18.12.2009 | 10:56
Er að meikaða þessa dagana...
Þuríður Arna mín er algjör snillingur og er alveg að meikaða þessa dagana sérstaklega eftir að hún fékk gleraugun sín enda hálf blind án þeirra og stúlkan loksins farin að sjá heiminn einsog við flest sjáum hann.
Við vorum t.d. staddar í búð um daginn þegar einhver flautar á mig og ég er svo hrikalega ómannglögg og sá ekkert í gegnum rúðuna þannig ég veifaði ekki svo ég sný mér að Þuríði "Þuríður mín sérð þú hver er að flauta á okkur?" Þuríður:" uuuuuu já mamma ég er með gleraugun". Fannst þetta frekar fyndið því stúlkan er að átta sig á því að hún sér loksins og fannst frekar hallærislegt að ég myndi spyrja hana að þessu. Einsog áðan vorum við mæðgur að baða Hinrik og Þuríður var alveg æst í að taka bróðir sinn uppúr baði og þurka honum og ég var ekki alveg á því enda á hún frekar erfitt með að lyfta honum þá heyrist í minni "já enn mamma ég er með gleraugun". Að sjálfsögðu gat ég þá ekki neitað henni því hún sá alveg bróðir sinn heheh. Í dag er annars fyrsti dagur í jólafríi hjá Þuríði minni og hún kallar þessa dagana "mömmufrí" því þá fær hún smá dekur hjá mér og nýtur sín í botn að vera "ein" með mér og Hinrik. Ekki amalaegt!
Við fórum á fimleikaæfingasýningu hjá Oddnýju minni í gær og ég myndi ljúga því ef ég væri ekki stolltust af stúlkunni, þvílíkir hæfileikar á ferð. Hún er bara snillingur, fékk þetta líka staðfest í gær þegar þjálfarinn hennar kom til mín og hrósaði henni svona líka mikið enda upprennandi stjarna á ferðinni og hinir þjálfararnir "gapa" yfir henni. Jiiiii hvað ég er montin. Hérna eru tvær frá æfingunni í gær:
Núna ætlum við mæðgur að taka smá til hendinni á meðan drengurinn sefur. Brjálað að gera þessa dagana einsog hjá flestum einsog t.d. skötuveisla í kvöld en þá ætla ég að taka með mér nesti, Skatan er ekki mitt uppáhald.
Eigið góða helgi kæru lesendur.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru fréttir frá ykkur eins og úr litlu ævintýralandi og svo gaman að því.
Aumingja Þuríður hefur séð svo illa að hún heldur að hún geti allt jafnvel þó það tengist ekki sjón, bara vegna gleraugnanna. Endalaust gott.
Sendu ykkur kærleikskveðjur.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 12:59
Vááá, rosalega flottar fimleikamyndirnar af litlu snúllunni ykkar. Greinilega mikið efni, teygir vel úr ristum og með kroppinn vel spenntan. Fimleikar eru sko besta íþrótt í heimi :O) Er alveg viss um að pabbinn er sammála því.
Jane Petra (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 13:47
Já Jane - þú mast kannski ekki hvað ég var gríðarlega sterkur á fimleikasvellinu
Óskar Örn Guðbrandsson, 18.12.2009 kl. 14:03
Þá er það upplýst að fimleikasnilldin hennar Oddnýjar er frá pabba hennar. Hún er greinilega mjög fær í þessu stelpan sem er frábært. Og Þuríður búin að fá marga nýja hæfileika með gleraugunum. Hún hefur verið mjög óörugg án þeirra, það er greinilegt. Sjáftraustið hefur hækkað og færin hennar aukist til muna. Góða helgi
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.12.2009 kl. 00:58
Aprílrós, 19.12.2009 kl. 07:43
Ég sé bara á myndunum hversu efnileg hún er hún Oddný Erla. Sjálf var ég í fimleikum áður en ég tók badmintonspaðann í hönd :)
Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 16:23
Oddný flotta flotta
Þuríður er yndisleg, tengir allt gleraugunum sínum þessi elska
Kær jólakveðja Áslaug mín, Óskar og börn. Hjartans þakklæti fyrir einlæg og yndisleg skrif á árinu sem er að líða. Hér er notalegt að staldra við, hugsa hvíla og njóta
Ragnheiður , 19.12.2009 kl. 22:36
Yndislegt. Jólakveðjur frá Þorgerði og Grétu í Lundi.
Þorgerður (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.