Leita í fréttum mbl.is

......árið

Þá erum við búin að kveðja árið 2009 sem hefur verið það besta í "veikindasögu" Þuríðar minnar, búin að sýna miklar framfarir á árinu sem er liðið.  Hún er farin að lesa smávegis sem er ákveðið kraftaverk og hefur gengið miklu betur skiljanlega eftir að hún fékk gleraugun sín enda með plús fimm á báðum augum hvað þá skriftin hennar sem hefur breyst mikið eftir að hún fór að "sjá".  Þroskinn hennar er á uppleið og oft er erfitt að horfa á hana mjög óhamingjusama því hún er að átta sig á því að hún er ekki einsog hennar jafnaldrar og það er farið að taka á hjá henni.  En það hefur hjálpað henni ofsalega mikið hvað hún er jákvæð, hress og þrjósk, hver segir svo að það sé slæmt að vera þrjóskur?LoL ....það hefur allavega hjálpað Þuríði minni mikið, það hefur líka hjálpað henni mikið hvað hún á dugleg systkin sem hún lítur ofsalega mikið upp til og langar að vera eins og þau þar að segja getað alla þá hluti sem þau geta.

Mér finnst ofsalega skrýtin tilhugsun að kraftaverkið mitt er að verða átta ára á þessu ári, þessi tími er alltof fljótur að líða.  Þó svo hún eigi ekki afmæli fyrr en í maí þá er hún með ákveðna hugmynd hvað henni langar í afmælisgjöf en hún tilkynnti foreldrum sínum það í dag að henni langaði í ferð til London í afmælisgjöf og fara sjá "mama mia showið".  Mér finnst reyndar alveg stórkostlegt að hún eigi sér drauma og er farin að tala um þá þó svo þeir séu ekkert að fara rætast (allavega ekki á þessu ári ehhe) en þá er þetta ákveðin þroski sem hún er að sýna og segja. 

Ég ætla reyndar ekkert að renna þannig séð yfir árið en í jan'09 fór Þuríður mín í myndatökur og þá var pínu minnkun á æxlinu (frá síðustu myndatökum) og svo fór hún aftur í ágúst sama ár en þá stóð æxlið í stað sem var reyndar mjög gott þó svo við hefðum viljað sjá ennþá meiri minnkun en þá er þetta í áttina.  Læknarnir voru reyndar búnir að ýgja því að okkur að láta kanski tólf mánuði líða á milli næstu myndataka en ég er ekki alveg að treysta mér í það og mun ö-a biðja um myndatökur í maí en þá mun líða níu mánuðir á milli sem verður samt lengsti tími á milli myndataka.

Vorið '09 hittum við lækni útaf því hvað Þuríður okkar var ekkert búin að stækka í alltof langan tíma og þá átti að hugsa um að grípa inní það og gefa henni einhver hormónalyf (kann ekki alveg á svona). En það var einsog það hefði verið nóg fyrir stúlkuna að hitta lækninn því yfir sumarið stækkaði Þuríður um nokkra cm og þanga til í nóv voru þetta alveg heilir 6cm þannig það þarf ekkert að grípa inní hjá henni allavega ekki einsog staðan er hjá henni í dag.

Árið 2009 ákváðum við að skila hjólastólnum hennar Þuríðar okkar og það var frekar stórt skref og erum hætt að nota kerruna hennar enda eru hennar kraftar allir að koma tilbaka.  Næst á dagsskrá hjá okkur er að láta hana losna við "brunninn" hennar sem hún er með við brjóstið til að stinga hana í þegar það er verið að taka blóð og þess háttar en ætlum að ákveða það eftir næstu myndatökur.

Þuríður Arna er búin að vera á fullu í sjúkra og iðjuþjálfun og sýnir endalausar framfarir en í lok árs fór hún í hreyfiþroskapróf en hún hefur alltaf átt við mikla þroskahömlun að stríða vegna hennar veikinda svo ég hlakka mikið til að sjá útkomuna sem ég veit að verður betri en síðasta.  Hún er einmitt svakalega spennt að byrja í sjúkraþjálfuninni núna í janúar því þá byrja hestarnir aftur sem er hennar uppáhald en ég er líka spennt því það er yndislega gaman að sjá hana á þeim, endalaust hamingja og gleði hjá henni þá.

Gærkvöldið hjá okkur var æðislegt en Þuríður Arna mín bombuglaða fannst ekki leiðinlegt að "skjóta" upp nokkrum bombum og hefði viljað vera ALLT kvöldið og nóttina að skjóta upp.   Hér er ein af Þuríði minni með flugeldakassann sinn:
P1015924

...og svo er hérna ein af þeim systrum ásamt Evu Natalíu frænku sinni (systurdóttir minni).
P1015950
Theodór minn var bara inni enda alveg skíthræddur við bomburnar þannig fíflaðist bara þar:
PC315807
Aftur á móti fannst Hinrik mínum þetta alveg æðislega skemmtilegt og horfði alveg dofinn á sprengjurnar kl tólf, jú að sjálfsögðu fékk hann að vaka með okkur til að kveðja árið.
P1015931

Eigið gleðilegt ár kæru lesendur, bara spennandi ár framundan.  Hlakka mikið til næstu mánaðar en þessi mánuður byrjar að sjálfsögðu með skóla en ekki hvað og áframhaldandi uppbyggingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk fyrir þennan frábæra annál 2009. Við erum svo fljót að gleyma og það er líka hollt að líta til baka. Theodór á sér tvo skoðanabræður varðandi flugelda sem er báðir 4 ára og ég þekki vel. Daman vill skreppa til London á afmælinu sínu, það segir mér bara eitt og það er ekkert "krepputal" á ykkar heimili sem er gott. Ég held nefnilega að slíkt tal geti í mörgum tilfellum skaðað börnin, sérstaklega ef mikil reiði er í spilinu. Það er bjartsýnin sem gildir nú sem áður og svo verður áfram. Gleðilegt nýtt heilbrigðisár.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.1.2010 kl. 22:07

2 Smámynd: Aprílrós

Gleðilegt ár yndislega fjölskylda, megi árið 2010 vera ykkur gleðiríkt á allan hátt ;) Yndislegt að allt er á uppleið ;)

Aprílrós, 2.1.2010 kl. 01:59

3 identicon

Gleðlegt ár litla gullstelpan mín og vona að þið hafið það öll got á komandi ári.Bið guð að vera með ykkur og haldla í hendina ykkkar og svo er það bara ekkert annað en hittingur fjlotlega í janúar ef allir eru til.....love and hugs til ykkar elskurnar

Björk töffari (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:02

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Gleðilegt árið kæra fjölsk...............

Halldór Jóhannsson, 2.1.2010 kl. 23:38

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með kraftaverkinu blómstra svona og heyra og lesa um allar framfarirnar...þetta er allt að koma og hún á sko pottþétt eftir að spjara sig þessi flotta stelpa sem og systkinin öll. Þið eruð alveg frábær og ég vona af öllu hjarta að árið 2010 verði ennþá betra en 2009 hjá ykkur.

Gleðilegt ár!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 3.1.2010 kl. 01:42

6 identicon

Ég tek undir með Bergljótu, það er yndislegt að fylgjast með öllum þessum framförum hjá hetjunni.        Gleðilegt ár og takk fyrir að fá að fylgjast með baráttunni, og dugnaði ykkar.

Solla-amma (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 11:41

7 Smámynd: Ragnheiður

Frábær samantekt á frábæru ári. Enda veitti ekki af góðu ári á ykkar heimili

Ragnheiður , 3.1.2010 kl. 18:17

8 identicon

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með henni og ykkur, megi árið sem nú er gengið í garð verða ykkur gæfuríkt

kærleikskveðjur

Dagrún (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 01:29

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir tennann flotta annál.

Hjartanskvedja til ykkar frá okkur í Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2010 kl. 13:13

10 identicon

Takk fyrir þennan góða pistil.  Minar bestu óskir um  gleðilegt ár til ykkar allra.  Kveðja frá Þorgerði..

Þorgerður (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:15

11 identicon

Takk fyrir þennan fína annál og gleðilegt ár.  Megi nýja árið verða ykkur heillaríkt í alla staði.

Kristín (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband