Leita í fréttum mbl.is

Minn tími er kominn

Í tæp átta ár hef ég verið heimavinnandi, fyrstu rúm tvö árin var ég heima með Oddnýju mína og Þuríði og svo þegar ég ætlaði að fara vinna þá veiktist Þuríður mín.  Jú þetta var minn stærsti draumur að vera heimavinnandi og sá draumru rættist en samt ekki vegna þess að ég hafði efni á því, nei því verr og miður ég hafði bara enga aðra kosti.  Þuríður mín veiktist og líf okkar breyttist á einum degi, eftir að hún veiktist hef ég átt mér þann draum að komast aftur á vinnumarkaðinn.  Skrýtið hvað draumar breytast, ef hún hefði ekki veikst þá ætti ö-a þann draum ennþá að vera heima þegar hún kæmi heim úr skólanum og væri að dúlla mér að baka, þrífa og þess háttar en það er ekki svo gott. 

Það er búið að vera hrikalega erfitt að vera búin að vera svona lengi heimavinnandi, ég hef mikið á þessum tíma verið föst á spítala eða hérna heima vegna veikinda Þuríðar minnar og hefði að sjálfsögðu ekki viljað að e-h annar hefði verið hjá Þuríði minni til að halda í hendina á henni, strjúka á henni hárið, setja "mama mia" í dvd spilarann eða syngja með henni að einhver datt í kolakassann.  ALDREI hefði ég viljað breyta því.

Ég er búin að eignast fjögur börn á sex og hálfu ári og það hefur tekið sinn toll á líkamanum mínum, ég er hrikalega kvalin í skrokknum sem ég hef aldrei viljað tala um almennilega því mér hefur fundist það frekar asnalegt því Þuríður mín hefur verið að glíma við miklu alvarlegri sjúkdóm.  Ég hef heldur aldrei viljað leita neitt almennilegra "hjálpar" vegna þess því einsog ég sagði þá fannst mér það asnalegt vildi líka bara að allur minn tími og orka færi í ummönnun Þuríðar minnar og hinna þriggja, þau hafa þurft á mér að halda og þurfa að sjálfsögðu enn.

Enn alltíeinu kom þessi löngun að fara koma mér í form, þetta er fyrsta árið hennar Þuríðar minnar sem hefur henni hefur liðið sem "best" á alveg fimm árum og þá fer mér líka að líða betur.  Svona án gríns þá er ég mjög kvalin í líkamanum, ég á mjög erfitt með að sofna á kvöldin, erfitt með að hreyfa mig, sit ekki lengi án þess að vera deyja í líkamanum, reyni að pína í ræktinni og svo lengi mætti telja.  Svo langar mig ofsalega mikið að fara vinna, þá er ég ekkert að meina fulla vinnu heldur bara komast út eina og eina helgi eða kvöld og kvöld.  Bara vera innan um annað fólk.  Þess vegna fór ég til heimilislæknis sem benti mér á gott "team" sem er í gangi og það er búið að samþykkja mig í endurhæfingu sem ég er bara að fara byrja í.  Ég er sem sagt að fara byrja hitta sjúkraþjálfara, sálfræðing og fleira fólk í þessum dúr sem ætlar að hjálpa mér að byggja mig upp fyrir komandi framtíð sem ég er ofsalega spennt fyrir.  Mig langar svo að fara vinna, mig langar svo að geta hreyft mig almennilega, mig langar svo að fara geta notið lífsins án áhyggja sem ég veit að ég mun aldrei gera reyndar því ég mun alltaf hafa áhyggjur af Þuríði minni en þá samt kanski gleymt mér í e-h einsog vinnu eða í ræktinni.

Þannig einsog ég sagði "minn tími er kominn", núna ætla ég að reyna byggja mig upp og fara njóta lífsins ekki það að ég hafi ekki notið þess en vonandi viti þið hvað ég á við.

Mín farin að ná í Þuríði mína sem segir að jólin séu komin því Theodór vill að þau komi og þá eiga þau að koma, Þuríður líka búin að setja skónna hjá öllum útí glugga og varð alveg "brjáluð" þegar ég sagði henni að ná í skónna sína hehe.  Svo tilkynnti hún mér líka að hún er að fara til London á "mama mia" showið hehe, það sem henni dettur í hug.  Yndislegust!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Áslaug mín, þinn tími er svo sannarlega kominn! Njóttu þess að geta nýtt krafta og þekkingu alls þessa fólks í teyminu til að byggja þig upp og fara að líða vel í líkama þínum og sál og njóta lífsins þíns enn betur með öllu þínu ríkidæmi sem er fallega fjölskyldan þín

Bestu kveðjur og knús til ykkar allra héðan úr firðinum

Stína (Garðars á Óló) (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 14:08

2 identicon

Kæra Áslaug.

100% sammál-þitt tími er kominn-Kveðja Þorgerður.

Þorgerður (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 14:11

3 identicon

Elsku Áslaug.

Kominn tími til að þú hugsir um sjálfa þig einu sinni !   Gangi þér sem best í þessu verkefni, ég efast ekki um að þú leysir það með glæsibrag eins og annað sem þú tekur þér fyrir hendur.   Gæfan fylgi þér og ykkur öllum og góða heilsu sem fyrst

Bestu kveðjur,

Stella

Stella A. (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 14:25

4 identicon

Svo sannarlega er þinn tími kominn.

Mér finnst mjög gott að heyra að nú er komið að þinni endurhæfingu, því þín verkefni hafa verið með þeim hætti síðast liðin ár að þau hafa tekið og tekið, en auðvitað líka gefið og gefið.  En það er alveg öruggt að þín stað í debet og kredit, hefur verið mjög í kredit. 

Vonandi færðu mikinn og góðan kraft til að halda áfram.  Því þó þú sért alger hetja þá má lengi bæta.

Kærleikskveðja í húsið

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 15:50

5 identicon

Frábært hjá þér, því það hugsar enginn um líkamann þinn fyrir þig ;-)

Gangi þér vel í endurhæfingunni og njóttu þess að endurheimta heilsuna þína!

Kveðja af Skaganum, Helga Arnar

Helga Arnar (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 19:41

6 Smámynd: Ragnheiður

Rosalega líst mér vel á þetta hjá þér...ÞINN TÍMI ER SKO KOMINN...

Frábært Áslaug, mér líst vel á þig

Ragnheiður , 20.10.2009 kl. 20:18

7 identicon

Gangi þér vel að koma þér í betra form,alltaf nauðsynlegt að huga að sjálfum sér líka. :)

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 20:40

8 identicon

Mikið ofsalega er ég ánægð fyrir þína hönd, þetta verður meiriháttar fyrir þig og ykkur öll, svo yndislegt að heyra að allt gangi vel hjá ykkur!! Gangi þér vel í þessu prógrammi, svoooo rétt "tíminn þinn er kominn"  Kv. Inga Ak.

Inga Ak (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 21:38

9 identicon

Frábært!

hm (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:23

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að þú ert farin að hlusta á þinn eigin líkama og taka til hendinni í þeim efnum. Gangi þér allt í haginn og gefðu þér tíma til að vera þú sjálf. ÞINN TÍMI ER KOMINN.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.10.2009 kl. 00:44

11 Smámynd: Aprílrós

Gangi þér vel Áslaug mín, já svo sannarlega er þinn tími kominn. Njóttu þín í því sem þú ert að fara gera . Átt þetta svo innilega skilið eska

Góðan bata til ykkar, knús, kossar og kærleikur

Aprílrós, 21.10.2009 kl. 08:57

12 identicon

Yndislegt að "heyra" að þú skulir fá þessa aðstoð. Það verður frábært fyrir þig, eins og þú segir sjálf, að komast aðeins út á meðal fólks aftur og þá er nú líka eins gott að vera í góðu standi, bæði líkamlega og andlega.
Gangi þér rosalega vel með þetta allt saman!!!
Kærar kveðjur frá DK, Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 09:13

13 Smámynd: Svandís Rós

Go Girl!

Svandís Rós, 22.10.2009 kl. 10:16

14 Smámynd: Elsa Nielsen

Frábært hjá þér :) Gangi þér vel Slaugan mín!!

Elsa Nielsen, 22.10.2009 kl. 12:52

15 identicon

Gott hjá þér. Það þýðir ekki að vanrækja sig.... þú skiptir MESTU máli í lífi barnanna.... bestu kv. Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband