Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Ný könnunn

Að sjálfsögðu er komin ný könnun, kanski er það líka vegna þess ég sjálf elska að gera nýjar og nýjar kannanir svo þetta er ekki bara fyrir Lindu ehehHlæjandi Gott samt að geta kennt einhverju öðrum um.  Víííí!!  Svarið!!

Lifandi

Vildi bara láta ykkur vita að við erum lifandi alveg sprellandi en það er bara svo brjálað að gera hjá stórfjölskyldunni að mín hefur engan tíma til að skrifa.

Erum á leiðinni í brúðkaup en Hanna Þóra systir Skara er að fara gifta sig og stelpurnar á leiðinni í næturpössun til uppáhalds frænku sinnar Lindu og strákanaHlæjandi Þær eru alveg að farast úr spenning!!  Theodór kemur að sjálfsögðu með okkur því ekki fer drengurinn ennþá langt frá móðir sinni en hann er allur að koma til að drekka úr glasi og snillingur að borða graut sem hann fær 1-2x á dag annars þess á milli sýpur hann brjóstið sitt og finnst það sko ekki leiðinlegt enda er drengurinn að vakna endlaust oft á nóttinni til að drekka.  Hélt að hann væri hættur þessu en það er ekki svo gott því verr og miður.Gráta

Engin tiími til að skrifa meir enda þarf mín að fara gera sig til fyrir weddingið en ég lofa að skrifa á morgun eða hinn eheh!!
Hasta la vista!!

Ágætu félagar!!

Þar sem ég hef engan tíma til að skrifa ákvað ég BARA fyrir Lindu frænku sem elskar að svara könnunum að setja inn eina nýja.  Endilega svarið henni!!

Flestir halda sem sagt við eignum fimm börn einsog ég hef alltaf sagt og júts auddah fer ég ekki að valda ykkur vonbrigðum og kem með eitt á tveggja ára frestiHlæjandi Ég meina hvað hef ég betra að gera en að drita niður börnum ekki neitt, það hvorteðer ræður engin móðir langveiksbarns til vinnu sem þarf að taka sér allavega tvo daga á mánuði frí er það nokkuð?  Einhversstaðar verð ég að fá laun, well reyndar engin laun vegna fæðingarorlofs get ég fengið sem maður lifir lengi á.  Dóóóhh!!

Myndir myndir myndir

Ég þorði ekki öðru en að setja inn en eitt albúmið hjá krökkunum þar sem ég mun eyða deginum hjá múttu minni á morgun að hjálpa henni með krakkana bara svo kellan rassskelli mig ekkiHissa Hún nebbla er alltaf kvartandi yfir myndaleysi ok kanski smá alhæfing, bara búin að kvarta einu sinni en núna getur hún tekið gleði sína uppá ný og skoðað fleiri myndir.  Vííííí!!

Kveðja Slauga bissíasta kona ever þessa vikunaKoss

Áfengi=þoli ekki=Þuríður

Öskrandi Það er nú ekki margt sem ég þoli ekki eða læt í pirrurnar á mér og er ekki vön að æsa mig yfir hlutunum enda þessi mjög rólega manneskja jú og get líka verið stórklikkuð ehehe Saklaus

Enn það er eitt sem ég þoli ekki og get verið gargandi reið þegar ég er innan um drukkið fólk sem er mjög mjög sjaldan sérstaklega eftir að Þuríður mín veiktist þegar það fer að tjá sig við mig um veikindin hennar Þuríðar.  Þetta fólk getur ekki komið til mín þegar það er edrú og tjattað við mig um daginn og veginn en þegar það þarf að hella sig fullan til að geta spurt mig útí hetjuna mína, ég verð alveg band brjáluð, pirruð, reið og gæti slegið þessar manneskjur.  T.d. sirka tveimur mánuðum eftir að Þuríðui veiktist ákváðum við Skari að fara á Sálarball til að lyfta okkur aðeins upp og reyna að hugsa um eitthvað annað en það eru nú einu böllin sem við förum á eheh enda get ég heldur ekki beðið eftir að mínir menn fara að spila í sumar og minn maður hættur á brjósti svo ég geti tjúttað við sviðið og reynt að koma við goðin mín.  Ok sleppi því kanski að reyna snerta þá en öskra mig samt hása við sviðið.

Allavega þá mætti ég þessari ákveðnu manneskju nota bene á klósettinu á Nasa eheh og hún í glasi, og byrjar hún ekki að tauta um Þuríði mína og blablabla sem ég ætla kanski ekkert að fara nánar útí.  Mig langaði að slá hana og ekki er ég mikið fyrir slagsmál ehe en ég hefði ekki einu sinni heilsað þessari manneskju úti á götu hvað þá að ég færi að ræða einhver veikindi við hana þá sérstakalega við drukkna manneskju.  Afhverju haldiði að ég nenni aldrei að fara neitt útá lífið?  Jú því maður getur aldrei farið neitt án þess að hitta einhvern sem langar að ræða um Þuríði við mig en stundum langar manni að fara eitthvað til að reyna hugsa um eitthvað annað.  Ég var t.d. líka í veislu um daginn og allan tíman í veislunni var BARA talað við mig um Þuríði, ok ég skil fólk alveg að það vill vita hvernig henni líður og hvernig lyfjameðferðinni gangi en stundum langar manni bara að gera eitthvað annað en að tjatta um það því lífið mitt snýst um þetta og þegar ég fer út án barnanna minna sem gerist nær aldrei þá langar mig að reyna skemmta mér og tjatta við fólk um eitthvað annað. 

Sumir reyndar lesa alveg síðuna mína og vita alveg hvernig allt gengur en finnst það þurfi  kanski bara kurteisi að spurja en vitiði það þið þurfið ekkert að reyna vera kurteis.  Í þessari sérstöku veislu var áfengi um hönd og það voru sérstaklega tvær manneskjur sem ég tók eftir voru ekkert að tjatta við mig hálfa veisluna en um leið og þær voru drukknar og þá voru þær komnar til mín til að fá fréttir af Þuríði.  Öskrandi Hættið þessu, ég er ekki að fíla þetta!!

Ég hef alltaf átt mjög auðvelt með tjá mig um veikindin hennar Þuríðar minnar, ég þarf ekki að fá mér í glas til þess.  Mér hefur alltaf funndist gott að tala um þau við alla sem ég þekki og það hefur hjálpað mér heilmikið að halda þessari heimasíðu uppi.  Þá hringir síminn heldur ekki endalaust mikið eheh.  Ég ætla líka að halda því áfram en ef ég hitti þig/ykkur á djamminu eða í veislu og þú/þið eruð undir áhrifum þá EKKI spurja mig útí hetjuna mína því þá verða slagsmál eheh.
Takk fyrir!!

Myndir

Var að setja inn nokkrar sundmyndir af yngri töffaranum mínum, endilega kíkið!! Hlæjandi

Myndir neinei ekkert svoleiðis

Ég ætlaði að vera ótrúleg dugleg í dag að setja inn myndir því ég fékk skammir af Dragógenginu í morgun hvað við værum búin að vera ódugleg að setja inn myndir.  Þannig Skara var klikkaðslega duglegur í morgun þegar juniorinn var í sundtíma og raðaði alveg niður myndunum en svo þegar mín ætlaði að setja niður og leyfa ykkur að njóta þeirra líka þá bara er barnalandssíðan lokuð í dag.  dóóhh!!Öskrandi

Veitiggi alveg hvort ég hef mikin tíma í vikunni að setja þær inn júmm kanski á morgun eða það verður væntanlega eini dagurinn því þetta er mjög bissí vika hjá frúnniKoss.  Miðvikudag og fimmtudag verður mín að hjálpa mömmu að passa börnin þar sem Anna verður fjarverandi og svo eru kvöldin full af prógrammi. Ég skal samt reyna og finna einhverjar eyður fyrir ykkur, bara fyrir ykkur!!Ullandi

Jæja best að setjast fyrir framan imban og horfa á eitt stykki video-mynd

Tíminn líður hratt

Theodór minn rúmlega fjagra mánaða og ég hef alltaf haldið að drengurinn myndi aldrei nenna því að fara yfir á magan eheh en svo í morgun var ég að fylgjast með honum en hann var að leika sér á leikteppinu, júmm minn maður næstum því farinn yfir á magan.  Ok hann er ekki farinn á hann enda er hendin eitthvað að flækjast fyrir og hann veitiggi alveg hvað hann á að gera við hana en það er ótrúlega stutt í þetta hjá drengnum.  Áður en ég veit af verður hann farinn að hlaupa um og farinn að bögga systur sínar eheh!!  Þær eiga það þá skilið því þær bögga hann endalaust mikið og ekki segir hann orð bara hlær og skemmtir sér þótt þær togi hann og teygi.  Allur vanur þessi drengur!!Hissa

Þetta gerist endalaust hratt með ODdnýju Erlu og bleyjuna frægu, júmm stelpan er alveg hætt með bleyju segir bara til sín og meira að segja í nótt vaknaði hún því hún var búin að gubba greyjið og þá biður hún um að pissa.  Geri aðrir betur!! Hún er endalaust dugleg!!

Svo má maður heldur ekki gleyma hrósa Þuríði í þessu því hún verður doltið útundan í þessu pissustandi og verður smá leið yfir því þannig núna er henni hrósað hástöfumHlæjandi

By the way þá er komin dagssetning á hvenær við hittum doktorinn okkar frá Boston en það verður þann 19.júní, áður en ég veit af verður komið að þeim degi enda ekki svo margir dagar þanga til eða bara tvær vikur.  Jámm það er svona stutt.  Tíminn líður alltof hratt!!

Ólafur doktor er rétt búinn að kíkja yfir heilaritið hjá henni Þuríði og þar komu nottla flogabreytingar á ritinu en hann var ekki með gamla til að miða við þannig við vitum ekki hvort þetta sé ekki alveg ö-a á sama stað og síðast.  Þar að segja flogabreytingarnar eða þar sem flogin koma, æjhi erfitt að útskýra hér. Við nottla segjum að það komi allt af sama stað og síðast þanga til annað kemur í ljós, vitum væntanlega ekkert fyrr en 19.júní á fundinum.

Hverjir eru þessir tveir sem eru svona vitlausir að halda að ég og Skari séum hætt í barneignum ehehe, stupid kid!!  Að sjálfsögðu erum við ekki hætt, hvernig er hægt að hætta að eignast svona yndislega falleg og góð börn?

Púffh reyndar hef ég endalaust að tala um þessa dagana en ég ætla að geyma eitthvað af því í næstu færslumÓákveðinn Þanga til!!

Ný könnun

ATH
Ég var að setja inn nýja könnunHlæjandi Þið voruð ótrúlega dugleg að svara hinni og það er greinilegt að ykkur líkar betur við þessa síðu en gömlu þannig ég mun halda áfram að vera með þessa.
Endilega svarið hinni!!

Helgin!!

Glottandi Þá er en ein helgin framundan og það löng helgi þannig maður gerir eitthvað skemmtilegt með stelpunum en ekki hvað?

Afmæli á morgun hjá Birtu Dögg frænku sem er nýorðin sjö ára verst að við Skari munum ekki getað stoppað lengi þar sem við erum að byrja á brúðkaupstörninni okkar þetta sumarið en stelpurnar verða eftir og amma Oddný mun sjá um þær. Frændi Skara er sem sagt að gifta sig á morgun uppá Skaga og það verður væntanlega stuð á þeim bæHlæjandi

Theodór byrjaði í ungabarnasundi í gær og það var einsog hann hefði aldrei gert neitt annað eheh, meistarinn gerði allt með pomp og prakt sem honum var sagt að gera eða réttara sagt látinn gera.  Þetta var endalaust gaman og er strax farin að hlakka til næsta tíma.

Oddný Erla eiginlega farin að segja til sín þegar hún þarf að pissa og ég er endalaust stollt af henni.  Stúlkan sem sagt alveg HÆTT með bleyju og fær sko ekki að taka hana með sér á leikskólan eftir helgi.  Takk fyrir!!Hissa

Þuríður mín Arna var ótrúlega óhamingjusöm í gær eftir lyfjameðferðina, grét endalaust mikið og var að krampa líka óvenju mikið.  Ekki gott!!  Henni hefur kanski verið óvenju óglatt eftir lyfin sem hún verður oftast eftir þessar lyfjagjafir og fattar heldur ekki hvernig hún getur látið mann vita hvað sé að?  Hún er heldur ekki vön að kvarta ef henni líður illa enda mesta hetjan sem ég þekkiHlæjandi

Haldiði ekki að Theodór minn Ingi sé farinn að sofa betur á nóttinni, jibbíjeij!!  Útí London byrjaði hann að vakna "bara" tvisvar sinnum sem var frekar gott en núna er drengstaulinn að vakna bara einu sinni til að drekka og það er sko þvílíkur munur að geta sofið almennilega og já ég kalla þetta sko að sofa almennilega þótt drengurinn vakni hálfsjö á morgnanna.  Ýkt glöð!!  Vonandi heldur þetta svona áfram, bara krossa fingur!!  Mín fór meir að segja fjóra tíma frá honum í gærkveldi og minn maður fékk bara graut hjá pabba sínum og vatn að drekka og át bara einsog pabbi sinnÓákveðinn Snillingur!!  Þannig núna getum við hjónakornin kanski farið að nýta bíómiðana okkar sem þær gellur á Háaleitisbrautinni (Glitnisbanka) á gamla vinnustaðnum mínum gáfu okkur þegar ég var á steypinum, hendi bara börnunum í mömmu ehehe!!

Vonandi verður helgin góð hjá ykkur, stefni á mín verðu góð.  Láta Skara grilla handa okkur í kvöldUllandi
Knús og kossar!!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband