Leita í fréttum mbl.is

Stutt í dag

Svæfingin og myndatakan gekk svona líka vel, við höfum aldrei kynnst því hvað þetta gekk hratt í dag.  Það gerist nebbla mjög fátt hratt uppá spítala endalausar biðir en í dag gekk þetta þvílíkt hratt og þuríður þurfti að meira segja ekki mjög djúpa svæfingu þannig hún var bara vöknuð þegar við komum til hennar uppá vakningu.  Gott gott!!

Einsog ég hef sagt áður þá viljum ekkert vita hvað kemur úr myndatökunum fyrr en við komum heim þannig það verður fundur á mánudaginn kl ellevu, hvort sem fréttirnar yrðu góðar eða slæmar þá er best bara að ákveða ekkert fyrr en eftir helgi.  Okkur langar nebbla að njóta helgarinnar allavega reyna.

Reyndar eru komnar einhverjar bólgur í nefholin hjá Þuríði minni sem læknarnir sáu í myndatökunum þannig hún var öll skoðuð áðan áður en við fórum þannig það gæti verið vísbending uppá hita næstu daga en við vonum samt það besta.

Ætla bara að hafa þetta stutt í dag, komin í bloggfrí þanga til á mánudag, við Skari ætlum að reyna njóta þess að vera saman í London.  Fyrsta skipti síðan við byrjuðum saman að við förum eitthvað saman án þess að hafa börn eða bumbubúa með okkur, oh mæ!!  Skrýtin tilfinning en samt góð!!  Reyndar er ég smá stressuð að fara frá þeim og slíta naflasrtrengin frá honum Theodóri mínu sem við höfum reyndar bæði gott af, búin að vera síamstvíburara síðan hann fæddist.

Bið að heilsa ykkur öllum þegar ég skrifa hérna næst vona ég svo heitt og innilega að það verða bara góða fréttir.

Knús og kossar
Slauga og co

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð og góða skemmtun elsku dúllurnar okkar. Þið þurfið ekkert að kvíða því að fara frá englunum ykkar því við hér heima ætlum að passa þau alveg rosalega vel og það verður geggjað gaman hjá þeim eins og ykkur ;o)

Knús og kossar frá okkur öllum

Hanna Þóra og co

Hanna og Co (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 21:12

2 identicon

Hæhæ Gott að það gekk vel í dag og mikið er ég ánægð að þú sért ekki hætt að blogga. Ég kíki inn á bloggið þitt á hverjum degi og ég segi öllum frá því hvað ég eigi "næstum því frænku" sem sé ótrulega sterk. Ég dáist að þér og Óskari. Vonandi hafið þið það rosalega gott úti mikið eigið þið skilið að hvíla ykkur og knúsast og ekki leiðinlegt að það sé í London :)

Góða skemmtun úti og vonandi sjáumst við fljótlega eftir að þið komið heim
Kveðja Unnur

Unnur (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 21:44

3 identicon

Hæhæ hafið það gott í London. Hver veit nema maður rekist á ykkur í bænum - ótrúlegt hvað maður hittir mikið af íslendingum á röltinu :)

Hrundski (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 08:39

4 identicon

Hafið það sem allra best í London og njótið þess að vera bara tvö saman. Nauðsynlegt fyrir öll hjón. Vona innilega að það verða góðar fréttir eftir helgi, krosslegg fingur og tær og leggst á bæn með ykkur.
Góða helgi

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 10:06

5 identicon

Hafið það rosalega gott í London og góða ferð

Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 11:45

6 identicon

Ohhh ég vona svo innilega ferðin verði ógleymanleg og frábærust...og ég vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir á mánudaginn!! Hafið það ótrúlega gott og njótið þess í london...börnin eru í góðum höndum og eiga eftir að hafa það gott ;)

Elsa NIelsen (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 22:32

7 identicon

Hafið það alveg rosa rosa rosa gott í London:) Þið eigið það svo fyllilega skilið!!!
Við krossum svo fingur fyrir Þuríði skvísu og vonum að fréttirnar verði góðar.

Bestu kveðjur
Vigga

Vigga (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 15:02

8 identicon

Góða skemmtun í London.
Sendi góða strauma og vona að það hjálpi eitthvað við að fá frábærar fréttir á mánudag :)
Knús
Anna Lilja

Anna Lilja (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 16:28

9 identicon

hæ,

les bloggið reglulega þó ég þekki ykkur ekki neitt, finnst þið frábærlega dugleg.
er búin að kíkja við oft í dag og hugsa mikið til ykkar, hlýjar hugsanir hljóta að hjálpa til :)

vonandi var london frábær og þið komin heim með fullhlaðin batterí :)

kv. inga

inga (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sautján?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband