30.11.2006 | 09:00
Bissí kona
Ákvað að henda inn nokkrum línum áður en læti dagsins byrja, er að fara með Theodór minn Inga í 10mánaða skoðun á eftir og karlpungurinn á að fá sprautu þar að segja ef hann má? Ennþá mikið kvefaður, hor í nös og gröftur í augum, well sjáum til en hann er allavega hitalaus og líka í gær þannig þetta er allt í áttina. Jíbbíjeij!!
Kl ellevu erum við að fara hitta læknana hennar Þuríðar minnar ásamt sálfræðingi sem er búin að vera taka hana í þroskapróf svo það verður fróðlegt að sjá hvað kemur útur því. Ég veit alveg hvursu klár hún Þuríður mín er en hún kann bara ekki að nota það eða hreinlega nennir því ekki svo þykist hún heldur ekki heyra í manni þegar mar er að spurja hana spjörunum úr því hún nennir ekki að svara mömmu sinni. Dóóhh!!
Við Skari fórum á útgáfutónleikana hjá Stebba og Eyfa í gær sem voru æði en ekki hvað. Æðislegur diskur sem ég keypti mér að sjálfsögðu um leið og hann kom út og hann er líka "fastur" í spilaranum mínum, elska hann ásamt Sálina Gospelinn, jiminneini!! Flottastir!! Reyndar var líka doltið erfitt að vera á tónleikunum í gær þar sem Stebbi samdi texta um stelpu sem dó kringum fjagra og það er ótrúlega sorglegur og fallegur texti sem mér finnst alltaf erfitt að hlusta á. Þegar þeir spiluðu það lag í gær reyndi ég sem ég gat að hugsa um eitthvað annað en textan því annars hefðu tárin farið að streyma niður því alltaf þegar ég heyri þetta lag fer ég að hágráta því þetta er svo ótrúlega sorglegt einsog ég sagði. ....og það líka hugsa útí það að mar gæti einhverntíman einsog allir verið í þessum sporum sem engin í heiminum vill lenda í.
Takk fyrir tónleikana í gær, hlakka til að hlusta á ykkur á Geysi á laugardagskvöldið. Jíbbíjeij!!
Þuríður mín er aðeins hressari þessa dagana en dagana á undan en kanski er það vegna þess við leyfum henni að sofa einsog hún þar sem hún þarf. Farin að slappast og svona. Var superhress á leikskólanum í gær og fékk að fara með deildinni sinni í leikfimi sem er utan hennar leikskóla-tíma sem okkur þykir ótrúlega vænt um. Knús til ykkar á Hofi!! En um leið og ég náði í hana rotaðist hún um leið í bílnum svaf í slatta tíma, stuttu eftir að hún vaknaði krampaði hún þannig mín rotaðist aftur og svaf fram á kvöldmat en hefði getað sofið miklu lengur. Núna sefur þessi hetja sem fastast og fer bara á leikskólan þegar henni hentar og þegar hún orkar til.
Vóvh tíminn líður of hratt, verð að fara gera mig og Thedór reddí fyrir fyrstu læknaheimsókn dagsins og Skari fer líka að koma til að sitja yfir hetjunni minni. Ætla svo eyða kvöldinu í kvöld að halda áfram að raða í skápa í nýju íbúðinni minni, "mamma það er heldur ekki alveg búið að þrífa hana". Mhohoho!!
Eigið góðan dag, haldið áfram að knúsast það jafnast ekkert á við eitt (allavega) knús á dag.
Slauga
Kl ellevu erum við að fara hitta læknana hennar Þuríðar minnar ásamt sálfræðingi sem er búin að vera taka hana í þroskapróf svo það verður fróðlegt að sjá hvað kemur útur því. Ég veit alveg hvursu klár hún Þuríður mín er en hún kann bara ekki að nota það eða hreinlega nennir því ekki svo þykist hún heldur ekki heyra í manni þegar mar er að spurja hana spjörunum úr því hún nennir ekki að svara mömmu sinni. Dóóhh!!
Við Skari fórum á útgáfutónleikana hjá Stebba og Eyfa í gær sem voru æði en ekki hvað. Æðislegur diskur sem ég keypti mér að sjálfsögðu um leið og hann kom út og hann er líka "fastur" í spilaranum mínum, elska hann ásamt Sálina Gospelinn, jiminneini!! Flottastir!! Reyndar var líka doltið erfitt að vera á tónleikunum í gær þar sem Stebbi samdi texta um stelpu sem dó kringum fjagra og það er ótrúlega sorglegur og fallegur texti sem mér finnst alltaf erfitt að hlusta á. Þegar þeir spiluðu það lag í gær reyndi ég sem ég gat að hugsa um eitthvað annað en textan því annars hefðu tárin farið að streyma niður því alltaf þegar ég heyri þetta lag fer ég að hágráta því þetta er svo ótrúlega sorglegt einsog ég sagði. ....og það líka hugsa útí það að mar gæti einhverntíman einsog allir verið í þessum sporum sem engin í heiminum vill lenda í.
Takk fyrir tónleikana í gær, hlakka til að hlusta á ykkur á Geysi á laugardagskvöldið. Jíbbíjeij!!
Þuríður mín er aðeins hressari þessa dagana en dagana á undan en kanski er það vegna þess við leyfum henni að sofa einsog hún þar sem hún þarf. Farin að slappast og svona. Var superhress á leikskólanum í gær og fékk að fara með deildinni sinni í leikfimi sem er utan hennar leikskóla-tíma sem okkur þykir ótrúlega vænt um. Knús til ykkar á Hofi!! En um leið og ég náði í hana rotaðist hún um leið í bílnum svaf í slatta tíma, stuttu eftir að hún vaknaði krampaði hún þannig mín rotaðist aftur og svaf fram á kvöldmat en hefði getað sofið miklu lengur. Núna sefur þessi hetja sem fastast og fer bara á leikskólan þegar henni hentar og þegar hún orkar til.
Vóvh tíminn líður of hratt, verð að fara gera mig og Thedór reddí fyrir fyrstu læknaheimsókn dagsins og Skari fer líka að koma til að sitja yfir hetjunni minni. Ætla svo eyða kvöldinu í kvöld að halda áfram að raða í skápa í nýju íbúðinni minni, "mamma það er heldur ekki alveg búið að þrífa hana". Mhohoho!!
Eigið góðan dag, haldið áfram að knúsast það jafnast ekkert á við eitt (allavega) knús á dag.
Slauga
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Já það má segja að þú sért bissí kona elsku vínkona. Ég bara beið eftir bloggi hjá þér og auðvitað koma það svo gaman að lesa fréttir af ykkur. Oh það verður svo gaman á morgun hjá ykkur þið eruð svo dugleg að drífa þetta af vantar fleiri myndir af herlegheitunum það er svo gaman að fylgjast með flutningunum hjá ykkur og reyna að horfa á þetta allt með jákvæðum augum þið eruð svo dugleg.
Er alltaf að hugsa til ykkar og sendi ykkur hlýja strauma, rosalega gaman að kveikja á kerti fyrir elsku Þuríði og sjá hversu margir voru búnir að kveikja á kerti fyrir hana. Vonandi færðu netið sem fyrst í nýju íbúðina það er ekki hægt að vera án sambands svo þurfum við að heyrast í gegnum netið líka svo Óskar verður að finna búnaðinn.
Þykir ósköplega vænt um ykkur.
kær kveðja frá Danaveldi.
Brynja (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 09:13
æðislegir tónleikar.gott að þið nutuð þess að fara elskurnar
laufey hólm (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 09:31
Elsku Áslaug - þetta hafa án efa verið mergjaðir tónleikar!!
Ég skil vel að þú hafir varla getað hamið tárin þegar lagið sem Stebbi tileinkar Mörtu litlu var flutt - sorglegur en mjög fallegur texti!
Sé að þið eruð heppnust með leikskólann Hof!!
Gangi ykkur vel í skoðun með litla sæta köggulinn ykkar - vonandi hressist hann fljótlega :)
Elsa Nielsen (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning