Leita í fréttum mbl.is

Er klökk

Er í þessum töluðum orðum að horfa á "styrktartónleikar Þuríðar Örnu minnar" sem voru haldnir í Bústaðarkirkju í nóv'06, vávh þeir voru svo fallegir og allt fólkið sem mætti.  Það var meira en uppselt á tónleikana og við þekktum að sjálfsögðu ekki helminginn af fólkinu sem mætti.  Á þessum tíma var Þuríður Arna mín mjög veik og það er reyndar líka virkilega erfitt að horfa á tónleikana að sjá hana svona veika, rifja upp slæman tíma en bara að sjá hana í dag er að sjálfsögðu KRAFTAVERK einsog ég hef oft áður sagt.  Munurinn á einu barni er alveg ótrúlegur, kanski get ég einn daginn hent inn smá videobroti af þessum degi hérna inn.  (eitt lítið brot komið hér inn - innskot ÓÖG).

Já það er virkilega erfitt að rifja upp þennan dag en það góða við það að við höfum bara átt góðar minningar síðan (svona næstum því), barnið mitt var ekki rifið frá mér einsog læknarnir voru búnir að segja við okkur.  Þessi stúlka er einstök sem sýnir framfarir á hverjum degi, hún er að þroskast ofsalega mikið og kemur okkur sífellt á óvart.  Hún á sér drauma þar að segja farin að segja manni hvað henni langar að gera í framtíðinni, hún er að finna að hún hefur tilfinningar eða er svona að átta sig á þeim, æjhi það er erfitt að útskýra það, farin að finna að hún getur ekki alveg allt einsog jafnaldrar hennar sem fer stundum í skapið á henni.  Vávh hvað ég tek hana Þuríði mína mikið til fyrirmyndar, það eru allir heppnir sem fá að kynnast henni, því miður hef ég þurft að læra meta lífið betur vegna Þuríðar minnar og tek ekki allt sem sjálfsagðan hlut.

Ég ætla að setja inn nokkrar myndir frá þessum degi:
tur_veik_2
Hérna er Þuríður Arna mín á tónleikunum með uppáhalds frændum sínum Ara Stein og Sindra Snæ, þeir eru líka mínir uppáhalds þó svo þeir séu orðnir 16 og 17 ára.InLove
tur_veik_3
Þessar tvær mættu á tónleikana, en þegar við fréttum af tónleikunum var okkar heitasta ósk að þær tvær myndu mæta enda í miklu uppáhaldi hjá hetjunni minni.  Þær hafa líka verið ofsalega góðar við Þuríði mína í hennar veikindum og gert mikið fyrir hana.
tur_veik_1
Séra Pálmi, presturinn okkar hjálpaði til á tónleikunum ásamt honum Kalla sem er líka á myndinni.  En Pálmi hefur staðið þétt við bakið okkar í veikindum Þuríðar minnar og á mikið hrós skilið, mætti heim til okkar óumbeðin bara til að ath hvernig okkur liði og svo lengi mætti telja.

Þið hafið líka ÖLL verið frábær, ég veit ekki hvar við hefðum verið ef fólkið okkar hefði ekki staðið svona þétt við bakið okkar á þessum erfiðum tímum.  Það þurfa ALLIR að eiga svona góða að einsog við, það er ekki auðvelt að ganga í gegnum svona raunir þetta er það erfiðasta sem við höfum upplifað og vonandi þurfum við ALDREI að gera það aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigið góð jól:)

Erla (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Aprílrós

Skil það, og bara frábært að batinn náði yfirhöndinni

Aprílrós, 9.12.2009 kl. 18:38

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndislegt ,já bara yndislegtStelpan þín litla er mikil hetja og er hún í miklu uppáhaldi hjá  mérog þið öll eruð einstök...knús í hús og faðmur fylgir með ......:):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.12.2009 kl. 20:00

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

STÓR HETJA...Þið eruð EINSTÖK..Kærleikskveðja...

Halldór Jóhannsson, 9.12.2009 kl. 22:17

5 identicon

Vá, hvað ég skil vel að það skuli vera erfitt fyrir ykkur að horfa á þetta video.  En fyrir okkur hin, þá væri ótrúlega gaman að fá að sjá video af henni eins og hún er núna, þá held ég að maður geti loksins gert sér grein fyrir muninum sem er á henni.  Eigið Gleðileg jól en já, hvenær fáið þið niðurstöðurnar frá Ýr og Pétri?  Ásdís

Ásdís (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 00:04

6 identicon

Yndislegt kæra fjölskylda.  Kveðja frá Þorgerði.

Þorgerður (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 09:10

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábært að fá að sjá þessar myndir og rifja upp hvernig VAR. Það hefur svo mikið áunnist og batinn er svo frábær. Séra Pálmi var prestur hjá okkur á Hvammstanga í kringum 1980 og hann er FRÁBÆR og hefur margan stutt. Einstakur maður og prestur. Frændurnir eru líka frábærir og hafa svo mikla umhyggju í augunum. Guð blessi ykkur öll

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2009 kl. 11:40

8 identicon

Já, það hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá ykkur kæra fjölsk. síðan 2006, sem betur fer, til betri vegar. Tárin brutust fram þegar ég las þessa upprifjun. En nú er bara allt uppá við hjá ykkur, trúi ég. Njótið aðventunnar.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 12:43

9 identicon

Já það hefur mikið breyst til hins betra síðan þessir tónleikar voru.  Man eftir þessu kvöldi. Yndislegir tónleikar en samt erfiðir.  Góð upprifjun fyrir okkur öll að kraftaverk geta gerst og maður á aldrei að gefast upp.  Þið hafið sýnt okkur það.

Hafið það sem allra best um hátíðirnar.  Vona að jólin verði jafngóð ef ekki betri en í fyrra.

Kv. Hrafnhildur Ýr

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 10:09

10 identicon

langaði bara að senda ykkur óskir um gleðileg jól  og góða heilsu á komandi árum.  Var á þessum tónleikum og þeir voru frábærir og litla hetjan svo fín og flott.  Þakka fyrir að hafa fengið að fylgjast með hetjunni ykkar og leggja smá af mörkum til að gera henni og ykkur lífið bærilegra......jólakveðja Guðrún

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband