17.11.2006 | 09:33
Bæjó en í bili þó
Er að reyna henda einhverjum flíkum ofan í tösku og pakka fyrir Theodór minn sem ætlar að vera tvær nætur hjá Lindu og co og hinar tvær hjá mömmu og pabba þannig hann verður sko í góðu yfirlæti og dekraður út í gegn. Ótrúlega skrýtið að vera fara aftur til Boston sem við nota bene ákvaðum bara snögglega í fyrradag og hlökkum mikið til, þið ættuð að sjá hana Oddnýju mína Erlu sem er að farast úr spenning. Einsog ég segi oft þá er einsog þessi stúlka sé á fermingaraldri eða svo, ok smá alhæfing en samt frekar þroskað barn. Hún pælir mikið í hlutunum, núna er hún mikið að pæla hvað hún fær að borða í flugvélinni og svo skoðar hún baby born bæklingininn sinn fram og aftur, afturá bak og áfram því hún er að reyna velja sér eitthvað sem hún ætlar að kaupa sér í Boston ehehe!! Ótrúleg þessi stúlka!! Þuríður mín Arna er frekar róleg yfir þessu öllu og er ekki eins mikið að pæla, hún æsist ö-a þegar við verðum komin útá flugvöll þá áttar hún sig á þessu. Vona bara svo heitt og innilega að hún verði eins hress og hún getur orðið um helgina svo hún getur notið sín að skoða sjávardýrin og fleira sem við ætlum að skoða með þeim. Hlakka endalaust til!!
Annars líða dagarnir obboslega skringilega hjá manni, suma daga er mar svona lala hress en hina mjög langt niðri og mér finnst ég aldrei komast aftur á toppinn þegar ég hressist inná milli. Sálarlífið hjá manni er ótrúlega erfitt ég ákvað líka að fara til sálfræðings sem ætti kanski að geta hjálpað manni í gegnum þetta allt saman en það hefur tekið frekar langan tíma hjá manni að viðurkenna að þurfa fara þangað. En þegar staðan er svona hjá manni þá verður maður bara áður en allt fer til ands........
Ég er alltaf með endalausan hnút í maganum, mjög brothætt má ekki heyra eitthvað sorlegt lag í útvarpinu þá brotna ég gjörsamlega niður. Það sem hjálpar mér doltið mikið það er að fara hreyfa mig, ótrúleg tímabundin lækning!! Fá smá útrás, er með þrjá fasta tíma í viku og þeir eru á besta tíma sem sagt matartímanum. Þannig þegar ég kem heim þá er Skari búinn að gefa börnunum að borða, þvílík snilld!! Doktor sála fannst það líka brilliant hugmynd að hafa það svoleiðis svo ég fengi líka smá brake, hvenær hefði mér dottið í hug að ég myndi þurfa leita til sála? Reyndar aldrei en ég held samt allir hefðu gott af því, held að flestir detta oft niður í eitthvað þunglyndi en finnst bara fólk erfitt með viðurkenna það og finnist bara eitthvað ljótt við að þurfa leita sér hjálpar eða þannig upplifi ég það. En mér finnst bara gott að viðurkenna það fyrir fólki að ég er að fara enda einsog ég sagði er sálarlífið í rúst.
Ætla að kveðja ykkur í bili, þarf nebbl að halda áfram að henda einhverju ofan í tösku en það gengu hálfbrösulega því hann Theodór minn þarf mikið að hjálpað mér ehehe, hann tekur jafn óðum uppúr henni.
Enda færsluna með þessum texta sem hann Stebbi Hilmars samdi sem heitir "móðir og barn", njótið!!
Okkar ást hún er
lífið sjálft -trúðu mér.
Við sem vorum eitt sinn börn
og ég svo smár, grunlaus.
Tvær sálir, tvö líf
trúðum og uppskárum vel.
Nú ég veit,
veit hvað vegur þyngst,
-gefur mest.
Þessi ást er sönn,
svo sterk, svo hrein.
Þið og ég
við erum eitt.
Draumarnir þeir
drifu okkur áfram.
Og ég finn, finn hvað það er
að elska heitt.
Ég gef
-gef hvað sem er.
Ég gef
-gef ykkur allt,
allt sem ég hef.
í svefni og vöku
áttu skjól ungi vinur.
Ég skal breiða yfir þig í kvöld
þá allt er hljótt...
Annars líða dagarnir obboslega skringilega hjá manni, suma daga er mar svona lala hress en hina mjög langt niðri og mér finnst ég aldrei komast aftur á toppinn þegar ég hressist inná milli. Sálarlífið hjá manni er ótrúlega erfitt ég ákvað líka að fara til sálfræðings sem ætti kanski að geta hjálpað manni í gegnum þetta allt saman en það hefur tekið frekar langan tíma hjá manni að viðurkenna að þurfa fara þangað. En þegar staðan er svona hjá manni þá verður maður bara áður en allt fer til ands........
Ég er alltaf með endalausan hnút í maganum, mjög brothætt má ekki heyra eitthvað sorlegt lag í útvarpinu þá brotna ég gjörsamlega niður. Það sem hjálpar mér doltið mikið það er að fara hreyfa mig, ótrúleg tímabundin lækning!! Fá smá útrás, er með þrjá fasta tíma í viku og þeir eru á besta tíma sem sagt matartímanum. Þannig þegar ég kem heim þá er Skari búinn að gefa börnunum að borða, þvílík snilld!! Doktor sála fannst það líka brilliant hugmynd að hafa það svoleiðis svo ég fengi líka smá brake, hvenær hefði mér dottið í hug að ég myndi þurfa leita til sála? Reyndar aldrei en ég held samt allir hefðu gott af því, held að flestir detta oft niður í eitthvað þunglyndi en finnst bara fólk erfitt með viðurkenna það og finnist bara eitthvað ljótt við að þurfa leita sér hjálpar eða þannig upplifi ég það. En mér finnst bara gott að viðurkenna það fyrir fólki að ég er að fara enda einsog ég sagði er sálarlífið í rúst.
Ætla að kveðja ykkur í bili, þarf nebbl að halda áfram að henda einhverju ofan í tösku en það gengu hálfbrösulega því hann Theodór minn þarf mikið að hjálpað mér ehehe, hann tekur jafn óðum uppúr henni.
Enda færsluna með þessum texta sem hann Stebbi Hilmars samdi sem heitir "móðir og barn", njótið!!
Okkar ást hún er
lífið sjálft -trúðu mér.
Við sem vorum eitt sinn börn
og ég svo smár, grunlaus.
Tvær sálir, tvö líf
trúðum og uppskárum vel.
Nú ég veit,
veit hvað vegur þyngst,
-gefur mest.
Þessi ást er sönn,
svo sterk, svo hrein.
Þið og ég
við erum eitt.
Draumarnir þeir
drifu okkur áfram.
Og ég finn, finn hvað það er
að elska heitt.
Ég gef
-gef hvað sem er.
Ég gef
-gef ykkur allt,
allt sem ég hef.
í svefni og vöku
áttu skjól ungi vinur.
Ég skal breiða yfir þig í kvöld
þá allt er hljótt...
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Góða ferð og njótið þess að vera saman.
Þetta verður æðisleg og vonandi eftirminnileg helgi.
Kveðja,
Lilja.
Lilja (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 09:47
hæ hæ
hef verið að fylgjast með ykkur, finnst þetta alveg frábært hjá ykkur að skella ykkur út, góða skemmtun og njótið þess að vera til.
ferðakveðja til ykkar allra
Íris (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 09:50
kærar kveðjur frá Guðlaugu frænku með ósk um að þið njótið hverrar mínúndu
Gulla frænka (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 09:53
Ég gef........ Já þið gerið það. Svo stolt af að eiga ykkur að, svo heilbrygð og skinsöm sem þið eruð, svo gjöful og kærleiksrík, svo leitandi og biðjandi, megi allar ykkar óskir rætast.
Góða helgi
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 09:56
en æðislegt hjá ykkur. kemst ég ekki ofaní eina tösku hjá ykkur;* góða skemmtun elskurnar og slappiði aðeins af með krökkunum. líst frábærlega á þessa hugmynd;*(L)
tinna rut;D (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 10:00
Hæ hæ
Vildi bara óska ykkur góðrar ferðar og munið að njóta hennar í botn ;-)
Snjókveðjur frá Akureyri, Sonja Sif og co.
Sonja Sif (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 10:10
Skemmtið ykkur í Boston og vonandi fær maður að sjá einhverjar myndir þaðan ;D
Jóhann Bjarni (Akranesi) (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 10:25
Elsku Áslaug og fjölskylda. Sendi ykkur risaknús og óska ykkur alls hins besta. Njótið ykkar í Boston, það er búið að vera yndislegt á þessum slóðum undanfarið (við hjónin vorum í NY um sl.helgi). Það verður frábært að fara saman og gera skemmtilega, venjulega hluti með stelpunum ykkar, borða góða steik o.s.frv. Góða ferð : )
Stella A.
Stella Aðalsteinsd. (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 11:23
Hæhæ kæra fjölskylda..
Hef fylgst með ykkur í dágóðan tima en aldrei kvittað fyrr. Það er gaman að sjá hvað þið eruð samhent í öllu, frábært að þið ætlið að skella ykkur út.
Góða ferð og skemmtun úti og gangi ykkur sem allra - allra best í framtíðinni.
Kv, Ragga (systir Birnu Sifjar Oddnýjarvinkonu)
Ragga (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 12:21
Hola, hola!!
Góða ferð til Boston og njótið lífsins! Þið eigið það svo sannarlega skilið.
Kveðja Ólöf Garðars;)
Ólöf Garðars (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 13:50
Góða ferð og eigið yndislega daga saman.
Lilja Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 13:54
Elsku fjölskylda
Góða ferð til USA. Njótið ferðarinnar og hafið það gott.
Kveðja Katrín mamma Hrafnkötlu, Halla og Svanhildar
Katrín Kristín Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 15:20
ELSKURNAR skemmtið ykkur æðislega vel í borg lystsemdanna.njótið þess að vera samann,hvern dag,hverja mínótu.guð blessi ykkur.
adda og fjölskylda...........................
adda (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 18:11
Sæl veriði
ég þekki ykkur ekki neitt en hef fengið að fylgjast með á blogginu ykkar og vil bara segja að þið eruð algerar hetjur!!! finn svo til með litlu fallegu stelpunni ykkar og bið og vona að kraftaverk eigi sér stað!
en ég bið ykkur að reyna að leiða þetta leiðindakomment frá ykkur, þetta er eins manns álit! ég komst því miður ekki á tónleikana en lagði inn á ykkur fyrir einum miða og ég veit að þið nýtið þann pening sem ykkur hefur verið gefin í að njóta hvors annars og reyna að gera ykkur auðvelt fyrir! peningar eru ekki ávísun á hamingju en þeir geta svo sannarlega auðveldað margt, hvað þið gerið til að láta ykkur líða betur og njóta hvers annars er algerlega í ykkar höndum! :D Góða skemmtun í Boston, borðið á ykkur gat og njótið hvors annars !
Anna (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 16:57
Skemmtið ykkur í Boston. Vil minna eins og margir aðrir ykkur á að hugurinn er hjá ykkur.
marianna (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning