Leita í fréttum mbl.is

Handónýt þessa dagana

Ég vissi ekki að það væri hægt að vera svona þreytt, þetta eru þessi dagar sem manni langar mest að loka sig inní skelinni og koma ekki út fyrr en eftir nokkra daga eða allavega komast aðeins í burtu og hlaða batteríin.  Ég er nefnilega hætt að geta sofið svona án gríns, er vöknuð kl þrjú eða fimm á morgnanna/nóttinni og næ mér ekki niður.  Frekar vont því ég þarf á orkunni minni að halda það er svo geðbilað að gera þessar vikurnar, Þuríður mín hér og þar í rannsóknum/skoðunum og Theodór minn líka sem er ennþá kvalinn í hálsinum og hann er alveg að lokast en vonandi verður ákveðið að gera e-ð fyrir hann á mánudaginn þegar við mætum til doktorsins.

Mín á fullu í skólanum sem klárast núna 4.des og ég tel þokkalega niður dagana þanga til, ótrúlegt en satt þá gengur mér þrusuvel, skil það eiginlega ekki því ég er svo löööööt að hálfa væri miklu meir en nóg eða eiginlega er þetta bara þreyta sem er að fara með mig því ég næ mér engan veginn niður. 

Ég held að þetta séu ö-a áhyggjur sem eru að bögga mig þessa vikurnar, jú Þuríður mín e-ð óhamingjusöm og það er ómögulegt að vita hvað þetta er vonandi lagast þetta þegar hún fær gleraugunu sín en hún fer svo í heyrnapróf í næstu viku og svo heilaritið í des.  Mér hefur nefnilega fundist hún vera fá e-h kippi í augað sem er ekki gott ef ég hef rétt fyrir mér og ég vona svo heitt og innilega að ég hef vitlaust fyrir mér í þetta sinn.  Hún var e-ð að kippast í auganum í gær og hendin kipptist líka við, maður veit ekki hvort hún er að byrja fá krampa aftur eða bara e-h paranoia í móðirinni sem fer víst aldrei.  En einsog ég sagði þá er ég ekki vön að vilja hafa vitlaust fyrir mér en núna vona ég það, þetta er vond tilfinning sem venst ALDREI.  Hrikalega vond tilfinning.

Helgin framundan og verður æði hjá okkur Skara, börnin á leiðinni í næturpössun því við ætlum að elda og borða góðan mat með með frábæru fólki.

Vonandi eigiði góða helgi kæru lesendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Ég þekki þreytuna og til langs tíma, hún er ömurleg.

Þess vegna óska ég þess innilega að þú endurheimtir þitt fyrra þrek. Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 17:23

2 identicon

Oooh, vonandi hefur þú rangt fyrir þér í þetta skiptið. ;) Vonandi verður aðventan góð hjá ykkur. Kominn tími til! Njótið helgarinnar.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 17:35

3 identicon

Vona að þessir kippir þýði bara ekki neitt.  Góða skemmtun um helgina.

Kristín (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 18:03

4 identicon

Risaknús á ykkur, vonandi er þetta ekki neitt hjá hetjunni. Hún er alltaf í bænum mínum þessi yndislega dama.

Góða skemmtun um helgina og vonandi fer allt að skýrast og "sjást" betur hjá ykkur og Þuríði Örnu

Skagakveðja,

Helga

Helga Arnar (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 19:35

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Óska ykkur alls hins besta eins og ævinlega.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2009 kl. 23:44

6 identicon

Kærleikskveðja frá Þorgerði.

Þorgerður (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 10:18

7 identicon

Knú í hús

Sigrún og co (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 11:13

8 identicon

Ofurkraftaknús á linuna  

Dagrún (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 22:35

9 identicon

Vonandi gekk ykkur vel hjá lækninum í dag og vonandi verður allt í lagi með alla.  Frábært að Þuríður skuli fá gleraugu, það er óskandi að þá batni líðanin hjá henni.  Knús til ykkar allra og gangi þér vel í skolanum eins og áður!

Ásdis (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband