Leita í fréttum mbl.is

Einu sinni...

....var morgunskammturinn hennar Þuríðar minnar þessi:
lyf
Jú þetta var BARA morgunskammturinn hennar og það var annað eins um kvöldið en í DAG er morgunskammturinn hennar ÞRJÁR töflur og skammturinn fer minnkandi.  Hver segir svo að kraftaverkin gerast ekki?  Jú þau gerast en við fáum of sjaldan að heyra frá þeim því einsog Pálmi Matt prestur sagði við okkur þá þorir fólk ekki að tala um kraftaverkin því það er svo hrætt við að þau verði tekin af þeim.  Ég bara neita að trúa því að kraftaverkið okkar verði tekið af okkur, ég trúi því að árin verði bara betri hjá hetjunni minni það eru svo margir að vaka yfir henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Yndislegt hvað gengur vel hjá hetjunni, og já svo sannarlega gerast kraftaverk ennþá og það á ekki að leyna þeim fyrir neinum. Mér finst alveg yndislegt að fylgjast með ykkur , þið eruð öll svo miklar hetjur. Þið eruð alltaf á mínum bænalista ásamt fleyrum börnum og fjölskyldum. Geri allt sem ég get . Kærleiks knús og ást til ykkar.

Aprílrós, 31.12.2009 kl. 01:32

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er svo mikilvægt að trúa á hið góða og það eruð þið búin að sanna rækilega. Ekki það að sú sönnun sé ný, öðru nær.

En við verðum bara að sanna hlutina á eigin skinni og það hafið þið svo sannarlega gert. Með því að bera saman það sem var og er, sést svo vel hvað hefur áunnist sem er frábært.

Til hamingju með öll kraftaverkin ykkar, þau eru svo stórkostleg.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.12.2009 kl. 02:21

3 identicon

Þið, ásamt fleirum eruð alltaf á mínum bænalista. Ég samgleðst ykkur svo innilega og vona að það verði áfram. Óska ykkur gleðilegs árs og kærar þakkir fyrir að fá fylgjast með ykkur. Áramótakveðjur frá Sólveigu.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 09:16

4 identicon

KRAFTAVERK gerast. Þuríður Arnar er eitt þeirra. Gleðilegt ár kæra fjölskylda.Yndislegt að fá að fylgjast með ykkur.

Kveðja frá Þorgerði.

Þorgerður (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 13:21

5 identicon

Yndislega fallega fjölskylda

Ég er sammála þessu sem Pálmi segir, en ég er líka sannfærð um það að Þuríður Arna er eitt af þessum kraftaverkum sem gerast.

Ég bið Guð að gefa ykkur áfram góða heilsu og hamingju, á nýju ári.

kærleikskveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 22:14

6 Smámynd: Halldór Jóhannsson

ÞURÍÐUR ARNA  gerir KRAFTAVERK...og lætur aðra gera það líka:) 

Ég kaus hana  maður ársins á RÁS TVÖ.....

Stórt knús og áramótakveðjur til allra:)

Halldór Jóhannsson, 31.12.2009 kl. 22:41

7 identicon

Hæ elsku fallega prinsessan mín...langt síðan ég hef skrifað þér....en ég hugsa alltaf til þín og bið guð að passa þig sæta min.vona að að ég hitti þig fljótlega dúllan mín.Gott að heyra að þú áttir yndislega hátíð með fjölskyldunni....knús og koss litli engill

Björktöffari (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband