Leita í fréttum mbl.is

Gáfu fjölskyldu langveikrar stúlku af getraunavinningnum

Þessi texti var fyrirsögn á www.mbl.is í dag en við Þuríður mættum niðrí framheimili í morgun og tókum við styrk sem þeir gáfu til styrktar Þuríðar minnar.
 
Þessi texti fylgdi:  "Nokkrir áhangendur íþróttaliðsins Fram fengu þann stóra fyrir skömmu þegar þeir fengu þrettán rétta í 1x2 getraunaleiknum með kerfi sem þeir höfðu tekið sig saman um að veðja á. Þegar þeir duttu í lukkupottinn ákváðu þeir að láta hluta af fénu renna til góðs málefnis og styrktu í Framheimilinu í dag fjölskyldu ungrar krabbameinssjúkrar stúlku."
fram
Knús og kossar til ykkar allra frammarar, þarf ég sem sagt að fara skipta KR-búningnum út fyrir Fram-búninginn eheh!!

...farin að skreyta jólatréð og ég held að hún ODdný mín sé alveg að missa sig úr spenningi en Þuríður mín og Theodór eru sko sofnuð höfðu ekki meiri orku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar bara til ad óska ykkur Gledilegra Jóla og hafid tad sem allra best. Kvedja Hulda Þórs.

Hulda Þórsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 01:39

2 identicon

Frábært  Njótið vel - þið eigið það fyllilega skilið. Mig langar líka til nefna að mér finnst frábært hvað þú ert dugleg við að skrifa á síðuna. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Vona að Þuríður haldi áfram að vera svona hress og glöð og njóti jólanna í botn.

Gleðileg jól til ykkar allra og takk fyrir að fá að eiga hlutdeild í lífi ykkar  Það hefur gefið mér ótrúlega mikið.

Bestu kveðjur Ólöf

Ólöf (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 02:27

3 Smámynd: Elsa Nielsen

Elsku Áslaug og fjölskylda.

Gleðileg jól og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar - njótið vel :)

Knús - Elsa og fjölskylda

PS: svo kemur "veggglaðningur" fljótlega ;)

Elsa Nielsen, 24.12.2006 kl. 12:23

4 identicon

Æðislegt njótð vel þið eigið það svo sannarlega skilið elskurnar.. :) gleðileg jól koss og knús Þórunn og Jón Sverrir

Þórunn Eva (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 14:26

5 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Njótið jólahátíðarinnar og hafið sem yndislegasta daga saman.  Gleðileg jól og gott nýár.

Jólakveðjur og jólaknús,

Stella A.

Stella Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 15:23

6 identicon

Gaman að heyra af þessum glaðningi, enda eruð þið vel að hounum komin. Vona að gærkvöldið hafi verið gott hjá ykkur og ég sendi ykkur síðbúnar jólakveðjur. Gleðileg jól öllsömul

gunna (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 16:09

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Fólk geta verið svo góð... Núna er ég Framari  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.12.2006 kl. 10:58

8 identicon

Sæl öll.  Vona að allt hafi gengið vel hjá ykkur yfir jólahátíðina og að Þuríður hafi notið hennar (og þið öll að sjálfsögðu).  Frábært hjá þessum Frammönnum en ég held ég haldi áfram með Snæfell í körfu og ÍA í fótbolta he he.  Bestu jólakveðjur  Mæja og fjölskylda

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband