Leita í fréttum mbl.is

Jan'07

tur_1
Þessi mynd var tekin af hetjunni minni í janúar'07 og þarna erum við stödd á Flórída.  Í þá ferð var okkur boðið (af ættingjum) og við í kapp við tímann að búa til sem flestar minningar því okkar læknar búnir að segja við okkur að hún ætti bara nokkra mánuði ólifaða.  Þuríður mín er þarna orðin mjög veik, nýkomin úr fyrri geislameðferð sinni og krampandi endalaust sem hún hætti að gera í ca mars'07.  Læknarnir segja að ástæðan fyrir því er að geislarnir hittu nákvæmlega á rétta staðinn.Joyful
tur_2
Þessi er af hetjunni minni í jan'08 og þvílíkar breytingar á stúlkunni minni.

Þuríður mín er hress og kát í dag, við erum alveg meðvituð um það að þetta getur alltaf tekið sig upp aftur og erum líka þakklát fyrir hvern dag sem við fáum.

Af öðru en þá verða saumarnir teknir úr honum Theodóri mínum í dag og þegar ég tilkynnti honum það í gær þá heyrist í mínum "yesss þá get ég farið að slást aftur" hehehe, ótrúlegur þessi gaur.LoL Hann "græddi" markmannshanska í fyrra dag og að sjálfsögðu tók hann systur sínar beint útí fótbolta en það leið ekki langur tími þegar minn maður kemur frekar fúll inn því það vantaði dómara í leikinn hehheh.

Hinrik minn er orðinn mikill skriðdreki, elskar að róta í dvd-skápnum og kúra í mömmukoti.  Honum finnst heldur ekki leiðinlegt að fá að "hanga" með krökkunum inní herbergi og verður frekar fúll þegar honum er hent út.  Hann er samt sá allra rólegasti sem ég hef kynnst, fólk trúir því oft ekki hvað drengurinn er rólegur.Whistling

Oddný Erla mín er á fullu í fimleikunum 3x í viku einn og hálfan tíma í senn og eeeeelskar það.  Skilur reyndar oft ekki í því afhverju hún er með verki hér og þar en þá er hún "bara" með strengi eftir æfingarnar enda næstum því bara komin í atvinnumennskuæfingar þar að segja af 5 ára barni.  Hún er nánast farin að lesa, henni og Theodóri finnst alveg geðveikt að fá að læra með Þuríði þar að segja þegar hún er að æfa sig að lesa og oft kitlar í puttana hjá Oddnýju þegar Þuríður getur ekki e-ð þá langar henni svo að segja hvað stendur heheh.

Annars ætlum við Skari að senda börnin í pössun ALLA helgina og njóta þess bara að vera ein heima, hmmm hvað getum við gert?  Hlakka mikið til helgarinnar!W00t  Langar nefnilega að gera e-ð annað um helgina en "bara" læra.  En núna er Hinrik minn farinn að kalla á knús...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 23.9.2009 kl. 20:18

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já það er oft holt að líta til baka og skoða hvað hefur áunnist. Og það er ekki svo lítið á ykkar bæ. Njótið helgarinnar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.9.2009 kl. 23:32

4 identicon

Góða helgi kæra fjölskylda

Dagrún (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 09:04

5 identicon

Passar ekki einmitt að skella í einn nýjan fjölskyldu meðlim um helgina til að halda við tveggja ára reglunni?

Karitas Ósk (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 13:45

6 identicon

Njótið helgarinnar kæru hjón-Kveðja Þorgerður.

Þorgerður (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband