Leita í fréttum mbl.is

"Einhvernveginn" dagar

Lífið er ofsalega gott og yndislegt, dagarnir hjá okkur eru bara "einhvernveginn".  Börnin fara sofa þegar þau vilja og vakna svo fyrir allar aldir samt aðallega Þuríður mín sem er einsog stillt klukka alla morgna kl SEX en þá er sko nótt hjá okkur hinum.  En hún lætur sko ekki segja sér neitt og fer á fætur og er bara hress, aðeins of hress fyrir okkur hin og heimtar morgunmat ekki seinna en NÚNA.  En það er samt miklu betra að hún vakni svona líka hress alla morgna þó svo það sé kl sex eða fyrr en væri uppdópuð alla daga, bara best!!  Við getum líka bara sofið þegar við orðin gömul.

Sumarið byrjar líka hrikalega vel hjá okkur, búið að vera spítalalaust sem er einsog ég hef sagt áður okkar fyrsta sumar síðan hún veiktist og svona ætlum við að halda því, SPÍTALALAUSU.  Reyndar þurftum við að hafa samband uppá spítala í dag en það var bara vegna þess okkur vantaði lyf sem hafa ALDREI verið svona lítil.  Mikið er þetta líf yndislegt og svona ætlum við að hafa það hér eftir.  Getum ekki kvartað undan neinu, lífið okkar er fullkomið þrátt fyrir erfiðleikana í þessu þjóðfélagi.  Öll börnin hress og kát, komin í frí í leikskólanum, aðeins undan áætlun og fara ekki aftur fyrr en í ágúst en við erum ekki búin að ákveða hvenær?
P6190065
Þetta elska þau!!  Theodór, Oddný og Þuríður.
P6110035
Þetta finnst þeim endalaust fyndið W00t  Kíktum í Húsdýragarðinn og að sjálfsögðu urðu þær aðeins að kíkja í spegilinn.

Annars ætla ég núna að halda áfram að hafa lífið bara "einhvernveginn" og gera það sem okkur dettur í hug. 

Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ást og endalaus ást til ykkar.Þið eruð æðisleg og mikið er gott að allir eru svona hressir.Bið að heilsa hetjunni minni og ykkur hinum.

Ps....elsku Áslaug,búin að vera svo slöpp og mikið heima þannig að hittingurinn verður samt vonandi fljótlega hjá okkur...luv u

Björk töffari (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Bara frábært líf...áfram svoleiðis...Bestu kveðjur og leyfi mér að senda Björk töffara extra góðar kærleikskveðjur...

Halldór Jóhannsson, 24.6.2009 kl. 23:31

3 identicon

Yndislegt að heyra af þessum "einhvern veginn" dögum hjá fjölskyldunni.  Yrði reyndar ekki sjálf alveg morgunbjört og fögur um 6 leytið.

En eins og þú segir maður getur sofið þegar maður er orðin gamall, en samt, kannski verður maður aldrei gamall ef maður sefur ALLT OF lítið.  

En þegar maður er svona heilbrygður í sálinni eins og þið þá lifir maður í amk. 100 ár.

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 15:52

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 25.6.2009 kl. 17:35

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 26.6.2009 kl. 00:40

6 identicon

Mikið ofboðslega er gaman að lesa bloggið hjá þér þessa dagana  Haldið áfram að njóta lífsins í botn og eigið gleðilegt sumar!

Kærleikskveðja, Ásdís (ókunna).

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 07:53

7 identicon

Dásamlegt bara  Það eru líka svona einhvern vegin dagar hjá mér og mínum börnum um þessar mundir.. alveg yndislegt

Haldið áfram að lifa og njóta

Óla Maja (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 09:20

8 identicon

Mikið samgleðst ég ykkur . Njótið lífsins í botn með fallega hópnum ykkar. Bið Guð að vera með ykkur.

Kristín (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 15:02

9 identicon

Hæ myndarlega fjölskylda ég skoða oft bloggið hjá þér og samgleðst innilega með ykkur hvað allt gengur vel :) Hafið það sem allra best :) börnin ykkar eru endalaust sæt

eva ókunnug (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 22:16

10 identicon

Gaman að heyra að þið njótið lífsins. Gangi ykkur allt í haginn. Kveðja að vestan.

Halla (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 20:18

11 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Ég samgleðst ykkur innilega. Það er dásamlegt að fylgjast með ykkur og sjá hvað allt gengur vel. Vona að dagarnir ykkar verði eilíflega svona bjartir og fallegir. Þið eruð hetjur og allra mesta hetjan er Þuríður Arna. Njótið sumarsins.

Guðrún Olga Clausen, 28.6.2009 kl. 02:08

12 identicon

Yndisleg lif.  Kvedja fra Thorgerdi.

Thorgerdur (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 11:10

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Glæsilegt en ekki hvað. Það er von á rjómabollu með bleikum glassúr í nóv og annari um áramótin, veit ekki lit. Spennandi vetur framundan.

Sumarið er flott og farið verður að sigla í lok næstu viku.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.6.2009 kl. 14:52

14 Smámynd: Aprílrós

Alveg yndislegt ;) Til hamingju með sumarið go frískleikann ;)

Aprílrós, 28.6.2009 kl. 15:47

15 identicon

kæra fjölskylda, samgleðst ykkur, guð og gæfan fylgi ykkur í framtíðinni,.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 14:24

16 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Frábær færsla! Gaman að lesa þetta. Svona vil ég hafa þetta líka. Bara "einhvernvegin" líf!

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.6.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband