29.12.2009 | 23:16
Gleðilegt árið
Gleðilegt árið og ég óska þess að sjálfsögðu að árið 2010 verði eins gott hjá okkur og það sem er að líða en árin verða bara betri og betri hjá Þuríði minni. Jólin eru búin að vera yndisleg, allir hressir og kátir sem sagt eintóm hamingja. Erum búin að slappa endalaust af og líka gera alveg heilmargt en hérna eru nokkrar frá líðandi dögum:
Á aðfangadag förum við alltaf að leiðunum hjá langömmu "Jó", langafa Óskari (krakkana sko) og systir Óskars. Þegar amma "Jó" kvaddi þennan heim þá held ég ekki að það hafi verið tilviljun að hún valdi þann dag sem hún kvaddi okkur en það var á þeim mínútum að við vorum að fara í loftið til Boston með Þuríði mína í stóru aðgerðina sína. En sólarhring áður var hún búin að spurja okkur hvort hún mætti koma með okkur til Boston sem við að sjálfsögðu neituðum ekki og eftir það trúi ég því að hún hefur setið yfir Þuríði minni og hjálpað henni í gegnum þessar raunir sem hún hefur þurft að berjast í gegnum. Já ég TRÚI þessu.
Við förum svo alltaf í möndlugrautinn í hádeginu uppá Skaga og í þetta sinn fékk Oddný Erla mín möndluna og var svona líka stollt.
Töffararnir mínir komnir í jólanærfötin sín, bara laaaaaaang flottastir.
Við erum búin að fara í smá sleðaferð og hérna er Þuríður Arna mín svona líka hamingjusama í einni bununni. Ég var búin að gleyma hvað þetta er gaman enda fór ég nokkrar ferðir með krökkunum og ö-a í hverri ferð flaug ég af sleðanum.
Það er ekki búið að borða lítið af þessu yfir hátíðarnar, Hinrik mínum fannst ekki leiðinlegt að hafa náð í þetta enda mikill nammigrís.
Þuríður Arna mín bíður rosalega spennt eftir áramótunum en það er hennar uppáhalds dagur, hún elskar þessar sprengjur og helst að vera MJÖG MIKILL hávaði. Kíktum á eina flugeldasýningu áðan og var ekki sátt þegar henni lauk.
Eigið gleðilegt ár.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gleðilegt ár öll sömul, megi það vera gott og gæfuríkt í alla staði, allar góðar vættir vaki yfir ykkur, þið eru yndisleg og dugleg fjölskylda, áramótaknús.
Didda ókunnug (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 11:42
gleðilegt ár yndislega fjölskylda.
Aprílrós, 30.12.2009 kl. 19:59
Falleg færsla að afloknum jólum. Falleg börn eins og vant er. Frábært að sjá Hinrik Örn STANDA við hlið bróður síns. Jólasveinninn okkar kom í gær, dóttursonur sem fæddist í Osló. Eigið frábær sprengiáramót og gleðilegt nýtt ár. á línuna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.12.2009 kl. 21:12
Gleðilegt ár fallega fjölskylda. Ég hreinlega elska að lesa bloggin frá þér Áslaug. Maður fyllist alltaf stolti yfir ykkur eftir hvern lesturinn. Ég vona að Þuríður Arna (og að sjálfsögðu hin líka) skemmti sér konunglega í kvöld. Og vonandi verður nýja árið ykkur jafn gott og það sem er að renna á enda. Áramótakveðjur, Ásdís.
Ásdís (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.