Leita í fréttum mbl.is

Frábær stuðningur - til okkar ALLRA

Óskar skrifar:

Eins og við höfum oft nefnt þá njótum við einstaks stuðning vina og ættingja sem eru tilbúnir til að klífa fjöll fyrir okkur á hverjum degi og verður sú aðstoð og sá stuðningur sem við fáum seint fullþakkaður. 
En við fáum líka frábærann stuðning frá fólki sem við þekkjum ekki neitt - fólki sem hefur haft samband við okkur og þakkað okkur fyrir að segja sögu okkar með þeim hætti sem við höfum gert að undanförnu.  Margir hringja, senda tölvupóst og sms og aðrir koma í heimsókn til okkar.  Sumir hafa haft samband og látið okkur vita að þeim langi til að færa Þuríði gjafir, eitthvað sem gleður hana, sem það hefur og sannarlega gert.  Allt hefur þetta fært okkur Áslaugu ómælda gleði og það er okkur ólýsanlega dýrmætt að sjá gleðina í augum Þuríðar okkar þessa dagana.

En það er eitt sem mig langar að nefna, hlutur sem við fundum mikið fyrir í gær.  Það hafði nefnilega samband við okkur maður sem ekki vildi láta nafns síns getið en langaði til að færa Þuríði gjöf. glæsilega gjöf sem Þuríður mun njóta vel og lengi.  Þessi maður sem kom svo við hjá okkur í gær á heiður skilið fyrir að finna fyrir áhyggjum af og bregðast við hlut sem við vorum farin að hafa smá áhyggjur af.
Málið snýst um hana Oddnýju Erlu okkar - yndislegu litlu stúlkuna sem er bara tveggja og hálfs árs gömul.  Í gær fundum við svo vel fyrir því að henni finnst hún vera útundan.  Við sögðum þeim Oddnýju og Þuríði frá því að það væri að koma í heimsókn maður sem ætlaði að færa Þuríði gjöf  "...og Oddnýju líka" sagði hún þá.  Greyið mitt litla finnur það svo sterkt þessa dagana að Þuríður er að fá mikla athygli.  En það sem þessi maður gerði var að hann fann það þegar hann kom að Oddný var eitthvað leið og stuttu eftir að hann fór frá okkur hringdi hann aftur og lét okkur vita að honum langaði til að færa henni samskonar gjöf.  Þetta fannst okkur meiriháttar gaman að heyra og erum viðkomandi óendanlega þakklát.  Og svipurinn sem kom á hana Oddnýju mína þegar ég sagði henni að maðurinn ætlaði að koma aftur og gefa henni líka.... hún var svo ánægð.

Oddný litla hefur átt soldið erfitt síðustu daga, er mjög lítil í sér og gerir allt til að fá athygli - bera veggirnir í herbergi hennar þess glöggt merki.  Áslaug er dugleg að reyna að sinna henni og gera með henni ýmsa hluti - bara þær tvær og líður Oddnýju greinilega mjög vel þegar þær eru bara tvær saman.  Reyndar líður henni líka mjög vel þegar við erum bara tvö saman en Áslaug nær greinilega betur til hennar.

Við biðjum nú yfirleitt ekki um neitt og viljum alls ekki vera með neina tilætlunarsemi en samt langar mig til að óska eftir því að ef einhverjum langar til að gleðja Þuríði okkar (sem okkur þykir sannarlega vænt um), að gleyma ekki henni Oddnýju Erlu.  Það er svo sárt að sjá sorgarsvipinn á henni þegar Þuríður er svona glöð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fylgist nú reglulega með ykkur en hef aldrei kommentað áður. Mér fannst þetta bara svo fallegt eitthvað og svo maður eitthvað meyr svona rétt fyrir jólin.

Greinilega rosalega góður maður þarna á ferð, ég vildi að ég gæti prinsessunum og prinsinum eitthvað en hugurinn til ykkar verður að duga í bili :(  Samt alveg rétt að það er sárt að gleðja eitt barn og valda öðru sorg, þær eru náttla báðar prinsessur sem eiga það erfitt hvor á sinn hátt.

Gleðileg jól! kv Ásdís

Ásdís (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 12:03

2 identicon

Ég kommenta þegar ég hitti ykkur en langar að minnast á eitt. Það er ekki gott að lesa þennan texta. Hann er allur á ská.

Garðar Örn Hinriksson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 12:14

3 identicon

Kæra fjölskylda

 

Tinna og Íris heitum við og erum umsjónarkennarar í 8.bekk í Borgaskóla í Grafarvogi.

Við höfum alltaf pakkaleik á litlu jólunum í skólanum og ákváðum núna í ár að hafa einungis pínulítinn pakka og í staðinn viljum við gleðja ykkur. Við erum með smá jólapakka sem við viljum færa litlu systkiunum og vorum að velta því fyrir okkur hvernig væri best að koma gjöfunum til ykkar.

 

Kærar kveðjur

 

Tinna og Íris (tinnaag@borgaskoli.is)

 

Tinna Ástrún (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 13:10

4 Smámynd: katrín atladóttir

en góður maður:)

þið komuð rosalega vel út í DV, þið eruð snillar

katrín atladóttir, 19.12.2006 kl. 10:09

5 Smámynd: Helga Linnet

Ofsalega var þetta fallegt af þessum manni að gera þetta. Ég er alveg sammála því eftir að hafa gengið í gegnum svona ferli að hitt systkinið "gleymdist" í þessum bardaga. Hún ber þess enn bætur í dag þrátt fyrir að langt sé liðið svo ég skil vel þessa hugsun hjá ykkur varðandi litla skottið hana Oddnýju Erlu. Best er að byrgja brunninn strax svo ekki verði skaði sem kemur fram síðar meir.

Vonandi eigið þið góðar stundir um jólin. Verð ávallt með ykkur í huganum.

Helga Linnet, 19.12.2006 kl. 10:27

6 identicon

Sæl kæra fjölskylda

Er með eina 18 mánaða sem langar að fá að koma örlitlum pökkum til systkynanna ef hún má.  Höfum fyrir venju að gefa þó það sé kannski ekki mikið, eitthvað þar sem er þörf á því og langar okkur að leyfa litlu krílunum ykkar að gleyma sér töfrum jólanna. 

Ef þetta er eitthvað sem er í lagi ykkar vegna, endilega látið mig vita hvert ég get skilað pökkunum.  Fer erlendis á morgun en get látið einhvern koma þeim áleiðis eftir það einnig.

kær kveðja

Lilja

Lilja (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 19:01

7 identicon

Við erum heima, getur sent mail á aslaugosk@simnet.is og þá get ég gefið þér adressuna okkar vill ekki gefa hana hérna á netinu.
Kveðja
Áslaug Ósk

Áslaug (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband