Leita í fréttum mbl.is

Þuríður Arna mín

Þú ert ljósið sem skærast skín
í mínu lífi, elsku stelpan mín
og ég þakka fyrir þig á hverjum degi
og vona, að lengi enn ég njóta þín megi.
Þú ert lítill engill sem mér var sendur 
svo fullkomin, að mér fallast hendur
Og ég skal gera mitt besta til að sýna þér
að alltaf þú eigir vísan stað í hjarta mér.
Og hjartað slær núna hraðar í mér 
Þakka þér Faðir, sem allt sér
Af lotningu ég fyllist er ég lít hana á
stúlkuna sem Hann, lét mig fá.
Og alltaf er ég lít á þig, svo sæt og fín 
þá get ég alltaf undrast, að þú ert dóttir mín
Og þú mátt vita, ef vökva tárin kinn
Að alltaf sé opinn faðmur minn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Áslaug, Óskar, Þuríður Arna, Oddný Erla og Theódór

Hugur okkar er alltaf hjá ykkur. Þetta er svo fallegt ljóð og lýsir elsku Þuríði okkar svo vel.

kveðja Linda

Linda og strákarnir (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 08:37

2 identicon

Vá hvað þetta er fallegt ljóð,og lýsir gullinu ykkar vel.
Hugur okkar er hjá ykkur og við höldum áfram að biðja fyrir henni þuríði Örnu og ykkur. Baráttukveðjur Guðrún,Anney og co.

Guðrún Bergmann og co. (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 09:34

3 identicon

Kæra fjölskylda, hugur minn er hjá ykkur, þekki þetta sem þið eruð að ganga í gegnum. Haldið í vonina hún gefur ykkur styrk til að takast á við lífið. Megi almættið styrkja ykkur öll.
Kveðja
Guðrún, ein ókunnug en fylgist alltaf með

Guðrún Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 11:03

4 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.
-Þið eruð frábært fólk og ég er alltaf að hugsa til ykkar.
Baráttukveðjur,
Snædís og fjölskylda

snædís (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 11:11

5 identicon

Elsku Áslaug Óskar Þuríður Arna Oddný og Theodór

Vá ég fer bara að gráta þegar ég les þetta ljóð
þetta lýsir ykkur svo vel og henni Þuríði líka
Guð veri með ykkur og það geta allaf komið kraftaverk munið það
keðja Ása

Asa (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 11:25

6 identicon

Elsku Áslaug, Óskar og litlu englarnir ykkar.

Megi góður Guð vera hjá ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum sem þið eruð að ganga í geng um. Kveðjur, Baldi,Svala og börn.

Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag,
sem lífgar hug og sál
og vekur sól og sumardag,
en svæfir storm og bál.

Baldi,Svala og börn. (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 12:01

7 identicon

Áfram Þuríður

Garðar Örn frændi (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 13:20

8 identicon

Hugur minn er hjá ykkur og þið eruð í bænum mínum.
Þið eruð hetjur..
Guð blessi ykkur og varðveiti

Bergrún (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 14:10

9 identicon

Þetta ljóð er gulls ígildi.. fallegt með eindæmum.

Elsku fjölskylda. Þið eruð að standa ykkur eins og hetjur, öll 5!
Ég óska ykkur alls hins besta, og bið fyrir ykkur.

Það ætti enginn að þurfa að ganga í gegnum það sem þið eruð að ganga í gegnum núna... Knúsiði litlu dúllurnar fyrir mig:).. Elska ykkur endalaust!... Þið eruð hetjurnar mínar..

Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk.

Bára frænka (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 15:21

10 identicon

There can be Miracles if you believe....

Bára frænka (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 15:25

11 identicon

Kæra fjölskylda

Það er misjafn á fólk lagt og marr er bara orðlaus og magnvana yfir þessum fréttum. Hugur okkar er hjá ykkur og bænir. Guð blessi ykkur og varðveiti og gefi ykkur styrk.

Sif, Þóra og Atli (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 19:14

12 identicon

Rosalega er þetta fallegt ljóð og svo sannarlega við.

Gaman að hitta ykkur í kvöld.

Knúúúúúússsssssssssssss og 1.000.000.000.000 kossar

Oddný (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 20:35

13 identicon

Guð gefi ykkur styrk og allt það góða í heiminu til að takast á við þessa erfiðu tíma. Þuríður er afar heppin að eiga ykkur sem foreldra.

Ásdís (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og núlli?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband