25.10.2006 | 10:07
25.okt 2004
Já þennan dag fyrir nákvæmlega tveimur árum veiktist Þuríður mín eða réttara sagt byrjuðum við að sjá skrýtin einkenni hjá stúlkunni, hún byrjaði alltíeinu að stara útí loftið og datt út í nokkrar sekóndur sem var frekar óhugnalegt. Ég man þessa daga einsog þeir hefðu gerst í gær, þarna byrjuðu mínir erfiðstu dagar lífs míns og ennþá eru þessir dagar að koma.
Amma Jó heitin átti afmæli þennan dag og þegar við vorum á leiðinni til Boston eða þegar það var búið að ákveða daginn fórum tið til ömmu Jó til að kveðja hana en þá lá hún uppá spítala og átti ekki mikið eftir. Það síðasta sem hún sagði við okkur var "má ég ekki koma með ykkur til Boston?" Við nottla "ha jújú auddah máttu það", jú hún amma Jó ætlaði sko að standa við orð sín því akkurat eiginlega á þeirri mínútu sem við vorum að taka á loft á leiðinni til Boston kvaddi amma Jó þennan heim þannig hún kom með okkur og er ennþá með okkur í þessari baráttu, ég veit það!!
Í fyrstu héldu læknarnir að Þuríður mín væri með svo kallað störuflog sem er ekki það alvarlegasta sem barn getur lent í og nottla bara hjúkk það er ágætt. En svo hélt hún áfram að detta út og flogin versnuðu bara og þá vorum við farin að hafa áhyggjur, eina nóttina krampaði hún á nokkra mínútna fresti og þá vöktum við líka yfir henni og beint uppá spítala og þá var hún dópuð niður. Þá var virkilega erfitt að horfa uppá barnið sitt, hún var orðin nokkra mánaða aftur, hélt ekki höfði, svaf endalaust mikið en sem betur fer hefur ekki oft þurft að dópa hana svona niður. Síðan þetta gerðist hefur þroskinn hennar staðið í stað en einsog við segjum alltaf þá var hún svo unand í þroska þegar þetta gerðist þannig hún lifir enn á því.
Hún Þuríður mín hefur alltaf verið ótrúlega klár stelpa og er það ennþá í dag en kann bara ekki að nota þann hæfileika vegna allra þessa lyfja sem hún þarf að taka inn.
Á þessum tveimur árum höfum við lært heilmikið sem ég hefði frekar viljað sleppa eða lært það bara á einhvern annan hátt, þetta hefur þjappað stórfjölskyldunni saman. Við Skari erum líka mjög náin og höfum líka lært heilmikið um okkur sjálf og hvort annað á þessum tíma sem við hefðum ö-a ekki gert, leiðinlegt að það þarf mjög oft eitthvað svona svo fólk geri það.
Við höfum alltaf reynt að vera mjög jákvæð þessi tvö ár sem hefur hjálpað okkur heilmikið í gegnum þetta allt saman, við reynum að gera mikið saman sem fjölskylda sem við ætlum að reyna halda áfram að gera. Okkur finnst endalaust gaman að gleðja börnin okkar, gera hluti sem við vitum að þeim finnst skemtilegir, við þurfum jú líka að hugsa um okkur sjálf sem mér finnst stundum doltið erfitt því mig langar oft frekar að gleðja börnin mín en mig sjálfa. Til að halda okkur gangandi verðum við að gera það og við höfum reynt að vera dugleg að gera eitthvað fyrir okkur well byrjuðum ekki á því fyrr en í sumar en betra seint en aldrei.
Ég ætla halda áfram að vera jákvæð og trúa á kraftaverk, ég ætla líka halda áfram að knúsa börnin mín þau eru nebbla svo mikil kraftaverk það eru ekki allir jafnheppnir og ég að eiga þessi kraftaverk og segja þeim endalaust oft hvað ég elska þau mikið.
Amma Jó heitin átti afmæli þennan dag og þegar við vorum á leiðinni til Boston eða þegar það var búið að ákveða daginn fórum tið til ömmu Jó til að kveðja hana en þá lá hún uppá spítala og átti ekki mikið eftir. Það síðasta sem hún sagði við okkur var "má ég ekki koma með ykkur til Boston?" Við nottla "ha jújú auddah máttu það", jú hún amma Jó ætlaði sko að standa við orð sín því akkurat eiginlega á þeirri mínútu sem við vorum að taka á loft á leiðinni til Boston kvaddi amma Jó þennan heim þannig hún kom með okkur og er ennþá með okkur í þessari baráttu, ég veit það!!
Í fyrstu héldu læknarnir að Þuríður mín væri með svo kallað störuflog sem er ekki það alvarlegasta sem barn getur lent í og nottla bara hjúkk það er ágætt. En svo hélt hún áfram að detta út og flogin versnuðu bara og þá vorum við farin að hafa áhyggjur, eina nóttina krampaði hún á nokkra mínútna fresti og þá vöktum við líka yfir henni og beint uppá spítala og þá var hún dópuð niður. Þá var virkilega erfitt að horfa uppá barnið sitt, hún var orðin nokkra mánaða aftur, hélt ekki höfði, svaf endalaust mikið en sem betur fer hefur ekki oft þurft að dópa hana svona niður. Síðan þetta gerðist hefur þroskinn hennar staðið í stað en einsog við segjum alltaf þá var hún svo unand í þroska þegar þetta gerðist þannig hún lifir enn á því.
Hún Þuríður mín hefur alltaf verið ótrúlega klár stelpa og er það ennþá í dag en kann bara ekki að nota þann hæfileika vegna allra þessa lyfja sem hún þarf að taka inn.
Á þessum tveimur árum höfum við lært heilmikið sem ég hefði frekar viljað sleppa eða lært það bara á einhvern annan hátt, þetta hefur þjappað stórfjölskyldunni saman. Við Skari erum líka mjög náin og höfum líka lært heilmikið um okkur sjálf og hvort annað á þessum tíma sem við hefðum ö-a ekki gert, leiðinlegt að það þarf mjög oft eitthvað svona svo fólk geri það.
Við höfum alltaf reynt að vera mjög jákvæð þessi tvö ár sem hefur hjálpað okkur heilmikið í gegnum þetta allt saman, við reynum að gera mikið saman sem fjölskylda sem við ætlum að reyna halda áfram að gera. Okkur finnst endalaust gaman að gleðja börnin okkar, gera hluti sem við vitum að þeim finnst skemtilegir, við þurfum jú líka að hugsa um okkur sjálf sem mér finnst stundum doltið erfitt því mig langar oft frekar að gleðja börnin mín en mig sjálfa. Til að halda okkur gangandi verðum við að gera það og við höfum reynt að vera dugleg að gera eitthvað fyrir okkur well byrjuðum ekki á því fyrr en í sumar en betra seint en aldrei.
Ég ætla halda áfram að vera jákvæð og trúa á kraftaverk, ég ætla líka halda áfram að knúsa börnin mín þau eru nebbla svo mikil kraftaverk það eru ekki allir jafnheppnir og ég að eiga þessi kraftaverk og segja þeim endalaust oft hvað ég elska þau mikið.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Lítil stelpa hleypur kát og glöð um allt
hvað er að gerast hví er mér svona kalt
Og ég get ekkert gert nema beðið
guð hefur þrjá gullmola ykkur gefið
þau fá svo mikla ást og hlýju frá ykkur
Það sem einkennir ykkur er mikill styrkur
Áslaug og Óskar haldið áfram að vera svona sterk
Og munið það að það getur alltaf gerst kraftarverk
kveðja Ása
Asa (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 12:31
Haldið áfram að vera svona jákvæð og sterk og yndisleg við hvort annað. Þið eruð fyrirmyndarforeldrar...hmm - held að ég hafi \"sagt\" þetta áður ;)
Elsa Nielsen (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 13:22
þú átt svo sæta krakka slauga!! rosalega er theódór að verða mannalegur! þvílíki hjartaknúsarinn
katrín (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 14:45
Elsku elsku elsku vínkona. Gaman að lesa síðasta blogg og ég "heyri" að það er komin smá von í þig sem er gott. Rosalega gaman að sjá myndir af ykkur var nú farin að bíða :) nei djókur. Hlakka mikið til að hitta ykkur öll bara get ekki beðið. Líst líka vel á að læsa síðunni það er ekki vitlaust eða allavega sumu.
Bið að heilsa ykkur, og við öll. María Rún segir að Oddný Erla sé sko vínkona sín ég held hún sé sú eina sem fær að vera vínkona hennar, ekki má ég vera vínkona hennar.
Lol jú.
kv. Brynja og co.
Brynja (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 15:49
þið eruð búin að vera ótrúlega jákvæð og dugleg allann þennann tíma. Ég væri löngu lögst inn á geðdeild í þessum aðstæðum. Það eru svo margir sem átta sig aldrei á hvað börnin þeirra eru yndisleg og ná aldrei að upplifa þessar tilfinningar sem þið hafið uppgvötvað svo um munar. Og þið eruð að kenna okkur, sem lesum hér, að meta þetta líka.
Elskum hvort annað það er svo gott.
Gangi ykkur áfram sem allra best og auðvitað gerast kraftaverk.
Kv Sigga
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 20:21
Kæra fjölskylda. Þið eruð duglegust. Ég dáist að ykkur og bið fyrir ykkur.Baráttu kveðja Inga Birna
Inga Birna (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 21:10
Þið eruð svo heppin að eiga svona falleg börn og eruð sannar fyrirmyndir fyrir börnin ykkar. Frábært hvað þið getið haldið í jákvæðnina í gegnum þessa erfiðleika.
Við þurfum að fara hittast oftar og styrkja fjölskyldu böndin en þau eru sterkustu bönd sem nokkur hefur sérstaklega í vanda.
Gangi ykkur æðislega vel og við biðjum að heilsa litlu krílunum.
Kveðja
Anna, Ívar og börn
Ívar, Anna og fj. (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning