Leita í fréttum mbl.is

Eitt er víst .....

....að ég myndi ekki höndla meiri veikindi hjá börnunum mínum.  Theodór minn þarf að fara í smá aðgerð en læknarnir segja að þetta sé góðkynja hjá honum og eins gott það sé rétt.  Maginn gjörsamlega á hvolfi.  Ég man líka þegar Þuríður mín greindist þá var okkur sagt fyrst að hún væri ekki með æxli heldur bara "einhverjar blöðrur" en svo "missti" einn læknirinn það útur sér að hún væri með æxli.  Hvað á maður að halda?  Ég anda ekki léttar fyrr en þessi aðgerð er búinn á drengnum og ég veit ekki hvenær hann fer því það er svo mikill niðurskurður á skurðstofunum  uppá spítala þannig það verður e-h bið.  Það er bara ekki í lagi?  Jú ef þetta stækkar meira hjá honum en það var búið að stækka um helming síðan á föstudag til gærdagsins þá verður hann að komast að.  Verður fólk að vera sárþjáð eða á grafarbakkanum til að það fái aðgerðina sína í gegn í dag?  Finnst þetta ekki í lagi lengur.  Jújú við höfum alltaf fengið það í gegn sem við viljum á spítalanum en staðan er bara allt önnur í dag en hún var fyrir nokkrum mánuðum þar.  Veit ekki hvar þetta endar?

Annars hefur verið lítill tími til að setjast hérna niður og drita niður nokkrum línum, alveg klikkað að gera.  Skólinn að byrja, keyrsla með börnin á sínar æfingar sem mér finnst reyndar alveg æðislegt.  Þuríður mín verður 1x í viku í sundi hjá íþróttafélagi fatlaðra og svo 2x í viku í iðju og sjúkraþjálfun.  Theodór minn 1x í viku í fimleikum og svo heimtar drengurinn að byrja í fótbolta en ég ætla að bíða þanga til vetrartímabilið byrjar, hann er farinn að heimta markmannshanska, Arsenalbúning og fótboltaskó ekki seinna vænna ehhee.  Oddný Erla mín ætlaði að vera í frjálsum og var byrjuð þar 2x í viku en svo komst hún óvænt inní fimleikana og þá ætlaði hún bara að vera í því með frjálsum því það var bara 1x í viku 50mín í senn en neinei þegar mín mætti á þá æfingu var stúlkan tekin smá útur hópnum og látin prufa hitt og þetta og átti þá víst ekkert erendi í þann hópinn og var valin í einhvern "sérvalin" hóp með nokkrum stelpum sem eiga að æfa 3x í viku einn og hálfan tíma í senn.  Jebbs mín bara farin að æfa einsog keppnis þannig hún var látin hætta í frjálsum enda æfingar skara líka saman þó svo henni langaði að vera í báðum en haaaallóóó stelpan er nú bara 5 ára.  Núna er stofan tekin sem fimleikagólf og handahlaupin, splittin og staðið á höndum er tekið hérna í stofunni hehe.

Ég veit ekki alveg hvar ég á að koma lærdómnum fyrir hjá mér en það finnst tími einsog alltaf.Whistling Hún Tanja Lind systurdóttir mín kemur líka í heimsókn til okkar á meðan mamma hennar er í Háskólanum sem er mjög gaman fyrir Hinrik minn því hann hefur þá e-h til að leika sér við og er alltaf eitt bros í framan þegar stúlkan mætir á svæðið.  Er hundleiður á að hanga með mömmu sinni einn á daginn, verður líka hrikalega glaður þegar við náum í Þuríði í skólann hún er nefnilega svo yndisleg að leika við hann.

Vonandi líður ekki svona langur tími þanga til í drita einhverju niður hérna næst en á næstu vikum verður miklu meira að gera þar sem lærdómurinn er að taka við og ég þarf að læra fyrir fimm greinar svo ég nái að útskrifast í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff, manni verður bara orða vant!sendi ykkur tonn af krafti og kjarki. Vona að allt fari vel með töffarann ykkar.

Bestju kveðjur af Skaganum,

Helga

Helga Arnar (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:22

2 identicon

Vona innnilega allt gangi vel með litla töffarann ykkar. Kveðja Þorgerður

Þorgerður (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:49

3 identicon

Sæl Áslaug ég hélt að þið væruð búin með ykkar skammt af veikindum. Vonum að allt komi vel út hjá drengnum. En nú verður þú að vera dugleg að biðja og þiggja hjálp erfiður vetur framundan. Þú er dugleg og þið bæði en ...... Elsku fjölskylda gangi ykkur vel.

Berglind ókunnug (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:14

4 identicon

Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum svona gerist bara EKKI.

Þannig að við ákveðum að þetta sé eitthvað ómerkilegt, og eins og þú segir svo oft þá er biðin svo erfið og manni finnst að fólk með ykkar reynslu eigi að fá forgang.  Það er bara þannig.

EN það er eins gott að Áslaug hefur ekki orðið fyrir heilaskaða af álagi, því ef þú verður alltaf á réttum tíma á réttum stað með þitt stóra prógramm, þá ertu bara snillingur,  ég held reyndar að þú sért það og þið Skari bæði.

Sendi ykkur kærleikskveðjur frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:21

5 identicon

Mér verður orða vant.  Bið  svo heitt og innilega að þetta sé bara ekki neitt.

Kristín (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:31

6 Smámynd: Aprílrós

Ég hreinlega lamaðist í stólnum við að lesa, hvað mikið er lagt á eina fjölskyldu.

Ég sendu ykkur eins mikinn styrk, kraft, ljós og kærleik og ég get og bið fyrir ykkur. Guð veri með ykkur eins og alltaf og verndi.  

Vona svo sannarlega að biðin verði ekki löng i aðgerðina á Theodór og bestu bata og baráttu kveðjur.

Aprílrós, 8.9.2009 kl. 16:08

7 identicon

O mæ god... vá ... vona innilega að allt gangi vel með Theódór :) Þið eruð svo dugleg fjölskylda

Dagbjört (ókunn) (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 19:16

8 identicon

Nei, nú er nóg komið. Ekki meiri veikindi. Þið eruð öll sömul hetjur og ekki nóg með það, heldur eruð þið ÖLL, þvílíkir dugnaðarforkar! Gangi ykkur vel og hafið gott. Kv. frá Sólveigu.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 19:58

9 identicon

Vá fékk sting í magan að lesa þetta , en  við krossum fingur og vonandi er þetta ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af  , þessi bið er alltaf óþolandi kannast við það 

Brjálað að gera á stóru heimili   gangi ykkur ofsalega vel sendum ykkur kærleiksknús

Dagrún (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 00:09

10 identicon

Vá!  Ég var alveg kjaftstopp við að lesa þetta.  Gangi ykkur vel og guð verði með ykkur.

Rebekka Halldórsdóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 08:24

11 identicon

Ekki skemmtilegar fréttir af drengnum en við krossleggjum fingur og tær og sendum ykkur góða strauma. 

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 09:45

12 identicon

Hugsa til ykkar Áslaug mín.

Bestu kveðjur.

Unnur.

unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 09:56

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Þetta var sorglegt að lesa um elsku litla Töffarann þinn,en við skulum leggjast á bæn og biðja um að það verði í lagi með litla Töffarann ykkarÞví eins og þeir hér fyrir ofan mig segja,er þetta ekki komið nóg,þetta er mikil byrði á eina fjölskylduen annars er yndislegt að heyra hve vel þeim gengur í íþróttunum og ég veit frá mínum börnum að þetta er svo skemmtilegt og góð tilbreyting frá hinu dagsdaglega rútínu......sendi ykkur ástarkveðjur og von um að þetta verði í lagi elsku fjölskylda......:O)

Knús knús til ykkar allra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.9.2009 kl. 12:32

14 Smámynd: Elsa Nielsen

Auðvitað er þetta ekki neitt hjá Theodóri :)... en alveg óþarfi samt að leggja þetta á ykkur kæra vinkona!!

Þú ert duglegust og krakkalingarnir þínir líka!!... en þú veist símann minn ef þig vantar hjálp... mér finnst ég eiga svo mikla unglinga núna að ég hef nógan tíma :Þ

KNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 9.9.2009 kl. 20:57

15 identicon

sendi ykkur kærleiksknús vonandi gengur allt vel með litla töffaran.

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 10:33

16 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Var kvótinn ekki kominn á ykkar bæ. Bið almættið um að þetta gangi allt vel. Hann á eftir að ranna sér á línuskautunum einn daginn eins og hann hafi aldrei gert neitt annað. Annir og meiri annir viðnám og barnauppeldi. Gættu að orutanknum kona góð og mundu að hlaða hann af og til. Með Guðsblessun og góðum óskum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.9.2009 kl. 21:11

17 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég var að meina ORKUTANKINN æ æ

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.9.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband