Leita í fréttum mbl.is

25.okt'04

Í dag eru fimm ár síðan Þuríður mín veiktist og ég man þennan dag einsog hann hafði gerst í gær.  Þuríður mín er búin að berjast í fimm ár og aðeins sjö og hálfs árs, ekki sanngjarnt.  Hún þekkir ekkert annað en veikindi sem ekkert barn á að upplifa.  Þuríður Arna mín er ein af þeim fáum sem ég lít upp til.  Hún er hetjan mín!  Baráttan er ekki búin en henni líður vel í dag og er hamingjusöm og á meðan það er er ég líka hamingjusöm.

Ég er búin að upplifa alltof margt með henni sem ekkert foreldri á að þurfa upplifa með barninu sínu, ég er búin að þroskast um nokkur ár síðan hún veiktist, eitthvað sem mig langaði ekki að upplifa en þetta hefur kennt okkur ofsalega margt sem mig langaði heldur ekki að læra.  Væri frekar til í að vera fúl yfir því að geta ekki keypt allt sem mig langar í heldur en að vera sár yfir veikindum Þuríðar minnar og horfa á hana ekki þroskast einsog hennar jafnaldrar.  Jújú ég er líka mannleg og verð stundum svekkt yfir þessum "litlu" hlutum en er fljót að jafna mig því ég veit hvursu dýrmætt lífið er, ég á fjóra yndislega gullmola og vill ekki breyta neinu einsog staðan er í dag þó svo það særi mig oft að Þuríður mín geti ekki tengst hennar skólafélögum einsog heilbrigð börn gera og hún eigi sína bestu vinkonu, geti labbað yfir í næstu götu og farið að leika, jú oft er það virkilega særandi því hún er svo mikil félagsvera en það böggar hana samt ekkert voðalega mikið þó svo hún er farin að finna að hún er e-ð "öðruvísi".

Þuríður mín þekkir ekki uppgjöf, alveg sama hvursu veik hún hefur verið þá ætlar hún sér ALLT, hún er þrjósk og það er það sem hefur hjálpað henni.

Þessi fimm ár hafa verið gífurlega erfið og ég vona að við þurfum aldrei að upplifa svona ár aftur, árið í ár hefur verið besta árið hennar Þuríðar minnar síðan hún veiktist og ég trúi því að þau verða betri með árunum.  Þuríður mín á eftir að fá að upplifa sína drauma sem eru þó nokkuð margir og ég hlakka til að fá að vera með í þeim og láta þá rætast.

Það er svo skrýtið hvað margir tengjast þessum degi sem Þuríður mín veiktist, amma Jó átti afmæli þennan dag og Siggi bróðir mömmu sem var minn uppáhalds frændi í "gamla daga" hefði líka átt afmæli og ég veit að þau tvö hafa hjálpað Þuríði minni í gegnum þessi veikindi og passa vel uppá hana ásamt fleiri englum.
tur_3
Hérna er ein af Þuríði minni uppá spítala, einsog þið sjáið þá skipti engu máli hvursu veik hún var þá var hún alltaf hamingjusöm og aldrei langt í hláturinn.

Baráttunni er ekki lokið en mun kanski aldrei ljúka en við ætlum samt að vinna hana alveg sama hvað okkur hefur verið sagt.

Tilefni dagsins í dag að það eru BARA tveir mánuðir til jóla ákváðum við börnin að föndra okkar fyrsta jólaskraut og ö-a ekki það síðasta og bara mánuðir í fyrsta afmæli Hinriks míns.  Svoooo margt til að hlakka til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Já maður sér hvað það eru mikil forréttindi að fá að hafa bara áhyggjur af ,,litlu hlutunum".

Þið eruð öll svo miklar hetjur, fjölskyldan. Og þið megið vera stollt af ykkur sjálfum og stollt af HETJUNNI okkar allrar.

Þórhildur Daðadóttir, 25.10.2009 kl. 14:11

2 identicon

Já, ég samgleðst ykkur, hvað þetta ár er búið að vera gott hjá ykkur og Hetjunni. Ég lít upp til ykkar. Þið eruð öll HETJUR. Ég finn bara hvað ég hef lært af mínum veikindum, ég pirra mig minna ,,yfir litlu hlutunum" Vonandi verða komandi ár betri og betri hjá ykkur. Þið eigið það svo sannarlega skilið.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 20:04

3 identicon

Falleg lesning sem minnir okkur á hvað er mikilvægast í þessu lífi.  Að njóta stundarinnar og tímans með þeim sem við elskum og hafa kærleikann að leiðarljósi hvar sem við erum og hvert sem við förum.   Vegurinn er vissulega misgrýttur en vissa mín er sú að allt gangi vel.  Fallega hetjan ykkar, með fallegu augun sín, svo stór, svo sterk og svo óendanlega dugleg. Þið eruð öll hetjur og mínar bænir eru fyrir ykkur. 

Ég tendra ljós. Með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 22:59

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvað eruð þið búin að miðla ykkar lífsspeki til margar og leifa okkur að taka þátt ó sorg og gleði. Ég veit auðvitað að þið hefðuð auðvitað viljað sleppa við þetta allt og það væri auðvitað það besta.

En það var ekki í boði svo þið fóruð í gegnum þessi ár og hafið leyft svo mögum að vera með sem er ómetanlegt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.10.2009 kl. 23:39

5 Smámynd: Aprílrós

. Ég hef lært alveg helling á því að fá að fylgjast með ykkur, og ég er ofboðslega stolt af ykkur hvað þið öll eruð búin að vera sterk og samheldin fjölskylda. Þið eruð æðisleg. 

Knús og kærleikur til ykkar elskurnar.  

Aprílrós, 26.10.2009 kl. 08:06

6 identicon

Kæra fjölskylda.  Hún er hetja hún Þuríður Arna. 

Kærleikskveðja til stór fjölskyldunnar..  Þorgeður.

Þorgerður (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 10:10

7 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég á fá orð til að lýsa stolti mínu af HETJUNNI..sem og ykkur öllum sem eruð hreint út sagt einstök....

Með leyfi  fæ ég að taka undir með henni 4 barna mömmunni.....

Er  stoltur að fá að fylgjast með þessari þrautargöngu Þuríðar..sem og okkar samskipti....Þið gefið svo mikið frá ykkur...TAKK FYRIR ÞAÐ...Ég skal ekki bregðast því...

Kærleikskveðja......Dóri

Halldór Jóhannsson, 26.10.2009 kl. 20:06

8 identicon

Hugsa mikið til ykkar og er þakklát að heyra hve vel gengur með litlu hetjuna miðað við aðstæður.  Þú ert sjálf greinilega mjög sterk og dugleg.   Gangi ykkur sem allra best.  Bið góðan Guð um að lækna litlu hetjuna ykkar alveg og styrkja ykkur öll. 

Emma Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband