14.12.2006 | 12:24
Getur verið að samanlagðar sálir geti einhverju breytt?
Æjhi ég vildi óska þess að allar okkar bænir kæmu til skila til hans þarna uppi, ótrúlega finnst mér þetta allt saman ósanngjarnt einsog ég hef oft sagt áður. Þetta er erfiðast í heimi sem ég er að upplifa með dóttir mína og mér finnst það svo sárt að ég get ekkert gert til að hjálpa henni úr veikindum sínum.
Í morgun þegar við vorum staddar á "krabbameinslækningadeildinni", hún var sofnuð eftir svæfinguna og það var byrjað að geisla og ég sat frammi á meðan fékk ég alltíeinu þennan stóra hnút í magan. Fullt af fólki var að koma inn til að komast í geislameðferð og það var komin smá biðröð, ég fann ótrúlega til með þessu fólki. Ég veit náttúrlega ekkert hvursu veikt það sé, á það mikið eftir? fær það ekki að sjá börnin sín vaxa og dafna? dekra við barnabörnin sín? Það flugu svona spurninga um kollinn minn og þá fór ég líka að hugsa um Þuríði mína.
Það hefur verið sagt við okkur að hún eigi ekki mikið eftir sem er sárast í heimi og ég vill ekki trúa því, ég tala ekki mikið um dauðann því það er eitthvað umræðuefni sem ég vill forðast en ég hugsa rosalega mikið um hann. Hvað ef/þegar það gerist? Hvað á hún langt eftir? Geta þeir eitthvað hjálpað henni? Verða þetta hennar síðustu jól? ég skelf alveg við að skrifa þetta og hnúturinn í maganum mínum stækkar endalaust mikið, þetta fór ég alltíeinu að hugsa þegar ég beið eftir henni í geislanum. Fá systkin hennar ekki að kynnast henni? Hún Þuríður mín nefnilega heillar alla hvert sem hún fer, hún er yndislegast barn í heimi. Hún hefur gefið okkur svo mikið, við höfum lært ótrúlega mikið í gegnum hana sem manni langar ekki læra allavega ekki í gegnum barnið sitt. Við kunnum að meta allt ótrúlega mikið, við reynum að nýta allan þann tíma sem við höfum við vitum heldur aldrei hvenær okkar tími kemur? Við þurfum að nýta okkar tíma ótrúlega vel, alltaf er ég að pæla hvað ég geti gert til að eignast sem skemtilegustu minningarnar með börnunum mínum og þau með okkur?
Við reynum að vera ótrúlega dugleg að taka myndir af börnum okkar sem eru dýrmætustu minningar sem maður eignast, "Þórdís farðu og keyptu þér nýja myndavél og taktu skemmtilegar myndir af börnum þínum um jólin". Þetta er allt svo dýrmætt!!
Æjhi þetta var sem flaug um kollinn minn í morgun, hvað tíminn er dýrmætur og hvað ég verð að nýta hann vel. Erfitt að vita ekki neitt og erfitt að vita hvað þessi geislameðferð er að gera fyrir hana Þuríði mína ef hún er að gera eitthvað en eitt er víst ég verð að halda áfram að halda í vonina og biðja fyrir kraftaverki.
Takk fyrir mig í dag og endilega munið að horfa á Kastljós í kvöld og svo segi ég ykkur í kvöld/morgun hvaða blað þið eigið að kaupa næst.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þórunn Eva
gangi ykkur allt í haginn og skemmtileustu minningarnar eru þær að brosa og hlæja og vera góð við hvort annað það er ekki alltaf hægt að finna upp á nýju og nýju.... hláturinn þeirra er það dýrmætasta og að þau knúsi mann svolítið reyndu bara gera sem mest af því...... ég þekki þig ekki Áslaug en hef séð þig svona annað slagið og þú virkar á mig sem mjög yndisleg kona Óskar hefði ekki getað náð sér í betri lýfsförunaut.... þó svo að ég þekki hann ekki mkið í dag þá þekkti ég hann hérna einu sinni og hef ég einhvrn veginn alltaf litið upp til hans veit ekki af hverju en ég fæ sömu tilfinningu þegar að ég er nálægt þér... þið eruð án efa yndislegasta fólk sem ég veit um... :)
p.s ættla að horfa á ykkur í kvöld.... :)
Þórunn Eva (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 12:37
Elsku Áslaug - ég mun vera með kveikt á sjónvarpinu í afmælinu í kvöld og fylgist með ;)...svo verðið þið gærurnar að kíkja á Hemma Gunn...held að Anna Linda mín sé þar í viðtali - en hann kom á leikskólann um daginn og tók viðtal við nokkra krakka. Hún benti allavega um daginn á Hemma sem var þá í sjónvarpinu og sagði: "Hey mamma - þessi gamli maður var að tala við mig í leikskólanum" ;) Ég mæti svo í kvöld ef þið verðið ennþá í stuði þegar gestirnir mínir eru farnir!!..annars góða skemmtun og haltu áfram að safna yndislegum og góðum minningum með fallegu fjölskyldunni þinni!! KNÚS
Elsa Nielsen, 14.12.2006 kl. 12:53
Hlakka til að sjá ykkur í kvöld í TV
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 14:01
Elsku Áslaug mín
Já það er það erfiðast í heimi að þurfa að horfa uppá barnið sitt veikt og líka að geta ekkert gert til að láta meinið fara í burtu en þið eruð að gera svo margt skemmtilegt með börnum ykkar haldið því áfram og munið það að við erum bara með börnin okkar að láni
kveðja Ása
p.s ég ætla að vona að kastljós verði endursýnt seint í kvöld
asa (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 15:35
Kæra fjölskylda.
Með tárin í augunum vil ég segja að ég hugsa til ykkar daglega og bið fyrir ykkur á hverju kvöldi.
Þið eruð hetjur og haldið áfram að vera svona sterkir og duglegir einstaklingar.
kveðja Inga Birna
Inga Birna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 20:56
takk fyrir síðast! gaman að hitta ykkur gærur aftur og sjá krakkana...algjörar snúllur! ég horfði á kastljósið á netinu þegar ég kom heim....þið tókuð ykkur vel út! ;) kveðja Eva Pet
Eva Pet (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 23:28
Ég las það sem þú skrifaðir og fann að það klíjaði í auganu... það var tár. Knús frá Svíþjóð.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.12.2006 kl. 07:08
Þið voruð ótrúlega fín í Kastljósinu, það var alveg yndislegt að sjá hana Þuríði litlu loxins, eftir að hafa lesið bloggið hennar í marga mánuði :o)
Þið eruð yndislegt og fallegt fólk, að utan og innan...
Sara (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 09:10
Hægt að horfa á Kastljósið hérna:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301675/2
Sá ykkur í DV í dag. Bestu kveðjur, JBJ
http://joi.betra.is (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.