7.11.2006 | 17:04
Pizzu-partý
Þar sem Skari er að vinna frameftir kvöldi ákváðum við stelpurnar að vera með pizzu-partý, ætlum að panta okkur pizzu og hafa það notó og þær bíða svakalega spenntar eftir að mútta panti pizzuna eheh. Annars erum við búin að vera á fullu í búðarleik, syngja og dansa ég er gjörsamlega búin á því ehehe!! Sko þegar mar byrjar á einhverju á þessu heimili fær mar sko ekki að hætta, bara gaman!!
Það koma einn pjakkur til mín í morgun þegar ég sótti stelpurnar á leikskólann og fór að tala um tónleikana við mig, það er greinilegt að það er talað um Þuríði heima hjá þessum börnum sem mér finnst mjög gott. Þau spurja líka mikið en hann var svakalega spenntur með þessa tónleika en vissi samt ekki alveg sjálfur hvort hann ætlði að mæta. Svo var mér sagt í morgun að hann hefði komið til Þuríðar minnar og sagt "ertu með krabba Þuríður?". Hún nottla bara horfði á hann og fannst ö-a bara frekar skrýtinn að spurja svona þannig hann hélt bara áfram "komdu með krabbann". Æjhi þau eru ótrúlega einlæg þessi börn og segja að sjálfsögðu allt sem þeim dettur í hug og auddah pæla þau mikið í þessum hlutum en mér fannst þetta bara fyndið.
Þið hafið væntanlega flest farið inná linkinn í fyrradag sem við settum inn vegna aðgerðar sem ein stúlka fór svona svipaða einsog Þuríður mín þyrfti að fara til að reyna hjálpa henni sem eru kanski frekar litlar líkur á því að hún myndi koma heil úr eða bara lifa af. Það var einhver "ókunnug" sem sendi okkur þennan link en okkur fannst þetta svolítið sérstakt þannig Skara var leynilögga í gær og hafði að grafa upp spítalann sem gerði þessa aðgerð og hringdi á spítalann til að fá meiri upplýsingar, segja svo að mar geti ekki bjargað sér. Þannig hann fékk mailið hjá þessum ákveðna lækni og við erum búin að senda honum mail til að fá meiri upplýsingar og kannað þetta nánar. Við erum reyndar búin að senda mail á læknana okkar hérna heima með þessum upplýsingum og hringdum í okkar lækni í gær og að sjálfsögðu vill hann kanna allt svona en ekki hvað?
Við erum ennþá að bíða eftir svari frá Boston hvað þeir halda með stöðuna í dag, við erum náttúrlega heimsmeistarar í biðum því verr og miður samt óþolinmóðustu manneskjur í heimi. Það er líka búið að hafa samband við þá í Svíþjóð og ath hvað þeir segja og við nottla höldum bara áfram að bíða.
Þuríður mín hefur verið aðeins hressari í dag en í gær, búin að krampa smávegis og ég varð reyndar doltið hrædd áðan þegar hún krampaði því hún varð eitthvað svo rauð í augunum og hvítnaði svo mikið en hún lítur betur út núna. Hún sofnar reyndar alltaf fyrir kvöldmat og sefur þanga til við vekjum hana þegar hún þarf að fara í skólann þótt hún sofi tvisvar yfir daginn þannig hún er frekar orkulítil, annað kvöld verður víst að ráðast hjá henni. Held samt að hún reyni allt til að halda sér vakandi enda mikil partý-kona.
Ætli ég haldi ekki áfram í búðarleik með krökkunum, Oddný að biðja mig að koma leika.
Það koma einn pjakkur til mín í morgun þegar ég sótti stelpurnar á leikskólann og fór að tala um tónleikana við mig, það er greinilegt að það er talað um Þuríði heima hjá þessum börnum sem mér finnst mjög gott. Þau spurja líka mikið en hann var svakalega spenntur með þessa tónleika en vissi samt ekki alveg sjálfur hvort hann ætlði að mæta. Svo var mér sagt í morgun að hann hefði komið til Þuríðar minnar og sagt "ertu með krabba Þuríður?". Hún nottla bara horfði á hann og fannst ö-a bara frekar skrýtinn að spurja svona þannig hann hélt bara áfram "komdu með krabbann". Æjhi þau eru ótrúlega einlæg þessi börn og segja að sjálfsögðu allt sem þeim dettur í hug og auddah pæla þau mikið í þessum hlutum en mér fannst þetta bara fyndið.
Þið hafið væntanlega flest farið inná linkinn í fyrradag sem við settum inn vegna aðgerðar sem ein stúlka fór svona svipaða einsog Þuríður mín þyrfti að fara til að reyna hjálpa henni sem eru kanski frekar litlar líkur á því að hún myndi koma heil úr eða bara lifa af. Það var einhver "ókunnug" sem sendi okkur þennan link en okkur fannst þetta svolítið sérstakt þannig Skara var leynilögga í gær og hafði að grafa upp spítalann sem gerði þessa aðgerð og hringdi á spítalann til að fá meiri upplýsingar, segja svo að mar geti ekki bjargað sér. Þannig hann fékk mailið hjá þessum ákveðna lækni og við erum búin að senda honum mail til að fá meiri upplýsingar og kannað þetta nánar. Við erum reyndar búin að senda mail á læknana okkar hérna heima með þessum upplýsingum og hringdum í okkar lækni í gær og að sjálfsögðu vill hann kanna allt svona en ekki hvað?
Við erum ennþá að bíða eftir svari frá Boston hvað þeir halda með stöðuna í dag, við erum náttúrlega heimsmeistarar í biðum því verr og miður samt óþolinmóðustu manneskjur í heimi. Það er líka búið að hafa samband við þá í Svíþjóð og ath hvað þeir segja og við nottla höldum bara áfram að bíða.
Þuríður mín hefur verið aðeins hressari í dag en í gær, búin að krampa smávegis og ég varð reyndar doltið hrædd áðan þegar hún krampaði því hún varð eitthvað svo rauð í augunum og hvítnaði svo mikið en hún lítur betur út núna. Hún sofnar reyndar alltaf fyrir kvöldmat og sefur þanga til við vekjum hana þegar hún þarf að fara í skólann þótt hún sofi tvisvar yfir daginn þannig hún er frekar orkulítil, annað kvöld verður víst að ráðast hjá henni. Held samt að hún reyni allt til að halda sér vakandi enda mikil partý-kona.
Ætli ég haldi ekki áfram í búðarleik með krökkunum, Oddný að biðja mig að koma leika.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Ég frétti að pabbi hefði kíkt á ykkur um helgina. Mikið langaði mér með. En auðvitað er manni ekkert sagt hérna;)
Ég hlakka svo til tónleikanna og að sjá ykkur öll sömul.. hef bara séð elsku theodór litla í örfá skipti.. Þið eruð svo yndisleg!..
Sé ykkur á morgun, get ekki beðið.
Ykkar frænka, Bára:);*
Bára Frænka (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 17:08
Takk kærlega fyrir skemmtilegt pizzu partý:) Skemmtilegt og óvænt;)
Oddný (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 20:29
Sæl kæra fjölskylda
Vill bara senda ykkur baráttustrauma og segja ykkur að litla dóttir ykkar er í bænum mínum á hverju kvöldi. Haldið áfram baráttu ykkar og ég vona innilega að bænum okkar allra verði svarað með jákvæðum fréttum frá USA. Þið eruð ólýsanlegar hetjur og þið gangið þessa þraut með þvílíkri reisn.
Megi guð vaka yfir ykkur dag sem nótt en hann hefur greinilega vandað vel við val foreldra litlu prinsessunar ykkar.
Lilja Ásgeirsdóttir
Lilja, ókunnug (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning