Leita í fréttum mbl.is

Lífið í dag

Óskar skrifar.

Erfitt að ákveða hvað maður á að skrifa um hérna núna.  Við erum eitthvað svo tóm þessa dagana að orðin koma einhvernvegin ekki að sjálfu sér.  Ég veit að samt að þegar maður sest niður og byrjar að skrifa þá hjálpar það manni að komast aðeins inn í eigin huga, opna fyrir hugsanirnar sem eru svo hræðilegar að maður getur varla orðað þær.  En ég er samt viss um að það er ekki gott að byrgja þessar hugsanir inni og reyni því að feisa þær eins og ég get - vona að þannig eigi ég meiri möguleika á að vera undirbúinn þegar mesta áfallið dynur yfir.  Ekki svo að skilja að ég haldi að það sé hægt að búa sig undir þessa hluti en ég verð samt að reyna.

En mig langar samt að segja ykkur frá því hvað hún Þuríður okkar er hress þessa dagana.  Það er greinilegt að síðustu tvo daga hefur henni liðið betur en í langan tíma á undan.  Og merkilegustu fréttirnar eru kannski þær að núna hefur hún ekki fengið krampa síðan á mánudagskvöld - hugsið ykkur, ég man bara ekki hvenær það gerðist síðast að það liði svona langt á milli krampa.  Við vitum svo sem ekki af hverju þetta er að gerast núna og erum kannski heldur ekki að velta okkur of mikið upp úr því.  Við ætlum að njóta þess að horfa á hana og sjá að henni líður vel.  Hún er líka einhvernvegin skýrari, eða eins og Steini afi Áslaugar sagði í gær, þá eru augun hennar eitthvað svo miklu skýrari núna en þau hafa verið lengi.  Bara yndislegt að sjá það.

Mig langar til að þakka fyrir allar fallegu kveðjurnar sem við höfum fengið hér á síðuna og á síðu stelpnanna.  Líka vil ég þakka fyrir e-meilin, símtölin og sms-in sem við höfum fengið.  Það er okkur ólýsanlega dýrmætt að finna stuðning ykkar.
En við erum með eina bón til ykkar.  Við vitum að það getur verið hrikalega erfitt að tala í síma við þessar aðstæður og við höfum brotnað niður í síma síðust daga.  En okkur langar samt til að biðja ykkur um að vera ekki feimin við að hringja.  Sr. Pálmi Matthíasson sagði við okkur í gær að það væru svo margir sem væru hræddir við að hringja í okkur af því að fólk væri svo hrætt við það hvað það gæti sagt við okkur.  En það er óþarfi að vera hrædd/ur við að tala við okkur, það er óþarfi að vera hrædd/ur við að brotna niður í símann.  Það er okkur svo mikilvægt að fá að finna að þið getið líka grátið með okkur.  Ekki heldur vera feimin við að koma í heimsókn - það er það besta sem við fáum þessa dagana, heimsókn frá góðum vinum - þið eruð öll, okkur svo dýrmæt og við erum svo heppin að eiga marga sem hugsa fallega til okkar.

Við reynum eins og við getum að halda lífinu í föstum skorðum.  Stelpurnar okkar fara í leikskólann og ég fer í vinnuna en samt er ég aðeins að svíkjast um núna, langaði svo að vera heima í smá stund og knúsa hana Áslaugu mína og horfa aðeins lengur á fallega drenginn minn sem afi Hinrik kallar "broskallinn".  Ég ætla að reyna að skella mér í vinnuna innan stundar.  Kannski reyni ég samt að hjálpa Áslagu að taka aðeins til.  Það koma gestir í kvöld og við ætlum að reyna að hafa smá snyrtilegt hjá okkur. 

En jæja best að kveðja ykkur í bili.  Heyrumst, sjáumst, skrifumst eða bara hvað sem er - við getum ekki án ykkar verið.

Kveðja
Óskar Örn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið áslaug eruð svo heppin að eiga hvort annað elsku óskar minn
þið eruð gott fólk og aðrir ættu að taka ykkur til fyrirmyndar

knús og kossar

katrín (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 09:56

2 identicon

Ég myndi gjarnan vilja kíkja til ykkar sem fyrst=)..
Þið eruð yndisleg..

Bára frænka (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 09:59

3 identicon

Elsku Óskar og Áslaug þið eruð svo yndisleg og takið svo skynsamlega á hlutunum að það er aðdáunarvert að lesa pistla eftir ykkur.
Ég er alveg að fara taka upp símann og bjalla í ykkur bara verð að fara heyra í ykkur og svona.
Takk fyrir orðsendinguna maður tekur hana sko til sín þar sem hræðslan er til staðar en það er svo gaman að sjá hvernig þið takið á þessu að gera svona opinská.
Knúsið hvort annað.
bið að heilsa
kv. Brynja.

Brynja (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 10:08

4 identicon

elsku fjölskylda! Við hugsum mikið til ykkar og grátum svo sannarlega með ykkur! En bænin gerir svo margt gott og það eru margir að byðja fyrir ykkur öllum.

Magni, Katrín og ólöf Alda (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 10:17

5 identicon

Guð veri með ykkur, þið eruð bara hetjur og litla prinsessan en mesta hetjan. En það er erfitt að vita hvernig manni líður þegar staðan er svona, En það er bara að vera sterkur og reyna að horfa fram á við og að gera réttu hlutina, og hvað ætli sé best fyrir þennan litla kropp.
En elsku hjón gangi ykkur sem best veriði sterk, vildi að ég gæti eitthvað gert.
Guð blessi ykkur fallega fjölskylda.
Knús :*

Hulda Björk Lesandi (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 11:08

6 identicon

Yndislegt að heyra að Þuríður skuli vera svona hress akúrat þegar þessar erfiðu fréttir berast....njótið þess. Við hugsum til ykkar, þið eruð sannkallaðar hetjur.
Stórt knús af skaganum
Ingór, Jóhanna og börn

Ingþór og fjölskylda (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 11:12

7 identicon

Hæ hæ elsku fjölskylda

Gott að fá að vita að þið viljið að það sé hringt í ykkur. Ég veit að það eru margir sem vita ekki alveg hvernig þeir eiga að taka á þessu. Við viljum öll vera sterk fyrir ykkur og því held ég að fólk sé \"hrætt\" um að brotna niður eða segja einhverja vitleysu.
Þið eigið svo marga góða að og það er frábært hve margir styðja ykkur og eru að biðja fyrir Þuríði og allri fjölskyldunni.
Knús knús og margir kossar til ykkar.
Vigga

Vigga (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 11:24

8 identicon

Kæra fjölskylda,

Mikið óskaplega er mikið lagt á litu stúlkuna ykkar og fjölskylduna alla. Bið góðann Guð og alla hans engla að vaka yfir ykkur og gefa styrk á þessum erfiða tíma. Ég hef fylgst með ykkur í langann tíma þrátt fyrir að þekkja ykkur ekki neitt. Ég er sjálf þriggja barna móðir og veit að ekkert er jafn dýrmætt og börnin og heibrigði þeirra. Þið eruð í bænum mínum.

Ókunnug (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 11:50

9 identicon

Elsku fjölskylda.

Orðlaus í tvo daga - það er ekki eitthvað sem lýsir mér - en ég hef setið tóm og dofin og átt erfitt með að trúa þessum fréttum.

Ekki öfunda ég ykkur og mikið svakalega langar mig að geta gefið ykkur ekta knús.

Ég hugsa til ykkar á hverjum degi og þið eruð svo sannarlega í okkar bænum.

Baráttu- og kraftaverkaknús frá okkur Viborgarmæðgunum,
Súsanna, Ebba Dís og Sunna Líf

Dúsdús (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 12:25

10 identicon

Elsku fjölskylda! Ég er eins og fleiri mig vantar orð til að lýsa því hvernig mér líður, hvað ég finn til með ykkur...... En ég veit það fyrir víst að þetta er það sem enginn ætti að ganga í gegnum. Hvers vegna? En ég veit það líka að þið öll eruð búinn að kenna okkur margt um lífið á þessum tveimur árum síðan hún Þuríður Arna veiktist. Þið eruð bara ótrúleg og ég trúi því að þið eru leidd og verðið leidd á einhvern hátt í gegnum þessa erfiðu tíma. Haldið í trúna, verið þakklát. Ég trúi á kraftaverk! Þið eruð öll, öll stórfjölskyldan í bænum okkar hérna fyrir norðan.

Góðar kveðjur frá Halldóri, Garðari, Helgu, Barða og Helga

Gangi ykkur vel og sjáumst vonandi fljótlega. Ólöf

Ólöf Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 12:46

11 identicon

ég er ein af þeim sem hef verið að fylgjast með litlu fallegu stelpunni ykkar, og mig langaði bara að senda ykkur baráttukveðjur, það er gott fyrir fólkið ykkar að lesa það að þið viljið símtöl og heimsóknir því fólk veit stundum ekkert hvað það á að segja, ekki það að það vilji það ekki koma eða hringja, bara á svona stundu er það oft erfitt,
Þið standið ykkur rosalega vel, baráttukveðja Björk

Björk (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 13:24

12 identicon

Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig.
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði ég að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér.

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 13:50

13 identicon

Hugrekki er það fyrsta sem mér dettu í hug þegar ég les þessar línur kæri frændi. Ég verð svo stolt í hjarta mínu að þú, litlu skottin þín þrjú og Áslaug séuð tengd mér, þið hafð kennt mér svo ótalmargt og fengið mig til að sjá lífið með öðrum augum, takk fyrir það.
Í spámanninum segir svo fallega frá því að börnin okkar séu einungis gestir í lífi okkar. Það sé ekki okkar að ráðskast með þau heldur þeirra að leiðbeina okkur. Að verða foreldri er sennilega að flóknasta, erfiðasta en jafnfram mest gefandi og gleðilegast hlutverk sem nokkur maður fær. Börn eru gimsteinar heimsins og okkar að njóta hvers dags sem þau kjósa að vera með okkur.
Ég vona að þið finnið faðmlögin, hlýjuna og kraftinn sem við hér úti sendum ykkur hvern daga. Verið óhrædd að biðja um alla þá aðstoð sem þið þurfið, við erum hér fyrir ykkur eins og þið fyrir okkur.
Guð blessi ykkur og gangi ykkur vel.

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 14:00

14 identicon

Þið eruð fyrirmyndarforeldrar!! Frábært hvað dagarnir hafa verið góðir hjá Þuríði Örnu ykkar! Hugsa hlýtt til ykkar!

Elsa Nielsen (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 14:45

15 identicon

Sæl fjölskylda, ég hef fylgst með ykkur hérna á netinu. Þið eru ótrúlegar hetjur öll saman, ósanngjarnt hvað er lagt mikið á fallegu dóttir ykkar og ykkur að sjálfsögðu. Manni finnst maður þekkja ykkur svo einlæg er bloggið ykkar. Gangi ykkur vel elsku fjölskylda.

Halldóra (ókunnug) (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 14:51

16 identicon

Kæra fjölskylda, ömmur, afar og ættingjar.
Mikið rosalega finn ég til með ykkur, en maður getur ekki sett sig í ykkar spor. Ég sendi ykkur mínar bestu hugsanir og bið að allt fari á besta veg. Þið eruð hetjur öllu sömul.
Kveðja Jónína (ÍKÍ)

Jónína Björnsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 16:58

17 identicon

Kæra fjölskylda.
Það er ekki hægt að segja annað en að þið eruð öll miklar hetjur. Við getum engan veginn ímyndað okkur hvernig ykkur líður, en mikið ofboðslega finnum við til með ykkur. Við sendum ykkur baráttukveðjur og biðjum Guð að gefa ykkur bjarta framtíð. Sendum ykkur bæn sem við förum með fyrir börnin okkar.

Leiddu mína litlu hendi
ljúfi Jesús þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu
blíði Jesús að mér gáðu.

Kveðja
Linda og Sveinn Ómar

Linda Reimarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 18:28

18 identicon

Mann langar að gera eitthvað eða segja eitthvað en finnur vanmátt sinn. En ennþá geta gerst kraftaverk og það er okkar hlutverk að byðja að svo muni verða. Gott að heyra að Þuríði hafi verið hressari.
kær kveðja

Magnús Óskarsson (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 20:20

19 identicon

Hæ elskurnar,

Langar að senda ykkur allar okkar bestu kveðjur, enn og aftur og allt um kring... Hlakka mikið til að sjá ykkur um jólin, en þangað til þá verðum við á Skypinu :)

Bestu kveðju,
Hallur, Hildigunnur og Grímur Logi

Hallur (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 09:06

20 identicon

Kaera fjolskylda. Vildi bara lata vita ad vid hugsum stodugt til ykkar og thid erud oll miklar hetjur i okkar augum. Gud veri med ykkur !! Kvedja fra Hollandi. Jofridur,Joi Kalli, Isak Bergmann og Joel Thor

Jofridur Maria Gudlaugsdottir og fjolskylda (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 09:22

21 identicon

Gangi ykkur rosaslega vel með Þuríði,þetta er svo fallegt nafn ég á vinkonu sem heitir þuríður og er litil og smá en ótrúlega dugleg og sterk.....það fylgir nafninu:)\\\'Þið eruð algjörar hetjur

ókunnug (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 14:39

22 identicon

Vildi bara kvitta fyrir innlitið og láta vita að ég hugsa til ykkar þó ég þekki ykkur ekki neitt en veit hver Óskar er því ég á heima á Akranesi.
Gangi ykkur vel kæra fjölskylda.
Elsa Lára Arnardóttir og co.

Elsa Lára (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sextán?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband