hún hefði farið í dag. Well ég hef heldur enga trú á því að þær verði eitthvað marktækari fyrir þá (læknana) eftir fjórar vikur, kanski verður æxlið búið að stækka eitthvað þá en þeir munu þá ekkert vita hvort það sé vegna lyfjameðferðarinnar þar að segja bara bólgur í því eða hvort það væri virkilega að stækka og þeir mundu heldur ekkert vita það í des þegar hún fer aftur og svo koll af kolli. Hvursu lengi þurfum við að bíða í þessari óvissu, já mar þarf að vera virkilega sterkur en það sem líður lengra á veikindasögu Þuríðar minnar finnst ég verða veikari og veikari þar að segja ekki nógu sterk og ég var þegar hún veiktist fyrst.
Ótrúlega skrýtið eða kanski ekki, mar hélt þá að það myndi finnast strax lækning fyrir hana eða að þeir myndu geta gert eitthvað strax fyrir hana en nei það eru liðnir næstum 23mánuðir og "engin" lækning hefur fundist. Það er ennþá verið að prufa hitt og þetta en aldrei gerist neitt gott fyrir hana en þjáist hún á hverjum degi og það tekur rosalega á taugarnar hjá manni. Alltaf bregður mér þegar hún fær krampa samt ekki einsog fólkið í kringum mig sem hefur aldrei áður séð hana í krampa það fær nett sjokk sem er ekkert skrýtið, hún hrinur niður og skellir oftast höfðinu í þar sem hún dettur, hún stirðnar upp, augun verða oft skrýtin og svo getur hún orðið mjög ofvirk eftir krampana eða hún dettur hreinlega út þar að segja hún sofnar bara um leið. Hún er ennþá að lamast í hægri hendi eftir krampa og oft getur hún ekki staðið upp eftir þá en hún er fljót að bjarga sér þessi hetja þá notar hún bara höfuðið til að hjálpa sér upp. Yndislegust!!
Hún fékk marga krampa í gær einsog flesta daga það kemur engin góður dagur hjá henni, hún er líka sofnuð fyrir sjö á kvöldin við rétt náum að moka smá mat uppí hana og gefa henni lyfin og svo búúúúmm sofnuð og sefur alla nóttina.
Hún er að fara uppá spítala á morgun og verður þar í sólarhring en hún er að fá krabbameinslyfin sín og ég er doltið kvíðin hvernig þessi lyfjameðferðin mun fara í hana þar sem þetta er sú sama sem hún varð svo veik af í sumar.
Oft gleymir mar að tala um hin börnin í þessari veikindasúpu, Theodór minni Ingi er farinn að reyna standa upp við leikfangakassann sinn en veit samt ekki alveg hvað hann á að gera frekar fyndið að sjá hann. Hann segir "mamma" á fullu og mér finnst það endalaust gaman, alltaf þegar hann er að kvarta og vill að mín taki sig þá er það bara "mamma mamma", hann segir reyndar líka "babba" en það er nú ekki eins oft eheh enda algjör mömmukarl. Má ekki missar sjónar af mömmu sinni þá verður hann alveg snar, litli pungurinn er að fara fá rör í eyrun og svo ætla ég reyndar líka að biðja doktorinn hennar Þuríðar að kíkja á hann á morgun þar sem ég er ekki ánægð hvernig hann er, nenni reyndar ekki að útskýra. Later!!
Oddný Erla er ekki einsog tveggja ára gamalt barn, æjhi ég veit eiginlega ekki á hvaða þroska hún er. Við Skari vorum einmitt að tala um það um dagin hvar fær hún þetta að vera svona vitur það hlítur að vera laaaaaaaaaaaaaangt aftur í ætt ehehe. Hún kallar alltaf á okkur þegar Þuríður fær krampa og svo er hún líka farin að hugsa um hana í krampa því hún veit alveg hvað hún á að gera, skiljiði barnið er rúmlega tveggja ára. Hún er sko algjör mamma kanski einum of þroskuð og hefur kanski of miklar ábyrgðar tilfinningu fyrir systir sinni. Mar verður kanski að passa uppá það? Hún kann að skrifa stafi jamm ég sagði stafi en hún getur alveg gert stafinn sinn og verður alltaf jafn stollt þegar hún er búin að gera hann og við líka eheh.
Annars var snilldin ein á Sálartónleikunum, vávh mar spáh mar!! Mar sat dofin í sætinu sínu alla tónleikana og gapti bara, oh mæ!! Flottastir!! Ég mun kaupa dvd-diskinn heitann og cd-inn líka, hlakka svona líka mikið til þegar þeir koma út hvenær sem það verður. Núna langar mig að fara á Sálarball, veit að þeir verða á Nasa 30.sept, hver hver og vill verður að lofa bannað að svíkja? Þar að segja að passa yndislegustu börn ever.
Við Skari erum búin að panta okkur miða á Abba föstudaginn 13.okt, púffh mig langaði nú ekki að fara þennan dag en það var ekkert annað í boði. Damn!! Mig hlakkar endalaust mikið til að fara ein með honum, oh mæ!!
Farin að passa Jón Karl og Lindu Björg frændsystkin mín en þau eru að koma til mín og ég veit að stelpurnar verða endalaust ánægðar með það
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eigið eftir að skemmta ykkur vel á ABBA sýningunni og miðað við bloggið hjá ykkur núna þá held ég að þessi ferð ykkar sé alveg nauðsynleg bæði fyrir ykkur og börnin. Greinilega komin þörf á að hlaða batteríin. Dáist samt að ykkur, eins og svo oft áður, hvað þið náið að halda ykkur vel andlega þó að það komi dagar og dagar þar sem það er þyngra yfir ykkur. Hver myndi ekki upplifa það í ykkar stöðu og sérstaklega þegar fátt er um svör og lausnir.
Eina sem maður getur sagt er "keep up the fight" og við sem lesum bloggið ykkar verðum að standa okkur líka sem stuðningsmenn ykkar í bardaganum.
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning