13.7.2009 | 20:33
Lífið þessar vikurnar
Ég hef engan veginn nennt að blogga eitthvað af viti síðustu vikur enda við líka búin að vera á ferðinni um landið og haft það skemmtilegt. Allir ofsalega hressir sérstaklega má ég nefna hana Þuríði mína en hún er búin að vera einstaklega hress og það er allt svo skemmtilegt hjá henni. Hún hefur haft orku í margt sem hún hafði ekki fyrir ekki svo mörgum mánuðum og það er alveg yndislega gaman að fylgjast með þessum orkubolta. Hennar uppáhald þessa dagana er "mama mía" og á það getur hún hlustað endalaust, sungið og dansað með, alveg gargar af gleði ef það kemur í útvarpinu. Bara yndislegust!! Einn daginn munum við skella okkur á "mama mia" show eða eftir nokkur ár í London.
Eintóm hamingja hjá Þuríði minni.
Theodór minn er líka hress og hans draumur var að eignast "Silver" sem er gel í hárið sem hann Logi í handboltanum var að "framleiða" og að sjálfsögðu var honum gefið það.
Hérna er töffarinn með "silver" sitt og auðvidað búinn að skella smotterí í hárið. Þessi drengur er mikill gaur en samt með oggupínu lítið hjarta og ef hann fengi að ráða væri hann í skyrtu og bindi alla daga hehe.
Hinrik minn Örn er orðinn mikill mömmupungur og setur þennan fallega stút upp ef mamman hverfur eða e-h annar heldur á honum en ég hehhe. Hvernig ætli hann verði eftir veturinn þegar hann verður einn alltaf með mér, úúbbbbss!!
Hérna er ODdný Erla mín og Hinrik Örn minn en hún er mikil "mamma" og elskar að "tuskast" með hann og honum finnst það heldur ekkert leiðinlegt. Oddný mín er líka hress og kát og finnst alveg yndislega gaman að vera í sumarfríi og telur væntanlega í að hún fari í skóla en það ennþá ár í það.
Ég mun halda áfram í skólanum í haust en ég var búin að velta því fyrir mér hvort ég ætti að gera það vegna ýmsa ástæðna en hef komist að þeirri niðurstöðu að ég ætla vera áfram í þessu fjarnámi mínu og stefni að sjálfsögðu á útskrift að ég held næsta vor.
Það er eitt svo "skrýtið" sem tengist veikindum hetju minnar en þegar gengur frekar erfiðlega eða henni líður sem verst þá reynum við Skari að halda sem mest höfði og erum dugleg að gera eitthvað saman en þegar það gengur svona vel einsog það gerir í dag þá gleymum við okkur algjörlega og auðvidað fer maður þá að sakna tíma með hvort öðru. Það er ekki einsog við eigum erfitt með að fá pössun eða þess háttar maður bara gleymir sér. Að sjálfsögðu á það ekki að vera svoleiðis og það getur verið alveg jafn "hættulegt" og þegar henni líður sem verst. Maður hugsar að sjálfsögðu alltaf fyrst og fremst um börnin og að þeim líði sem best og reynir að gera sem mest með þeim því maður veit aldrei hvað gerist á morgun en jú við megum samt ekki gleyma okkur, hvar væru þau án okkar? Þó svo maður elski börnin sín útaf lífinu þá megum við ekki gleyma okkur hvort sem það eru foreldrar sem eru í sömu stöðu og við eða eiga heilbrigð börn.
Núna ætla ég að eyða kvöldinu með litlu rjómabollunni minni (Skari útá palli að lakka)en öll hin eru sofnuð eftir æðislegan dag, borðuðum útí garði bæði hádegis og kvöldmat, tókum langan göngutúr um Laugardalinn og svo lengi mætti telja. Hafið það yndislega gott og ekki gleyma ykkur sjálfum.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
219 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingu með afmælið.
Líði ykkur sem best.
Ingibjörg
Ingibjörg (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 21:35
Æðislegt allt saman, og það er yndislegt að fylgjast með ykkur. Haldið áfram að njóta elskurnar ;) Það sem þú ert að tala um held ég að þegar gengur svona vel með Þuríði og alla að þá komi slökun og smá kæruleysi ( er ekki að tala um kæruleysi í orðsins fyllstu merkingu ) heldur einverskonar að sleppa fram af sér beislinu, æ vona þið vitið hvað ég á við " en þegar "illa" gengur þá eruð þið svo samheldin og samrímdari og það er það sem þið saknið í þessu þegar vel gengur, þessi samheldni.
Vona að ég hafi komið þessu til skila svo það skiljist. En samt sem áður er bara yndislegt að fylgjast með ykkur esskurnar ;) Bara áfram gott gaman og njóta ;)
Aprílrós, 13.7.2009 kl. 22:49
Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil. Svona getur maður sungið og gert þegar allt er eðlilegt. Og sem betur fer virðist einmitt allt vera orðið hjá ykkur þannig, þ.e. eðlilegt.
Nema ég hef alltaf sagt að þið gerið alveg extra mikið með börnunum ykkar, sem er auðvitað æðislegt fyrir ykkur öll.
En þá er það einmitt þetta með að þið Skari gerið eitthvað bara tvö, rómó og huggó, en úbs,, þá kannski yrði til 5 barnið. Því eins og þú hefur sjálf sagt oft að þá þarf ekki mikið til.
Og þá færi nú alvarlega að þrengja að í húsinu eins og þú segir líka sjálf. Þannig að það þarf að ganga hægt um gleðinnar dyr, eins og allir vita.
Sendi ykkur öllum kærar kveðjur, þið eruð svo falleg og fín.
Frá Sólveig
Sólveig (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 12:03
Knús..
Halldór Jóhannsson, 14.7.2009 kl. 21:48
Gaman að sjá hvað allt gengur vel. Er mjög sammála þér með að foreldrar mega ekki gleyma að rækta sambandið sín á milli. Gaman að heyra hvað þið eruð meðvituð um það, gangi ykkur vel áfram.
iris (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 23:17
Knús og kossar og ljúfur faðmur....:O)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.7.2009 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.