27.12.2006 | 09:42
Nokkrar línur
Jólin hafa verið yndisleg hjá okkur fjölskyldunni, þá meina ég öllum. Þuríður Arna mín er búin að vera súperhress, naut sín í botn að opna alla pakkana sína sem voru rosalega margir. Systurnar voru ótrúlega góðar á aðfangadag, hjálpuðust að að raða pökkunum undir tréið og létu þá alveg í friði þanga til þeim var rétt til að opna og litli skriðdrekinn minn hann Theodór hefur meir að segja látið þetta allt saman vera. Hefði nú reyndar ekki trúað því á drenginn þar sem hann er algjör gaur en þau koma manni alltaf meira og meira á óvart þessi snillingar. Stelpurnar sátu bara einsog einhverjar prinsessur sem þær eru nú ehe og biðu eftir að þeim var rétt pakkarnir, ótrúlega góðar og yndislegar.
Þessi jól voru sem sagt æðisleg, gott að fá að njóta svona góðra jóla með Þuríði minni og hinum einsog ég hef oft sagt áður þá voru tvö síðustu ár hjá henni Þuríði minni um jólin mjög slæm. Uppdópuð og gat ekki notið neins þannig þetta hefur verið alveg yndislegt.
Pælið í því að í dag eru 12dagar síðan Þuríður mín krampaði síðast og engin skilur neitt þá síst læknarnir einsog oft áður, þetta er alveg æðislegt!! Þótt henni líði svona vel þá er einhver hnútur í maganum mínum, æjhi mér kvíður samt fyrir næstu dögum/vikum því ég er svo hrædd um að þetta sé lognuð á undan storminum. Æxlið getur nefnilega núna farið að bólgna eftir geislana og þá versna kramparnir "tífalt" og þá verður hún líka slæm en ég ætla samt að halda áfram að njóta þessa góðu daga sem eru æðislegir.
Það er svo margt að hlakka til þannig ég ætla að reyna halda áfram að hlakka til skemmtilegu hlutana sem koma á næstu dögum og ég segi ykkur kanski frá þeim á næstu dögum. Góðar jólagjafir sem við höfum fengið frá nokkrum "jólasveinum", vííííí!!!
...farin að sinna börnunum, ég lét nefnilega stelpurnar vera í fríi milli jóla og nýárs í leikskólanum. Ætlum bara að njóta þess að vera saman án þess að þurfa fara uppá spítala á hverjum degi, þannig næsti leikskóladagur verður ekki fyrr en 3.janúar.
"Kristín Amelía, hún Oddný Erla mín fékk baby born dúkku í jólagjöf og veistu hvað hún skírði hana, jú Krístínu Amelíu eheh". "Það er greinilega orðin söknuður á þessi heimili".
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HÆ HÆ ÁSLAUG OG CO... :)
gaman að lesa hvað þið höfðuð það gott og hafið það gott og að þið hafið verið ánægð með gjafirnar... :)
koss og knús Þórunn og Jón Sverrir
GLEÐILEGA HÁTÍÐ
þórunn Eva (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 14:04
Ágæta fjölskylda. Umfjöllunin í DV vakti athygli mína. Ég veit að það reynir mikið á við svona aðstæður. Ég veit að það skiptir kannski ekki öllu máli að einhver úti í bæ sendi ykkur hlýjar hugsandir en ég geri það samt.
Gangi ykkur vel og megi guð vera með ykkur
Sveinn Ingi Lýðsson, 27.12.2006 kl. 14:22
Váá frábærar fréttir :-)
Eigið svo sannarlega skilið að njóta hátiðanna sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðilega jól guð veri með ykkur kærar kveðjur Guðrun,Jói og dætur
Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 19:21
Ég trúi því að það skipti stóru máli að ókunnugt fólk sendi hlýjar kveðjur... Stundum nægir að vita það að fólk hlusti... bara hlusti.
Ég "hlusta" á hverja færslu
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.12.2006 kl. 22:45
Engin flog!!!!..... það er nú aldeilis frábært. Það þýðir greinilega að geislameðferðin hefur haft jákvæð áhrif. Það er alveg rétt hjá þér að það gætu farið að koma fram bólgur við svæðið þar sem æxlið er staðsett,en..................... það getur líka vel verið að það komi ekki fram neinar bólgur!!!!!
Njótið Lífsins!
Þórir
Þórir Þórisson (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 23:21
Hún Stella sem vinnur á Hofi hringdi í mig og sagði mér frá skrifunum þínum um Baby Born dúkkuna og ég fékk bara tár í augun. Hún Oddný Erla mín er nú engri lík. Hún er yndisleg lítil vinkona sem ég sakna mikið. Ég er búin að fylla fallega vagnin minn af konfekti yfir jólin og horfi á hann með hugsun til ykkar allra. Frábært að heyra með eldri vinkonu mína. Það var svo sannarlega komin tími á að hún fengi yndisleg góð jól með ykkur. Njótið ykkar vel í fríinu. Stefni á að kíkja á ykkur fljótlega á nýju ári ef það er í lagi;) Knúsaðu Oddnýju Erlu fyrir nafnið og hin fallegu börnin þín líka. Kær kveðja Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 01:04
Alltaf velkomin Kristín mín Amelía, gvvvuðð mér finnst ég vera tala við dúkkuna eheh!!
Áslaug Ósk Hinriksdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.