16.11.2009 | 18:03
Fullt af rannsóknum
Þar sem hjúkkan hennar Þuríðar minnar stór af skarið og ákvað að panta hjá augnlækni fyrir Þuríði mína vegna þess hvernig hún er búin að vera síðustu vikur. Ótrúlega erfið, óhamingjusöm, hausverk og svo lengi mætti telja og jú mín stúlka fór til augnæknis í morgun og viti menn hún er með plús fimm í sjón og þarf að fá gleraugu, kanski ekkert skrýtið að stúlkan er búin að vera svona hrikalega óhamingjusöm síðustu vikur og vonandi er BARA þetta að bögga hana. Augnlæknirinn fannst nú frekar skrýtið hvað hún hefur haldist svona lengi að sjá svona illa, ég meina hún hefur bara haldið að hún ætti að sjá svona greyjið. Í næstu viku fer hún svo í heyrnamælingu sem vonandi kemur vel út en oft heldur maður að hún heyri mjög illa en kanski nennir hún bara ekki að hlusta á foreldra sína hahaha. Svo í desember fer hún í heilarit, það er nefnilega bara allt skoðað þegar henni líður svona einsog henni hefur liðið en læknisskoðunin kom mjög vel út, ekkert bendir til þess að það séu e-h breytingar í æxlinu.
Núna erum við allavega farin að undirbúa hana fyrir gleraugun því ég er ekki alveg að sjá Þuríði mína í anda með gleraugu, ætli við þurfum ekki að panta vikulega því hún verður alltaf búin að týna þeim hehe. Annars er hún alltaf að koma á óvart og er farin að hlakka til að fá gleraugu því hún ætlar að vera einsog Jón Karl frændi sinn.
Klikkað að gera hjá húsmóðirinni sem getur ekki beðið eftir 5.des því þá er ég komin í jólafrí.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æ dúllan. Þau verða langflottust og kannski í stíl hún og Úlfur en hann fær sín gleraugu núna á næstunni. Ég veit bara ekki alveg hvernig ég á að stoppa að hann sturti þeim ekki oní klósettið :)
Hrundski (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 18:58
Sæl ég þurfti að kaupa gleraugu á lilluna mína fyrir um ári síðan og þá var besta verðið hjá Prooptik. Hægt að skoða á síðunni hjá þeim: http://www.prooptik.is/Barnagleraugu.html.
Kv Sólveig
Sólveig Jörgensdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 22:19
Mér er sagt að það sé ódýr gleraugnabúð á Akranesi. Svo er annað, mög stéttarfélög eru að styrkja gleraugnakaup barna félagsmanna. Gott að það er komin skýring og vonandi finnst ekkert annað. Kveðja í kotið
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.11.2009 kl. 00:08
Kæra Áslaug...hef fylgst með ykkur lengi og dáist alltaf meira og meira að ykkur. Langaði bara til að segja þér að þegar þú skrifaðir um þitt einelti gafstu mér kjark og þor til að skrifa um mitt einelti. Þvílíkur léttir sem það var að koma þessu frá, en maður minn það tók langan tíma. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér ogtakk fyrir að vera sú sem þú ert. Þú og hetjan þín gefið okkur hinum svo mikið. Kærar þakkir Áslaug. Kv Þóra.
Þóra (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 00:12
Ragnheiður , 17.11.2009 kl. 07:54
Ég á son sem fékk gleraugu 3 1/2 árs og mæli eindregið með títan-gleraugum. Þau eru svo létt og svo er eilífðarábyrgð á umgjörðinni, hún hefur hrokkið í sundur tvisvar og við fengið nýja okkur að kostnaðarlausu. Við keyptum gleraugun í Gleraugnaversluninni í Mjódd en hugsanlega fást þessar umgjarðir víðar.
Gangi ykkur vel.
Álfheiður (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 10:02
Æj litla skinnið, vonandi verður allt ok þegar gleraugun verða komin á skvísuna.. knús á ykkur öll.
Lilja ( ókunnug ) (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 12:35
Skal engan undra að litla stúlkan hafi ekki verið ánægð með sig. Vonandi gengur allt betur eftir að gleraugun eru komin á litla nebbannGuð geymi ykkur.
Kristín (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 15:49
Halldór Jóhannsson, 17.11.2009 kl. 20:14
Getur líka skoðað gleraugun í auganum - sem eru gerð úr títaníum og eru óbrjótanleg. Veit ekki hvort að þau gleraugu eru til á börn. En gleraugun þoldu að lenda undir trukki og þurftu bara smá viðgerð - fyrir utan glerin auðvitað;)
Þóra (ókunnug) (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 09:18
Hæ,
Það getur líka verið að hún heyri ekki nógu vel ef hún hefur ekki verið að sjá nógu vel. Sjálf nota ég gleraugu og um leið og þau fara af nefinu er eins og allt ruglist og ekki síst heyrnin. Hef ekkert vísindalegt fyrir mér í þessu en það er eins og öll orkan fari í að reyna að sjá:)
HH (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 14:59
Sæl
ég mæli líka með titan gleraugum, keypti fyrst þessi "ókeypis" í Pro Optic og þau voru vægast sagt óþægileg og dugðu mjög stutt. Nú eru hin gleraugun búin að vera í notkun í 1 1/2 ár og það sér ekki á þeim og barnið finnur ekkert fyrir þeim. Vissulega dýr en vel þess virði.
Gangi ykkur vel
Þórunn (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 19:40
Ég hef keypt gleraugu í pro optic í Hagkaup í Skeifunni og þar er hægt að velja um svo margar ókeypis gjarðir og barnið mit hefur amk aldrei kvartað og notar alltaf gleraugun sín (+4)
Hún finnur örugglega hvað það er gott að vera með gleraugun og verður dugleg að nota þau. Bara um að gera að leyfa henni að hvíla sig á þeim þegar hún vill fyrst um sinn.
Gangi ykkur rosalega vel með allt saman. Skil vel að þú sért áhyggjufull og getir ekki sofið (nýrri færslan) en vonandi lagast það. Því þú þarft á hverri einustu sekúntu að halda sem þú getur hvílst.
Heill og hamingja fylgi ykkur öllum.
Ásta (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 10:06
Sæl og blessuð
Ég kíki hér inn alltaf af og til og get ekki annað sagt en að ég dáist að þér og ykkur öllum. En varðandi gleraugu. Ég á tvö börn með gleraugu og bæði voru í kringum þriggja ára þegar þau fengu þau. Ég hef alltaf keypt Lindberg títan gleraugu fyrir þau bæði. Þau eru ekki dýrari en önnur barnagleraugu en eru alveg frábær. Ég hef aldrei lent í að þau brotni eða neitt en ef þau bila þá er ábyrgð á þeim. Strákurinn minn er 11 ára núna og enn vill hann bara Lindberg gleraugun. Mæli hiklaust með þeim. En gangi ykkur sem allra best áfram og vonandi fer hún Þuríður að hressast.
Með bestu kveðjum frá einni ókunnugri, Sóley
Ísbjörn, 23.11.2009 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.