Leita í fréttum mbl.is

Áramótakveðja

Ég ætlaði nú að gera einhvern áramótapistil þar að segja mánuð fyrir mánuð en er ekki alveg að nenna því þannig ég reyni að skrifa það helsta sem gerðist á árinu púfffh sem var endalaust mikið.  Ok reyni að vera eins stuttorð einsog ég get.

Árið byrjaði með stæl hjá okkur eftir mjög erfitt tímabil hjá Þuríði minni en hann Theodór minn Ingi fæddist þann merkisdag 23.janúar og við það lyftumst við aðeins upp.  Hann var nú ekki alveg á dagskránni hjá okkur en samt besta það sem gat komið fyrir hjá okkur á besta tíma.  Þvílíkur gullmoli sem fæddist þar og dreifði huga okkar á erfiðum tíma, jújú hann er ekki mikið fyrir að sofa sem hefur reyndar breyst síðustu vikuna.  Þessi drengur lætur ekki mikið hafa fyrir sér, ótrúlega rólegur og góður (fyrirutan næturnar) sem sagt alveg einsog mamma sín í skapinu.Wink

Við fjölsyldan fórum í nokkrar utanlandsferðir á árinu sem er að líða ekki var það vegna þess að við skítum peningum, ekki alveg!!  Ástæðan er því við eigum svo endalaust marga góða að sem eru tilbúnir að gera ALLT fyrir okkur og þar á meðal að senda okkur út fyrir landsteinana og reyna láta okkur gleyma þessu slæma.  Við fórum í nokkrar ferðir á árinu einsog ég sagði en við þurftum ekki að borga krónu fyrir neina þeirra svo fólk haldi ekki annað sem margir gera. 

Mig langar t.d. að senda knús til Þórdísr sem nennti að taka á móti okkur Theodóri mínum Inga í byrjun júní, þangað fórum þegar orkan mín var alveg á þrotum og maður var langt niðri vegna Þuríðar minnar og þá var líka gott að komast í afslöppun til Þórdísar í London.  Þórdís var tilbúin að gera allt fyrir okkur Theodór, fór með okkur hingað og þangað um London og svo var bara slappað af fyrirframan imban og borða nammi.  Ekki amalegt!!  Held að ég og Oddný Erla förum að panta gistingu hjá þér ÞórdísGrin

Árið var upp og niður hjá henni Þuríði minni, hún byrjaði í harðri krabbameinsmeðferð í lok júní sem átti að ljúka í júlí á næsta ári en svo kom sprengjan um miðjan sept.  Þuríður mín varð að hætta í meðferðinni þar sem hún var ekki að gera neitt fyrir hana og æxlið hennar orðið illkynja.  Dagurinn sem okkur var tilkynnt þetta var sá versti sem ég hef upplifað það var einsog einhver hluti af mér dó, vikan eftir var sú versta en það sem hjálpaði okkur í gegnum þetta allt saman var hún Þuríður mín því hún var svo ótrúlega hress þessa viku sem æxlið hennar greindist illkynja.  Hún var alveg að krampa einsog venjulega en samt svo hress, við eigum líka svo marga góða að sem þarf því miður að koma alltaf í ljós þegar eitthvað bjátar á.  Það voru alltaf einhverjir gestir hjá okkur vikuna eftir til að létta okkur lundinn sem var ómetanlegt, við erum svo ótrúlega heppin að eiga ykkur öll að.  Þið hafið gert svo endalaust mikið fyrir okkur á þessum erfiðum tímum sem við getum aldrei þakkað nógu oft fyrir, fallegar kveðjur á bloggið mitt, andlegur stuðningur, styrkirnir sem þið hafið veitt okkur, þið hafið gert okkur það kleift að geta einbeitt okkur að veikindum hennar Þuríðar minnar.  Ef ég gæti myndi ég knúsa ykkur öll, þannig ég sendi ykkur stórt knús frá okkur öllum. 

Þuríður mín er búin með geislameðferðina sína sem hefur gert þetta flotta kraftaverk, hún hefur verið krampalaus í tvær og hálfa viku sem hefur ekki gerst í tæp tvö ár.  Núna höldum við áfram að fara með bænirnar okkar og vona að þetta haldist sem lengst, jú læknarnir voru/eru ekki búnir að gefa henni langan tíma í viðbót en ég ætla vera með keppnisskap og berjast eins lengi og ég get.  Geta ætla skal!!  Hún ætlar að vera hjá okkur næstu 80árin allavega, takk fyrir það!!

Oddný Erla mín er búin að standa sig einsog hetja þetta árið, hún hefur þurft að þroskast hraðar en önnur börn einsog þeir sjá sem þekkja hana.  Litla konan mín einsog hún er oft kölluð á heimilinu, hún veit alveg hvað á að gera þegar systir hennar fær krampa og lætur okkur alltaf vita þegar það gerist og stúlkan bara tveggja og hálfsárs.  Hún á oft á tíðum erfitt með að höndla þessa hluti, þetta hefur verið henni mjög erfitt og sýnir það líka með "leiðinlegri" hegðun og passar vel uppá mömmu sína sem má oft ekki sinna hinum systkinum hennar.  Þess vegna reyni ég að vera dugleg að sinna henni, þar að segja við tvær gerum eitthvað skemmtilegt.  Oddný Erla líka hetjan mín bara á annan hátt rétt einsog Theodór minn Ingi sem skilur ekkert hvað er að gerast í kringum sig en samt svo góður og æðislegur.

Hef reyndar ekki mikin tíma til að skrifa þar sem við erum komin á Dragó, ætli Þuríður mín vilji ekki bráðum fara út og "sprengja" nokkrar sprengjur.  Svo mikið eftir að skrifa en ég nenni því heldur ekki, púúffhh!! Segi ykkur skemmtilegar fréttir á nýju ári sem er framundan hjá okkur fjölskyldunni, segi ykkur frá geggjuðu gjöfinni sem nokkrir jólasveinar gáfu okkur.

Ég vona svo heitt og innilega að Þuríður verði betri að nýju ári og við fáum að hafa hana hjá okkur næstu 80árin, vonandi eru öll þess lyf að gera eitthvað fyrir hana.

Endalausar þakkir til ykkar allra, hvort sem við þekkjum ykkur eða ekki þá vitum við af öllu góða fólkinu í kringum okkur.  Þetta er ómetanlegur stuðningur, alltaf gott að fá góðar kveðjur.
Vonandi verður nýjar árið ykkur æðislegt, eigið gleðilegt ár og passið ykkur á sprengjunum hennar Þuríðar minnar.

Knús og kossar´
Áslaug og fjölskylda
PC313405


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

"Ef ég gæti myndi ég knúsa ykkur öll, þannig ég sendi ykkur stórt knús frá okkur öllum."

Ég held að það séu margir íslendingar sem vilja knúsa ykkur líka

GLEÐILEGT ÁR... GOTT NYTT ÅR  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2006 kl. 14:50

2 identicon

Vildi bar óska ykkur gleðilegs árs og takk kærlega fyrir að leyfa mér að fylgjast með skrifum þínum hér á vefnum og ég tala ekki um allar æðislegu myndirnar af litlu gullmolunum þínum sem glæða skrifum þínum líf.  Mér finnst ég orðið þekkja ykkur þó svo að ég þekki ykkur ekki neitt.  En það hefur gefið mér óendanlega mikið að lesa skrif þín hversu æðrulaus þið eruð og einlæg. Ég þakka fyir það á hverjum degi að vera bara að kljást við smá unglingaveiki eitthvað sem eldist af þessum elskum. En og aftur takk fyrir mig vona að næsta ár verði ykkur hliðholt held áfram að biðja fyrir ykkur öllum.  kær kveðja  konan með pakkan í bostonfluginu

óskráður (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 14:54

3 identicon

Yndislega fjölskylda Gleðilegt ár og hafið það sem allra best á nýju ári..........frábært að sjá hvað litlu hetjunni er búið að líða vel um jólin....Þið verðið áfram í bænum okkar...Góða skemmtun í sprengjufjörinu...

Knús  Helga Björg Óskars og Sigrúnar Birtu mamma

Helga Björg (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 14:58

4 identicon

Guð gefi ykkur gleðilegt ár og höldum áfram að biðja fyrir hetjunni og ykkur hinum hetjunum, þið eruð fjölskylda ársins í mínum huga kv. Móa á Stokkseyri

Móeiður Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 15:13

5 identicon

Vildi bara óska ykkur gleðilegs árs, og vonandi hafið þið það sem best á nýja árinu og hetjan ykkar haldi áfram að vera svona hress. Og við höldum áfram að biðja fyrir ykkur og kveikjum á kerti á kverjum degi.   Nýjárskveðja Inga Magný,Elvar og Embla Þórey

Inga Magný Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 17:14

6 identicon

Bess fjölsk.ársins.megi bombur hetjunar vera sem tákn um sem beinustu  braut ,velgengni og gleði á árinu 2007.Árs og friðar sendi ég öllum .

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 17:40

7 identicon

Ég óska ykkur gleði og gæfu á þessu nýbyrjaða ári. Guð veri með litlu hetjunni ykkar og ykkur öllum. Kraftaverkin gerast enn ekki gleyma því. Ég hugsa oft til ykkar og hef sett  tengil á síðuna mína til að auðveldara sé að fylgjast með hetjulegri baráttu ykkar. 

Kær kveðja til mömmu þinnar sem gætti barnabarna minna í nokkur ár.

Ragna
ragna.betra.is  (áður Kambsvegi 17)

Ragna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 02:11

8 identicon

Gleðilegt ár.

Ylfa, Halli og börn. (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 04:25

9 Smámynd: Ólafur fannberg

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Ólafur fannberg, 1.1.2007 kl. 09:39

10 identicon

Gleðileg jól elskurnar og vonandi verður árið 2007 ykkur gott!

Ég horfi bjartsýnisaugum til framtíðarinnar  fyrir ykkar hönd.

Hlakka til að sjá nýjársmyndir.

Knús,
Viborgarmæðgurnar

Súsanna, Ebba Dís og Sunna Líf (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 10:21

11 identicon

Langaði bara að óska ykkur alls hins besta í þessari baráttu.

Petra Kristín Kristinsdóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 14:50

12 identicon

Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu kæra fjölskylda. Vonandi heldur Þuríður áfram að vera svona hress á nýja árinu. 

Anna Lilja (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband