14.12.2006 | 18:34
Takk fyrir Þuríði Kb-Banki útibúið á Lækjargötu!!
Mig langaði bara að senda mörg knús og endalausa kossa til starfsmanna hjá útibúinu kb-banka á Lækjargötu, þau nefnilega ákváðu þetta árið ekki hafa "litlu jól starfsmanna" og glöddu Þuríði mína í staðin. Þau gáfu henni tvo STÓRA barbie-kassa, trefil og sokka. Jólin hjá henni eru sem sagt byrjuð, fékk að opna pakkana þegar hún fékk þá og hún var svooooo glöð og barbie-ið er búið að slá svona líka í gegn. Þuríður mín er ekki vön að leika sér mikið en ekki fyrir svo löngu uppgvötaði hún barbie-dót sem hún elskar útað lífinu og það er eina dótið sem hún leikur sér að og þetta barbie sem starfsfólkið gaf henni hitti beint í mark.
Leyfi nokkrum myndum að fljóta með sem voru teknar þegar henni var afhent þessi gjöf.
Þúsund þakkir kæra starfsfólk, þið glödduð litla hjartað hennar Þuríðar minnar óendanlega mikið.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ofsalega stóðuð þið ykkur vel kæra fjölskylda. Þið eruð í mínum bænum,og við vonumst eftir kraftaverki fyrir Þuríði litlu fallegu prinsessuna. Kveðja Jóhanna
Jóhanna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 20:11
Ég hreifst af æðrulesi ykkar í Kastljósinu áðan.
Hef sjálfur sigrast á krabbameini (vonandi) og veit að máttur bænarinnar er mikill.
Minnist Þuríðar og ykkar í bænum mínum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2006 kl. 20:11
Elsku Áslaug og fjölskylda. Mikið voruð þið flott í Kastljósinu áðan.... ég fékk kökk í hálsinn og tár í augun, en þið voruð bara hrein og bein og stóðuð ykkur eins og hetjur. Bið um kraftaverk og hvet alla til að kveikja á kerti fyrir hana Þuríði litlu. Börnin ykkar eru alveg æðislegar dúllur, öll þrjú. Hvað var svo þetta með "fimm, sex börn" ha ?? ; )
Kær kveðja,
Stella A.
Stella Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 20:23
Mikið dáðist ég að æðruleysi ykkar , þið eruð sannkallaðar hetjur og ekki síst hún Þuríður ykkar. Óska ykkur alls hins besta og vonandi fáið þið stærstu ósk ykkar uppfyllta að litla prinsessan ykkar verði aftur heil heilsu. Kveðja kona að norðan
kona að norðan (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 20:49
Þið eruð hetjur. Minnið mann á að ekkert er sjálfgefið í þessu lífi.
Ég vona svo sannarlega að Þuríður engillinn ykkar nái að sigrast á veikindum sínum.
Megi Guð og gæfan fylgja ykkur.
Bestu kveðjur Elísabet og fjölskylda í Keflavík
Elísabet Lovísa (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 21:15
Kæra fjölskylda. Okkur brá í brún að sjá skyndilega kunnugleg andlit á sjónvarpsskjánum í kvöld. Þið tókuð ykuur einkar glæsilega út og Þuríður er náttúrulega BARA falleg! Ekki síðri litlu grjónin tvö. Við sitjum útgrátin hérna hjónin og dáumst að ykkur. Segjum við hvort annað að við værum búin að gefast upp fyrir löngu. En innst inni vitum við að það er ekki satt. Þegar í harðbakkann slær og foreldrar standa frammi fyrir erfiðustu raun lífsins þá breytast þeir einmitt í það sem þið eruð. Hetjur.
Við biðjum Guð og alla engla heimsins að blessa og vernda litlu stúlkuna og hér verður kveikt á kerti fyrir hana það sem eftir er. Við hhöfum verið að lesa eldri færslur bæði á þessari síðu og þeirri gömlu. Einnig á barnalandi, þar sem að við erum búin að vera meira og minna ótölvutengd lengi, enda nýflutt. Það er dásamlegt að tónleikarnir hafi gengið svona vel og þeir voru snilldarhugmynd. Húrra fyrir Hönnu! Hvað þetta andstyggðar komment varðar þá verð ég að segja að þeir sem svona geta talað hafa líklega aldrei þurft að horfa á börnin sín þjást. Við eigum vinahjón sem eru í svipaðri stöðu og þið. Það bjargaði þeim að þau áttu útgerð sem þau gátu selt þegar að því kom að þau gátu ekki lengur unnið úti. Þau seldu kvótann og sjá fram á að geta þannig eytt tímanum með drengnum sínum. Þetta voru alls ekki neinir stórpeningar, en fólk fór að koma allt öðruvísi fram við þau.
Það er með ólíkindum hversu sjúkt fólk getur verið og grimmt þegar kemur að peningum. Einu sinni kom kona til vinkonu minnar, sem sér ekki fram á að hafa barnið sitt hjá sér mjög lengi og sagði: Já það er nú svona með þetta kvótafólk, selur allt í burtu og situr svo sjálft í gróða eftir að vera búið að selja atvinnuna úr byggðarlaginu. Þetta nota bene var ekki rétt því að kvótinn var seldur innanbæjar. En það skiptir ekki máli. Málið var það að hún var dónaleg og særandi. Sagði hluti sem voru andstyggilegir að segja við móður sem er í þessari stöðu. Vinkona mín sagðist svo gjarna mundu vilja skipta á peningunum og heilbrigði barna hinnar konunnar.
Þess má geta að vinkona mín missti barn úr sama sjúkdómi fyrir nokkrum árum, og þeim sem litli drengurinn hennar þjáist af. Það er hrörnunarsjúkdómur. Þetta vissi þessi ótrúlega smekk, og -taktlausa kona fullvel. Hún lét bara tilhugsunina um peningana ræna sig allri skynsemi.
Úff... nú er ég búin að skrifa hálfa ævisöguna... Jæja, mórall sögunnar er bara sá, að þeir sem ekki vita betur halda að peningar skipti öllu. Þetta er fólk sem ekki þekkir aðrar sorgir en þær fjárhalgslegu. Það sem þið eigið síst af öllu skilið að standa í núna er að hafa fjárhagsáhyggjur, eða að velta hverri krónu fyrir ykkur. Nú og einmitt nú er tíminn til að reyna að nota tímann og hafa það eins gott og mögulega er hægt með fjölskyldunni ykkar. Þið skulið aldrei, aldrei aftur hugsa um það hvað öðrum finnst um ykkar mál. Fólk hefur ekki rétt á að hafa á því skoðun, hvernig eða hvort þið eyðið ykkar peningum. Það myndi trúlega ekki vilja skipta við ykkur hvort eð er.
En nú ætla ég að koma kroppunum í rúmið, og kveikja svo á Þuríðarkertinu, biðja fyrir henni og ykkur öllum. Guð blessi ykkur kæra, fallega fjölskylda og´Slauga; sjálf er ég málfarsfasisti af verstu sort og ég fyrirbýð þér að taka mark á því að þú skrifir ekki nægilega vel til að blogga!!! Það er ekkert að blogginu þínu og maður getur ekki setið með orðabókina á hnjánum þegar maður á þrjú börn. Ég segi nú bara "skammasstuþínkonasemskrifarsvonaathugasemd!!!!"
Bestu kveðjur, Ylfa og Halli, Bolungarvík.
Ylfa og Halli (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 21:22
Elsku Áslaug og fjölskylda...var að slökkva á kastljósinu. Þið stóðuð ykkur frábærlega og mikið áttu yndisleg börn...ég er með stóran kökk í hálsinum og tárin í augunum...hugsa til ykkar á hverjum degi og bið til guðs um kraftaverk....haldið lífi í voninni. Kveðjur og knús frá okkur í Viborg...Ólöf og co.
Ólöf Guðrún Ólafsdóttir, 14.12.2006 kl. 22:02
Elsku fjölskylda.
Mikið stóðuð þið ykkur vel í kvöld, alveg eins og hetjur. Þuríður og þið fjölskyldan verðið ávalt í bænum okkar.
Kkv. Martha Jörundsd
Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 22:11
Það mikilvægasta sem þið hafið núna er vonin og hana megið þið aldrei missa!! Við Guðrún konan mín erum í nokkrum e-meil hópum á netinu þar sem fólk með heilakrabbamein eru að tala saman, segja frá sinni reynslu, og senda góða strauma milli hvers annars. Svo er auðvitað alltaf nýtt og nýtt fólk sem bætist á listann sem hafa nýlega verið greind, eða eiga maka, eða börn sem hafa nýlega verið greind. Þar sem þessi sjúkdómur er illvígur, þá hverfur alltaf annað slagið félagar okkar úr hópnum. En....... það er líka fullt af sögum af fólki, og ungum börnum sem að hafa verið gefnar litlar líflíkur hjá læknum sínum, en eru enn á lífi, og gengur mjög vel. Til dæmis Michael frá Ástralíu. Læknarnir hans sögðu honum að hann ætti bara 6 mánuði eftir ólifað.......... það var fyrir 18 mánuðum síðan. Hanns æxli hefur ekki stækkað, hann lífir góðu lífi. Svo er það Frank frá USA. Hann er búinn að fara í endalaust af lyfjameðferðum, og er búinn að fá alla þá geislameðferð sem hann getur mögulega fengið. Hans æxli er hefur ekki vaxið í 3ár. Honum gengur svo vel að hann þarf ekki að fara í tékk nema einu sinni á ári. Svona eru fjölmörg dæmi. Markmiðið með geislameðferðinni er að stoppa vöxtinn á æxlinu. Ég hef talað við nokkra af bestu heila-tauga læknum USA á þessu sviði, og þeir segja allir það sama. Það er þrennt sem getur gerst í geislameðferð. Nr 1. hún virkar ekki!. Nr. 2 hún hægir á vextinum. Nr. 3 hún stoppar vöxtinn. Læknarnir geta aldrei sagt fyrirfram um hvað kemur til með að gerast. Þeir geta hins vegar sagt þér hvað er líklegt til að gerast. Og það er eftir þeirra bestu vitneskju og það er þeirra skylda að láta ykkur vita af því. Hins vegar...... veit ég það líka að veðurfræðingar eru hámenntaðir menn. Þeir spá fyrir um veðrið. Þeir vita að ef að það er lægð við Grænland, þá er eitthvað ákveðið veður væntanlegt á Íslandi (vætanlega rok og rigning). En svo kemur þetta veður aldrei!!!!!! Það er ekki það að veðurfræðingarnir okkar séu lélegir. Það gerast bara hlutir sem þeir búast ekki við. Þetta er nákvæmlega eins með þá sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Stundum gerast hlutir sem að enginn býst við!!!! Það má kalla það kraftaverk (það er a.m.k. kraftaverk ef að það rignir ekki á Íslandi), það má kalla það heppni, og það má í raun kalla það hvað sem er. Það eina sem ég veit er núna á þessari stundu er engin ástæða að vera svartsýn varðandi framhaldið fyrir Þuríði. Þetta gerist allt skref fyrir skref. Hún er nýbyrjuð í geislameðferðinni, það er verið að reyna að hjálpa henni og við getum ekki farið fram á meira en það. Ég er gríðarlegur bjartsýnismaður að eðlisfari....vonadi eruð þið það líka. Haldið áfram að berjast. Þið kunnið að vera 0-3 undir í baráttunni núna. En leikurinn er langt frá því að vera búinn og það er enn möguleiki á sigri. (spyrjið bara þá sem halda með Liverpool!!) Jæja, þá get ég loksins farið að horfa á Kastljós á netinu. Baráttukveðjur.......keep the faith! Þórir Þórisson
Þórir Þórisson (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 22:20
Kæra Áslaug og Óskar. Þið eruð hetjur dagsins. Mikið ofboðslega stóðuð þið ykkur vel í kvöld í Kastljósinu. Ég hef reyndar alltaf lesið bloggið þitt Slauga og fundið hvernig þér hefur liðið í hvert og eitt skipti, þó ég þekki ykkur ekki neitt. En gullin ykkar eru yndisleg. Til hamingju með nýju íbúðina hún lítur mjög vel út. Mikið svakalega eruð þið dugleg að vera búin að flytja og skreyta. Ekki gefa upp vonina með Þuríði Örnu ykkar. Þið eruð í bænum mínum daglega og það breytist ekki í bráð. Guð veri með ykkur og gefi ykkur meiri styrk.
Kveðja Linda Birna.
Linda Birna (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 22:45
Elsku fjölskylda,
viðtalið við ykkur í Kastljósinu var yndislegt. Það var gaman að sjá og heyra hversu sterk og samheld þið eruð og sjá öll fallegu börnin ykkar. Ég var að vinna á Barnaspítalanum og man ennþá eftir Þuríði - hún var alltaf svo kát og glöð, ótrúlegt sjarmatröll.
Ég óska ykkur alls hins besta í baráttunni.
Dísa (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 22:58
Kæra fjölskylda...Var að horfa á Kastljósið...þið voruð alveg hreint frábær og enn og aftur dáist ég að styrk ykkar Og mikið var hún Þuríður ykkar Arna dásamleg þegar hún söng ..þá trítlaði tár. Hér á þessu heimili er oft talað um hana Þuríði, Óskar okkar sér sko um það .Þið eruð ávallt í bænum okkar og verðið áfram. Megi allir englar himinsins vaka yfir ykkur og litlu hetjunni ykkar.
Kær kveðja
Helga Björg , Óskars og Sigrunar Birtu mamma
Helga Björg (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 23:00
Mikið stóðuð þið ykkur vel í kastljósinu og bara yfir höfuð standið ykkur einsog hetjur.
Mikið finn ég til með litlu stelpunni ykkar og ykkur að þurfa að ganga í gegnum þetta.. en hún á frábæra foreldra sem gera allt sem þeir geta fyrir hana, það sést langar leiðir :) Hún Þuríður er ekkert smá falleg, algjör prinsessa! Ég bið fyrir ykkur og bið um kraftaverk handa ykkur, þið eigið það svo sannarlega skilið!!!
Bestu kveðjur, Hanna, ókunnug.
Hanna (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 23:31
Þið stóðuð ykkur eins og hetjur í Kastljósinu eins og alltaf. Þið eruð öll ótrúlegar hetjur.
Þið eruð alltaf í mínum bænum.
Kveðja Erna Hafnes og fjölskylda
Erna Hafnes (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 00:11
Elsku fjölskylda!
Ég sá ykkur í Kastljósinu og þið eruð ótrúlegar hetjur. Það er ekki annað hægt en að líta upp til ykkar allra.
Hún Þuríður Arna verður í mínum bænum. Ég sendi ykkur öllum fallegar hugsanir og jákvæða strauma. Og knús til knúsustelpunnar
Hvað maður gæfi ekki til að hjálpa svona fallegri og yndislegri stelpu!
Gangi ykkur óendanlega vel!
Sigga (ókunnug) (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 00:20
Elsku Áslaug og Óskar.
Var að horfa á Kastljósið og mikið rosalega stóðuð þið ykkur vel. Þið eruð svo sannarlega öll hetjur í mínum huga. Þuríður alltaf jafn yndisleg.... frábær gjöfin frá KB banka.. fallegt af þeim.. Haldið áfram að vera jafn frábær og þið eruð
Knús til ykkar allra
Lilja Kr.
Lilja Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 00:35
Þið stóðuð ykkur öll frábærlega í Kastljósinu í gærkvöldi og snertuð örugglega alla sem fylgdust með djúpt með hugrekki ykkar og æðruleysi. Þuríður er heppin að hafa fæðst inn í ykkar fjölskyldu (og þið auðvitað jafnheppin að hafa eignast hana). Guð og gæfan fylgi ykkur. Jólakveðja, Álfheiður
Álfheiður (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 08:44
Kæra fjölskylda.
þið stóðuð ykkur svo vel í Kastljósinu, og alveg ótrúlegt hvað þið eruð sterk. Þuríður Arna var alveg ótrúleg, hún er svo falleg, og auðvitað hin börnin ykkar líka.
Mikið er þetta erfitt, að standa í þessum sporum, sem betur fer hef ég aldrei þurft að standa í svona sporum og bið til Guðs að þurfa þess aldrei. En ég finn til með öllum sem þurfa að horfa á börnin sín þjást.
Ég vona svo heitt að litla stelpan ykkar fái þetta kraftaverk sem hún þarf á að halda, og að þið fáið að hafa hana alltaf hjá ykkur.
Guð gefi ykkur gleðileg jól, og vonandi hafið þið það öll gott um jólin.
sunna (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 08:49
Kæru vinir. Sammála öllum þeim skrifum hér að ofan. Við höldum áfram að biðja fyrir Þuríði. Kveðja úr Hólminum.
María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 08:57
'Eg sá ykkur í kastljósinu í gær....Þvílíkar hetjur !!! Megi góður guð bænheyra ykkur !!!!! þið eruð í mínum bænum. Trú, von og kærleikur fylgi ykkur um alla framtíð. Kveðja Halldóra
Halldóra (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 10:29
VÁ þið eruð hreint ótrúleg verð ég að segja :) það hefði engin staðið sig betur í þessu viðtali... :)
þið eruð algjörar hetjur... :)
flott framtak hjá KB banka og njóttu vel elsku Þuríður Arna...
Þórunn Eva og Jón Sverrir
Þórunn Eva (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 12:18
Mikið ótrúlega stóðuð þið ykkur í kastljósinu kæru hjón Sat dáleidd með tárin streymandi að horfa og hlusta á ykkur! Þið eruð sannkallaðar hetjur öllsömul og yndisleg börn sem þið eigið! Sendum stórt knús úr Hafnafirðinum og vonumst eftir kraftaverki eins og allir aðrir
Kv Sólveig, Kalli & dætur
Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.