Leita í fréttum mbl.is

Eitt ár frá Bostonferð - einn dagur í þá næstu

Óskar skrifar

Í dag er eitt ár síðan við héldum í erfiðasta ferðalag sem við höfum farið í - nefnilega Bostonferðin þar sem Þuríður okkar fór í aðgerð.  Í dag er líka eitt ár síðan amma mín Jóhanna kvaddi þennan heim.  Við höfum oft sagt söguna af því þegar hún amma sagði daginn áður en við fórum til Boston að hún ætlaði að koma með okkur - hún dó 10 mínútum áður en flugvélin fór í loftið.
Það var hræðilega erfitt að fá ekki að fylgja ömmu síðasta spölinn en ég veit að þess í stað þá var hún með okkur í Boston og hún er með okkur enn.  Ég veit líka að hún elsku amma mín mun vernda hana Þuríði mína að eilífu - vonandi sem lengst hér í okkar lífi.

En jú þið lásuð rétt út úr fyrirsögninni, við ætlum að skella okkur til Boston á morgun en í þetta skiptið ætlum við ekki að stíga fæti inn á sjúkrastofnun.  Við ákváðum það nefnilega í fyrra að okkur langaði að fara einhverntíman til Boston án þess að fara þangað vegna veikinda dóttur okkar.  Síðan í kjölfarið af tónleikunum þá fórum við að hugsa um það hvað við gætum nú gert til að njóta lífsins sem best og okkur fannst þetta sannarlega tilvalið að skella okkur bara til USA - Ætlum að skilja Theodór tippaling eftir heima og njóta þess að fara með stelpurnar okkar í sædýrasafnið, kids museum og maður minn - steikurnar sem við ætlum að stúta þarna um helgina.........
Við förum á morgun og komum heim á þriðjudagsmorgun.  Slauga setur kannski litla færslu hér inn á morgun áður en við förum.

Annars langar mig til að þakka öllum sem hafa skrifað inn á síðuna okkar frá því við skrifuðum hér síðast á mánudag.  Við vissum það svo sem, af fenginni reynslu, að við fengjum stuðning og vorum í raun soldið að sækjast eftir honum.  En ég veit ekki hvort þið öll þarna úti áttið ykkur á því hvað þið eruð að gera mikið fyrir okkur, hvað þið eruð okkur mikill stuðningur.  Við eigum bestu fjölskyldu, vini, kunningja og stuðningsmenn í heimi - trúið mér, við erum hrærð. 

Nú skulum við leggja leiðindaathugasemdir til hliðar og snúa okkur að því sem skiptir máli, okkur sjálfum og þeim sem okkur þykir vænt um - elskið hvort annað og þið verðið ekki svikin.  Komið fram við fólk eins og þið VILJIÐ láta koma fram við ykkur.  Ef einhver er ósanngjarn í ykkar garð, reynið þá að vera sanngjarnari í garð viðkomandi.  Í ljósi þess segi ég við þennan eina frekar ósátta:  Ég veit ekki hver þú ert og ætla ekki að komast að því.  Mér þykir það leitt að þú sért ósáttur en ég fyrirgef þér samt (þó þú hafir ekki beðið um það) og vona að þú finnir frið til að koma þeim hlutum í verk sem líklega eru nauðsynlegir þín og þinna vegna.

Kveðja
Óskar Örn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi bara segja ykkur að þið eruð einstök!!! Njótið þess að fara til Boston og gera eitthvað skemmtilegt saman, þið eigið það svo sannarlega skilið :-)
Love you

Ólöf Inga (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 15:28

2 identicon

Vel mælt, njótiði Boston.
Kv. Unnur Sf Óðni

Unnur (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 15:32

3 identicon

Vildi að ég væri að koma með ykkur, en ég kem bara með í næstu ferð :-) Hlakka til að fá ykkur í heimsókn á eftir, en keyrið varlega, það er hvasst á Kjalarnesinu.
kv.
mamma/amma

amman með réttindin (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 15:32

4 identicon

ooo mig langar með það verður engin pakki í þessari ferð nema þið bjóðið mér. En hafið það gott og borðið skoðið og verslið yfir ykkur.
ein að drepast úr öfund

konan með pakkan í Boston fluginu skrifar (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 15:55

5 identicon

Gott að lesa að þið hafið fundið milliveg í þessu hjá ykkur hahahah. En góða skemmtun í Boston og njótið þess í botn að vera saman og ég fékk nú bara vatn í munninn þegar Óskar fer að tala um steikurnar uuhhmmmmmmmm.
Bara nótið
kv. frá Danaveldi

Brynja (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 15:59

6 identicon

Hafið það ooooobbboosssslega oobboossllega gott í Boston kæra fjölskylda!! :) Njótið helgarinnar og hvers annars alveg í botn!!

Kv.
Erna

Erna Kristín Ottósdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 16:05

7 identicon

Góða ferð til Boston

Guðbjörg (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 16:15

8 identicon

Gott að geta lesið meira frá ykkur skemmtið ykkur rosa vel í Boston.
K.V. Jóhann Bjarni (Akranesi)

Jóhann Bjarni (Akranesi) (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 16:36

9 identicon

mmm steik he he mig langar í ! og bakaða kartöflu:)


góða ferð og góða skemmtun!

katrín (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 16:45

10 identicon

Frábært! Líst vel á ykkur og ég óska ykkur góðrar ferðar og hafið það rosalega gott :) Hlakka til að heyra eða lesa ferðasöguna.
Kv. Ása

Ása (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 17:02

11 identicon

Elsku fjölskylda.
Ánæjulegt að þið séuð að fara til Boston.
Njótið ferðarinnar með prinsessunum ykkar.
Og til hamingju með nýju íbúðina ykkar.
Samgleðst ykkur og góða ferð til Boston.
Kær kveðja Rut.

Rut (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 17:53

12 identicon

Elsku Óskar og fjölskylda.
Vona að ykkur gangi allt í haginn og hafið góða ferð til Boston.
Megi guð og gæfa fylgja ykkur um ókomna tíð.

Bestu kveðjur,

Gugga Bjarna :)

Guðbjörg Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 17:58

13 identicon

Kæra fjölskylda....
mikið er gaman að heyra að þið ættlið að fara saman til Boston í smá ævintýra ferð.... :)

ég langar að segja eitt varðandi þetta ljóta og virðingaleysa comment...
ég myndi ekki hika við að læsa síðunni og ekki pæla í því hversu margir séu að fylgjast með ykkur. Þið vitið það jafn vel og ég að þið eigið mjög góða að og það nægir ykkur alveg að vita af hinum sem hugsa til ykkar þótt að þeir geti ekki fylgst með ykkur hér... ég verð að segja það er rosalega gaman að geta fylgst með ykkur hérna en það er eitthvað að fólki ef að það getur ekki virt ykkar privacy....

þið veriði að vernda þessar góðu stundir sem þið hafið og munuð eiga í framtíðnni. það er ekkert gaman eins og þið hafið sagt að lesa svona comment.... þið eigið að vera laus við það eins og kannski allir en þið eigið þessa peninga og það kemur engum við hvað þið gerið við þá......

góða ferð og hafið það rosalega gott....
njótið þess að vera saman... :)

kv Þórunn Eva og Jón Sverrir

p.s fyrigfið hreinskilnina var bara svo reið þegar að ég las þetta....

Þórunn Eva (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 18:35

14 identicon

Kæra fjölskylda rosalega er gaman að þið ætlið að skella ykkur út á morgun,þið eigið eftir að skemmta ykkur vel í Boston. Við fylgjumst alltaf með ykkur hér og kveikjum alltaf á kerti fyrir Þuríði Örnu hetju. Þið eruð í okkar bænum kveðja úr Grundarfirði Inga Magný,Elvar Þór og Embla Þórey

Inga Magný Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 19:04

15 identicon

Kæra fjölskylda
Frábært að þið ætlið að skella ykkur, njótið ferðarinnar og hafið það sem allra allra best.

Kkv.
Martha

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 19:05

16 identicon

Eru þið að fara til Boston!!? Aldrei er mér sagt neitt. En allavega.. góða ferð :)

Garðar Örn (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 20:06

17 identicon

Góða ferð til USA. Æðislegur tími svona í kringum thanksgiving og komin jólastemning og svona. Vona að þið njótið hverrar mínútu og komið endurnærð tilbaka

Harpa (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 20:33

18 identicon

Frábært hjá ykkur!
Yndislega góða ferð og njótið vel :)

Elsa NIelsen (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 20:44

19 identicon

Tek ofan fyrir ykkur, þetta er höfðlingleg afstaða eins og ykkar er von og vísa. Fyrgefnig er öflug.
Njótið ykkar í Boston, einn stórann öl líka ekki klikka á því ;o)
Hlakka til að fá ykkur heim aftur.

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 21:31

20 identicon

Mig langaði bara að óska ykkur góðrar ferðar og ánægjulegrar dvalar í Boston. Hef verið með hugann hjá ykkur eftir að ég talaði við þig í gær Óskar.
Við komum ekki til Reykjavíkur fyrr en eftir hádegi í dag og Lóa mjög þreytt, svo að ég var ekkert að hafa samband.
Guð veri með ykkur.
Halla og fjölskylda

Auðbjörg Halla Knútsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 22:39

21 identicon

Elsku Áslaug og Óskar.
Mikið varð ég glöð að lesa ferðafréttirnar.
Sem betur fer eru þeir fleiri sem hafa kærleikann að leiðarljósi í þessum annars brothætta heimi!!
Það höfum við séð í viðbrögðum allra þeirra sem sent hafa tölvupóst síðustu daga.
Við erum ekki ein af þeim duglegustu í þeim efnum, en það þýðir ekki að við hugsum ekki til ykkar og nöfn ykkar eru í okkar bænum.
Góða ferð og njótið ferðarinnar út í ystu æsar!!
Knús og kærar kveðjur,
Kjartan og Anna (badmintonunnendur)

Anna (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 23:04

22 identicon

Frábært fyrir ykkur ! Komið við í Toys'r'us og dekrið við krílin líka. Vona að þið eigið ógleymanlega ferð

Svava (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 23:48

23 identicon

frábært hjá ykkur og góða ferð ;)

gunna (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 00:30

24 identicon

Guð Blessi ömmu jó... einmitt þegar hún dó og eftir að allir minnkuðu grátinn, sagði Þura frænka: " Hún sagðist ætla með Þuríði til Boston í aðgerðina til að vernda þau " og þá yljaði okkur svo um hjartarætur!..
Hun er á betri stað<3;*

ohh já, njótiði lífsins, og gerið þetta!!.. Þið eruð einstök!

Elska ykkur, Góða ferð.
Ykkar, Bára frænka;*

Bára Frænka (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 00:48

25 identicon

Góða ferð og njótið þess að vera með dömunum ykkar.

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 08:19

26 identicon

Góða ferð kæru vinir. Vona að þið njótið ferðarinnar og hvers annars:)

Heyrumst svo þegar þið komið heim:)

Vigga (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 09:05

27 identicon

Já, vá!! það er komið ár síðan við hittumst úti í Boston tíminn er fljótur að líða maður dísis, en þetta er frábært hjá ykkur við erum búin að fara 6. sinnum og erum enn að hugsa að við verðum að fara til Boston einu sinni bara til að skoða,versla sýna Anney Birtu allt það góða og flotta um Boston svo þetta er algjör snilld hjá ykkur hef heyrt að safnið sé alveg frábært og fullt meira sé hægt að skoða þarna en Longwood av. hehe
Góða ferð kæru vinir og hafið það sem allra best.
Kær kveðja Guðrún Bergmann og co.

Guðrún Bergmann og co. (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tveimur?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband