Leita í fréttum mbl.is

Lífið er yndislegt en ekki hvað.

Við fengum nú reyndar ekki fyrr en í gær niðurstöðurnar úr myndatökunum og fórum svo á fund í morgun með læknunum.  Jú fengum þær yndislegu frábæru fréttir að æxlið hefur ekkert stækkað en heldur ekki minnkað, stendur sem sagt alveg í stað síðan í janúar.  Auðvidað hefðum við viljað sjá áframhaldandi minnkun en við erum alveg í skýjunum yfir þessu, blaðran sem var að vaxa mikið inní æxlinu er nánast horfin (sem stækkaði mjög hratt á sínum tíma) en það eru ennþá "illkynja frumur" inní æxlinu sjálfu en samt engin stækkun.  Vúúúhúú!!  Bara flott!!  Þannig núna ef Þuríður mín hefur áfram að vera svona kát og hress (sem hún ætlar að sjálfsögðu að vera) ætlum við ekki að fá neinar myndatökur fyrr en eftir 9-12 mánuði.

Strax í kvöld höldum við áfram að minnka flogalyfin hennar og munum taka veturinn í að taka þriðju (af fjórum) lyfin af henni, fyrir tveimur árum síðan hefðum ALDREI geta dreymt um þessa stöðu þar að segja vera minnka lyfin þar sem hún var síkrampandi og alfjörlega útur heiminum.  Hún hefur meir að segja hvorki lengst né þyngst í tvö ár en í sumar hefur hún lengst og þyngst um þrjá cm og þrjú kg.  Geri aðrir betur!!  Grin Það er bara eintóm hamingja á þessum bæ.
P8123984 (Small)
Hérna er flotta hetjan mín að "máta" einn kettling og hún bíður svakalega spennt eftir að byrja í skólanum eftir helgi.  Hún vorum einmitt að rölta í kringlunni áðan þegar hún byrjaði að suða um að ég keypti snyrtidót handa sér ehhe og varð alveg brjáluð þegar ég vildi ekki kaupa það hehe.  Yndislegust!!  Ekki seinna vænna að fara mála sig.

Pælið í því en núna eru alveg að koma fimm ár síðan hetjan mín veiktist fyrst, við erum búin að berjast í heil FIMM ár.  Þuríður mín þekkir ekki neitt annað, þetta er búið að taka virkilega mikið á bæði á okkur og hana.  Öll hennar lyf hafa "skemmt" dáltið mikið fyrir henni bæði líkamlega og andlega séð en hey það mun ekki taka svo mörg ár að vinna það upp, bara á meðan hún er hamingjusöm þá erum við það líka.  Þó svo hún geti ekki alveg einsog jafnaldrar hennar þá er hún ö-a betri en þau í e-h öðru, hún hefur allavega upplifað heilmikið sem þau myndi ekki vilja upplifa og það hefur ö-a kennt henni heilmikið hvað þá okkur.  Þetta líf er ekki sanngjarnt.

Núna ætlar Þuríður mín að byrja byggja sig upp, förum á fullt í sjúkra- og iðjuþjálfun og svo sundið.
Munið bara GETA, ÆTLA, SKAL!!

Við hjónakornin ætlum að fagna þessum fréttum og setja ÖLL börnin (Hinrik fer í sínu fyrstu næturpössun) í næturpössun um helgina og kíkja á tjúttið en það eru nokkur ár síðan það var gert á þessu heimili þar að segja farið á "tjúttið".  Vúúhúúú, hlakka mikið til!LoL

Lífið er yndislegt!!  ....þökkum bara fyrir það að hafa hvort annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru yndislegar fréttir! Halda læknarnir að krabbameinslyfin virki svona vel fyrir hana?

Ragnhildur (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:00

2 identicon

Þetta er frábærar fréttir og kraftaverkið hún Þuríður Arna heldur áfram að koma öllum á óvart - yndislegt.

Knúskveðjur til ykkar allra frá okkur

p.s. Njótið tjúttsins.... LOVE IT

Sigrún og co (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:04

3 identicon

Frábært, yndislegt að heyra :) Njótið þess að skemmta ykkur um helgina! Bara gaman :)

Ragnhildur, ókunnug (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:17

4 identicon

Kæra fjölskylda!

Mikið eru þetta dásamlegar fréttir!  Máttur bænarinnar er sterkur og það er kraftur í Þuríði litlu (þetta fylgir nafninu!!).  Haldið ótrauð áfram með trú, von og kærleika að leiðarljósi.

Kær kveðja frá einni Þuríðinni sem fylgist með nöfnu sinni

Þuríður V. (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:32

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl kæra fjölskylda.

Ég veit ekki hvað ég gáði oft í gær að bloggi frá ykkur og var bara ekki róleg. Mikið er ég glöð með þessar frábæru fréttir af þessari duglegu stelpu. Það er líka svo mikið ykkur að þakka öllum í fjölskyldunni að hún hefur náð þessum frábæra bata.

Skemmtið ykkur virkilega vel um helgina og njótið þessa að vera til og vera saman.   

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.8.2009 kl. 15:48

6 identicon

Yndislegast    Njótið lífsins ofurhetjur

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:52

7 identicon

Tek undir með Hólmfríði, svona var ég í gær. En núna svona . Samgleðst ykkur innilega. Góða skemmtun um helgina.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:13

8 identicon

Ég var bara farin að hafa áhyggjur. Frábærar fréttir þökkum Guði fyrir þær, njótið lífsins saman elsku fjölskylda.

Kristín (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:16

9 Smámynd: Elsa Nielsen

Hún er náttúrulega bara flottust hún Þuríður Arna!!!

Hlakka til að tjútta með ykkur um helgina :)

Elsa Nielsen, 20.8.2009 kl. 16:33

10 identicon

Jeeeeeeeeeeessssssssssss !  Til hamingju þið eruð æði.

Ókunnugur (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 17:05

11 identicon

Þekki ykkur ekkert en fylgist alltaf með og sendi ykkur sterkustu strauma sem ég mögulega get. Til hamingju, ég vissi að þetta yrði svona frábært.

Dísa G (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 18:18

12 identicon

ÚFFFFF hvað ég er glöð að lesa þessar góðu fréttir. Ég var orðin verulega kvíðin að heyra ekkert því ég bjóst við því daginn eftir. En Guði sé lof og prís.

Nú er sko ástæða til að tjútta, sem aldrei fyrr.

Sendi ykkur eintómar gleði- og hamingjuóskir.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 18:36

13 identicon

Frábærar fréttir! Innilega til hamingju með þær! Njótið lífsins öll sömul, þið eruð frábær!

ókunnug (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 19:55

14 identicon

Vá ... frábært :) Til hamingju öll :) Gangi ykkur vel áfram !

ókunn (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 20:38

15 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Tjúttið vel kæru hjón....eigið það skilið.....en Sálin??jæja hún er þín hljómsveit.....

Þuríður er náttúrulega bara kraftaverkabarn.....Kveðja

Halldór Jóhannsson, 20.8.2009 kl. 21:14

16 identicon

Kæra fjölskylda INNILEGA TIL HAMINGJU með þessar frábæru fréttir hún Þuríður Arna er greinilega gangandi kraftaverk. Njótið þess að eiga þessa fallegu gullmola ykkar ( sem þið greinilega kunnið og gerið) þið eigið bara allt fallegt og gott skilið  því þið eruð dásamlegir foreldrar.

 Kær kveðja 

Sigríður ( ókunnug kona)

Sigríður (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 21:44

17 identicon

go go go girl - æðislegar fréttir :)  

.....er löt að kvitta en les alltaf. góða skemmtun um helgina :)

Hrundski (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 21:56

18 identicon

Ég er svo innilega glöð fyrir ykkar hönd. Þið eigið það svo sannarlega skilið að fá góðar fréttir um Þuríði Örnu. Gaangi ykkur allt í haginn.

Olga Clausen

Olga Clausen (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 22:32

19 identicon

Til hamingju yndislegar frettir, gangi ykkur allt i haginn!

Kv. Hulda Gunnarsdottir 

Hulda Gunnarsdottir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 22:34

20 Smámynd: Aprílrós

Oh en yndislegt að Þuríður dafnar og kemur okkur öllum sífellt á óvart. Ég tek undir einni þarna fyrir ofan að máttur bænarinnar er sterkur og hefur gífurleg áhrif.  Sendi ykkur ljós og kærleik áfram elsku fjölskylda og þið eigið það svo sannarlega skilið að fá að tjútta og njótið þess elskurnar .

Aprílrós, 20.8.2009 kl. 23:32

21 identicon

Bara góðar fréttir og yndislegt að lesa. Vissi að  þetta yrði í lagi, máttur bænarinnar er svoooo sterkur   Njótið þess að setja alla í pössun og tjútta

Guðsblessun í bæinn 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 10:47

22 identicon

Kæra fjölskylda, innilega til hamingju með þessar fréttir.  Ég fylgist alltaf með ykkur og dáist að þinni heilbrigðu sýn á lífið, Áslaug, heimurinn væri betri ef fleiri hugsuðu eins og þú. Ég þekki vel þennan hnút í magann við að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum, í mínu tilfelli voru niðurstöðurnar alltaf slæmar og því samgleðst ég ykkur svo innilega. Megi kraftaverkin halda áfram að gerast

Birna (ókunnug) (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 11:13

23 identicon

Til hamingju með þetta þetta er frábært .Ég hef fylgst með ykkur allan tíman . En fyrsta skipti sem ég commenta það er ekki hægt annað núna 

Erla (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 11:51

24 identicon

Kæra fjölskylda..

til hamingju með góðu fréttirnar!! Þetta er yndislegt..hún er svo mikil hetja. Gangi ykkur vel áfram.

Njótið helgarinnar í botn.

kv,

Ragga (Birnusystir)

Ragga (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:55

25 identicon

Til lukku  kæra fjölskylda. Njótið öll helgarinnar. Kveðja Þorgerður.

Þorgerður (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 16:34

26 identicon

Yndislegt alveg, hún er nú meiri hetjan hún Þuríður :*

GG (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 18:58

27 identicon

Frábært að heyra þessa góðu fréttir , njótið helgiarinnar , hún og þið eru Kraftaverk

Dagrún (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 20:16

28 identicon

Innilegar hamingjuóskir með þetta.  Ég var eins og fleiri, alltaf að bíða eftir fréttum en svo loks þegar ég sá þær hafði ég ekki tíma til að skrifa.  Þetta eru æðislegar fréttir!  Ég er viss um að helgin hefur verið æðisleg hjá ykkur öllum.  Þið í tjúttinu og börnin í pössuninni.  Gangi ykkur áfram svona vel, Ásdís (ókunnug).

Ásdís (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband