Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Hæ hó jibbíjeij það er komin 17.júní

Þessi fyrirsögn eru á flestum bloggum í dag og vonandi á þessi dagur eftir að vera skemmtilegur hjá ykkur.  Veitiggi alveg hvernig þessi dagur mun fara hjá mér, jú mér líður aðeins betur í dag en í gær eftir fréttir gærdagsins en er samt ennþá með stóran hnút í maga og þvílíkan kvíða fyrir mánudeginumFýldur

Okkur er boðið í brúðkaup í dag hjá vini Skara honum Viktori sem ætlar að giftast henni Ingibjörgu sinni, til hamingju með daginn krakkar!!  Ég treysti mér enganvegin í brúðkaupi get ekki face-að allt þetta fólk og kanski mikið af því sem ég þekki lítið sem ekkert og er að spurja mann frétta af Þuríði minni Örnu og þar sem ég er ógurlega viðkvæm þessa dagana á ég væntanlega eftir að brotna niður og það langar mig ekki að gera í miðri veislu.  Skari ætlar að fara þannig ég verð heima með börnin, mig langar náttúrlega að gera eitthvað skemmtilegt fyrir stelpurnar tilefni dagsins en veitiggi alveg hvort ég treysti mér til þess.  Sá nebbla að Skoppa og Skrítla, Solla og Halla verða í bænum í dag og það væri nottla drauma dagur fyrir stelpurnar að fá að sjá þær.  Æjhi ég veitiggi neitt?

Svo þið fáið að vita eitthvað með fréttir gærdagsins þá heyrðum við í hjúkku Þuríðar 2x í gær, þá eru komnar smá bráðabirgða niðurstöður úr myndtökunum.  Fyrst héldum við að það væru "bara" einhverjar bólgur í æxlinu sem kæmu kanski bara útaf lyfjameðferðinni sem væru nottla"bestu" fréttirnar sem við gætum fengið fyrirutan að engar breytingar væru í því.  En það var nú ekki svo gott, það eru víst einhverjar breytingar í æxlinu sem læknarnir hefðu ekki viljað sjá, æjhi mér finnst ofsalega erfitt að útskýra svona svo ég leyfi kanski Skara að útskýra þetta betur fyrir ykkur kanski á mánudaginn þegar við höfum hitt liðið okkar.  Þannig krabbameinslæknarnir hennar eru strax farnir að hugsa hvað þeir geta gert næst fyrir hana, jú þeir hafa talað um haraðari meðferð og svo voru einhverjir fleiri möguleikar í stöðunni sem ég ætla kanski heldur ekkert að fara nánar útí.  Geri það bara líka á mánudaginn eftir hittinginn.  Æjhi mér finnst þetta allt ótrúlega erfitt og þegar maður heyrir að einhverjar breytingar hafa orðið þá leggst maður bara í allt svart svo þannig núna bíð ég bara eftir mánudeginum til að hitta teamið með stóran hnút í maganum, ég er svo  máttlaus og reyni að undirbúa mig sem best en held að það sé ekki hægt að undirbúa sig fyrir svona lagað en við vitum samt að það koma ekki góðar fréttir.Gráta  Ég sem var svo bjartsýn en hef alltaf verið svo svartsýn, ömurlegast!!

Eigið góðan dag, gerið eitthvað skemtilegt fyrir börnin ykkar í dag ekki láta veðrið trufla ykkur.
Munið að fara með bænirnar ykkar og líka fyrir Þuríði.
Slauga

Hætt að vera með þessa "grímu"

Mér finnst lífið svo ósanngjarnt að hálfa væri miklu meir en nóg, mér er ótrúlega illt í hjartanum hef ekki funndið svona mikið til í því síðan dagana sem Þuríður veiktist.  Afhverju þarf hann að vera svona vondur?  Ég bara hreinlega skil þetta ekki og mun væntanlega aldrei skilja hann.  Ég er búin að gráta endalaust mikið í dag, búin að vera svo máttlaus og á ö-a eftir að gráta meira en mikið er samt gott að gráta.  Nú standi þið lesendur góðir væntanlega á gati og vitiði ekkert hvað ég er að tala um en þá verðiði bara að leggja saman 1+1?Gráta

Ég var að tala við Brynju vinkonu í dag sem kemur reyndar alltaf einsog einhver eldibrandur þegar mér líður illa og reynir að láta mér líða betur en reyndar bannaði ég henni að hringja í mig í dag því ég hefði ekki komið upp orði við hana þannig ég tjattaði bara við hana á msn-inu sem var frekar gott enda er Brynja vinkona sem allir vilja eiga, knús til þín Brynja mín.  Hún einmitt sagði við mig í dag að ég ætti að hætta að vera með einhverjar grímur, maður segir oft við fólk að manni líði bara vel þótt manni líði ekkert vel en núna er ég hætt því enda líður mér bara hrikalega núna og ég veit hvað það er gott að tala þótt maður komi oft ekki upp orði og gráti endalaust.  Maginn minn er gjörsamlega ónýtur af sársauka, þegar ég lít á hana Þuríði mína finn ég svo mikið til.  Hún er eitthvað svo saklaus og veit ekkert hvað er að ske í kringum sig og finnst bara allt eðlilegt, svo sér hún mömmu sína gráta og skilur ekkert?  Oddný spurði mig áðan hvort ég væri að gráta því hún sá mig gera það í dag en ég náttúrlega neitaði því ég var ekki að því þannig hún spurði mig "ætlaru að gráta á morgun mamma?".  Æjhi þær skilja ekkert.  Æjhi mér finnst allt svo óendanlega erfitt. 
Hvursu langt ætlar hann að láta þetta ganga?

Munið að fara með bænirnar ykkar í kvöld og megið taka eina fyrir mig líka eða okkur þar að segja aðallega samt Þuríði mína, takið eina góða fyrir hana!!  Þarf á ykkar bænum að halda.
Knús og kossar
Áslaug Ósk

Föt föt föt og aftur föt

Mig langar endalaust mikið í föt, aaaaaaaarggghh!!  Öll fötin mín orðin of stór á mig og mín ekki að fíla það, hef ekki keypt mér flík eftir að Theodór Ingi fæddist ok ég lýg því tveir þrír bolir kalla ég ekki almennilegar flíkur.  Fór í  kringluna í gær og lét mig dreyma um að ég væri með hundrað þúsund kallinn í hægri vasanum og mætti eyða honum öllum í föt, fann mér líka margar flíkur sem mig langaði í en svona er þetta bara ég er ekki ennþá farin að skíta peningnum.  Dóóhh!!Öskrandi Fann mér leddara, gelluskó, flottar gallabuxur en mínar allar gallabuxur eru orðnar skopparabuxur (næstum því), geggjaðar peysur en eftir að finna réttu bolina en þeir koma kanski um leið og ég sé ofan í klósettið að þar leynast peningar ehehHlæjandi.
Well minn tími mun koma og þá hlakka ég mikið til.

Brullup um helgina, surprise surprise!!  Þriðja helgin í röð en núna er vinur Skara að gifta sig uppá Skaga einsog öll hin brúðkaupa ehhe!! Hvað er þetta með Skagan og brúðkaup?

Þuríður mín alltof þreytt þessa dagana þótt hún leggi sig á daginn er hún sofnuð sjö síðasta lagi hálfátta og oftast mjög erfitt að vekja hana í leikskólan.  Ekki alveg að skilja þessa þreytu í stúlkunni, hún er ekki alveg ða meika það þessa dagana og að "sjálfsögðu" er stúlkan alltaf krampandi, hvenær finnst lækningin við því?  Ég er ekki alveg svo þolinmóðasta á svæðinu gagnkvart því, eftir því lengur þetta dregst þá dregst þroskinn hennar lengar aftur úr og svo lengi mætti telja. 

Þótt ég sé bjartsýn fyrir mánudaginn þegar við fáum niðurstöðurnar þá er ég alltaf ótrúlega reið útí þennan þarna uppi, afhverju þarf hann að kvelja hana svona?  Afhverju þarf hann að vera svona vondur?  Afhverju þarf hann að velja einhverjar manneskjur í heiminum til að kvelja?  Væri heimurinn verri fyrir hann ef hann gæti ekki kvalið neinn?  Ég bara spyr?  Mega ekki allir líða vel?  Hver er tilgangurinn?  Já ég er búin að taka eftir því að Þuríður mín er sterk og hefur getað höndlað þessa hluti en hvursu langt þarf hann að ganga með þessa hluti? Hann hefur kanski ekki ennþá tekið eftir því, bissí við eitthvað annað hlutverk sem hann var beðinn um?  Hún kvartar aldrei og þá meina ég aldrei alveg sama hvursu illa henni líður, hún segist aldrei líða illa hérna enda held ég bara að hún átti sig ekki á því að þetta eigi ekki að vera svona.  Hún þekkir ekki neitt annað, ömurlegt!!  Ég bara skil þetta ekki og á aldrei eftir að skilja þetta?

Farin, góða helgi og njótið þess að vera góð við hvort annað, njótið dagsins í dag einsog þetta væri ykkar síðasta, munið alltaf að kveðja og verið dugleg að segjast elska eða þykja væntum hvort annað.  Þetta skaðar engan!!Glottandi

Slauga

Ný könnun

Endilega svarið henni

Þuríður Arna

Ég var nú ekki að reyna græta ykkur í síðustu færslu, sorrý pallarnir mínir!!

Allavega þá man ég daginn einsog hafði gerst í gær þegar við uppgvötuðum að það væri eitthvað að hrjá hana Þuríði mína.  Þennan dag var Skari og Þuríður búin að vera í áttræðis afmæli hjá ömmu Jó heitinni, ótrúleg tilviljun að hún veikist þennan dag 25.okt'04 þegar amma Jó átti afmæli og fór til Boston daginn sem amma Jó dó. Næstum því á sömu mínútunum við vorum að fara í loftið kvaddi hún þennan heim væntanlega því hún vildi fá að koma með okkur í þessa stóru ferð og passa vel uppá langömmubarnið sitt, við allavega trúum því.

Já þetta kvöld var einsog hún væri eitthvað að stirna upp, starði útí loftið en við héldum fyrst að hún væri bara að fá störu væri þreytt eftir daginn.  En daginn eftir hélt þetta áfram og hún fékk þetta endalaust oft í röð og þá var nóg komið og við fórum með hana uppá Barnaspítala Hringsins og þar tók á móti okkur með bestu læknum sem við þekkjum hann Ólafur.  Hann hefur líka alfarið séð um hana síðan hún veiktist, gætum þar ekki verið heppnari með lækni plús nottla alla hina sem hafa og sjá um hana í dagHlæjandi.

Þetta gerðist allt svo hratt, jú hún fékk fyrst einhver lyf og við vorum send heim.  Um nóttina sváfum við EKKERT því þá var Þuríður að krampa á nokkra mínútna fresti og að sjálfsögðu var maður vakandi yfir henni.  Alltíeinu var hún orðin uppdópuð uppá spítala og vissi ekki hvað hún hét, hélt ekki höfði og hvað þá gat setið.  Frekar erfitt að sjá barnið sitt svoleiðis.

Allavega ég ætla samt ekkert að fara nánar útí þessa daga, vill ekki græta ykkur meir.  En eftir að Þuríður mín veiktist hefur allt mitt hugarfar gagnkvart lífinu breyst rosalega mikið og hvað metur það orðið miklu meir en maður gerði áður.  Reyndar finnst mér rosalega erfitt að vita að það þarf oftast eitthvað svona að gerast  hjá fólki jú einsog mér þannig að maður metur allt miklu betur en maður gerði áður.  Ég er þakklát fyrir hvern dag sem ég fæ og reyni að nýta þá einsog þetta sé minn síðasta því þá verða þeir líka alltaf svo góðir og skemmtilegirBrosandi

Reyndar hef ég engan tíma til að skrifa meir núna en það verður framhald með þetta á morgunHissa
Verið dugleg að knúsa hvort annað og þið segið aldrei nógu oft hvursu mikið þið elskið eða þykið vænt um hvort annað og munið að ALLTAF að kveðja það lærði ég allavega af pabba mínum (ég hef þá eitthvað lært af honum eheh), maður veit aldrei?

Upprífjun

Þegar Þuríður mín var að fara í svæfinguna í dag rifjaðist upp fyrir mér aðgerðin í Boston eða fyrir hana og eftir, ég veitiggi afhverju en það gerðist.  Í dag kyssti ég bara Þuríði mína bless og var sallaróleg og beið bara í klukkutíma þanga til það var hringt í okkur frá spítalanum en á meðan fórum við á Stjörnutorgið í Kringlunni og fengum okkur í gogginn.  Að sjálfsögðu leið mér ekkert illa við þetta en þegar ég þurfti að kveðja hana í Boston leið mér verst í heimi, stúlkan á leiðinni í mjög djúpa svæfingu og mjög svo hættulega og erfiða aðgerð.  Við vissum ekkert hvernig aðgerðin myndi takast og hvað þá hvernig hún yrði eftir hana, það var jú búið að vara okkur við ýmsu svo mar var búin að reyna undirbúa sig fyrir þetta allt saman.  Ég held samt að mar hefði aldrei verið eitthvað undirbúin ef hún hefði ekki tekist vel þá hefði ég ö-a gjörsamlega "dáið".

Ég man þennan dag einsog hann hefði gerst í gær, mér leið svo ótrúlega illa.  Búið að gefa henni einhver sljóandi lyf, fullt af læknum í kringum mann sem áttu að vera viðstaddir aðgerðina og ég gat ekkert gert nema knúsað hana bless og sagst elska hana mest í heimi.  Búið að vara okkur við að hún gæti lamast tímabundið og tímabundið gæti verið nokkrir mánuðir eða nokkur ár, mar vissi það engan veginn.  Ég reyndi allt einsog ég gat að halda grátinum inni þegar á kvaddi hana því ég vildi ekki sýna henni að ég væri stressuð og kvíðin þótt hún hefði kanski ekkert fattað það en samt ég varð að vera sterk bara fyrir hana.  En um leið og ég var farin frá henni brotnaði ég niður og grét endalaust mikið, þetta var erfiðast í heimi eða með því erfiðasta sem ég hef upplifað því ég vissi heldur ekkert hvernig hún myndi vera næst þegar ég sæi hana.  Vávh mar spáh mar!! 

Ég fæ alveg illt í hjartað þegar ég hugsa um þennan dag og hvað þá daginn eftir aðgerðina þegar ég fékk símtal frá Skara klukkan hálfsex um morguninn en ég gisti uppá hótelinu og hann á gjörgæslunni hjá henni.  Þuríður komin með mikin hita, sýkingu í þvagið og það þurfti að gefa henni doltið af blóði, ég brotnaði þá aftur og grét endalaust mikið, Þuríði minni leið mjög illa og þá líður mér ennþá verr.  Ég náttúrlega þaut uppá spítala til þeirra, Þuríður orðin einsog fílamaðurinn eftir aðgerðina.  Æjhi hvað það var erfitt að sjá hana svoleiðis, hún bara svaf enda á miklu verkjalyfjum til að lina allt hjá henni.  Ég brotnaði aftur niður enda ekki fögur sjón að sjá barnið sitt og líka orðin frekar veik eftir aðgerðina og við vissum ekkert hvernig hún væri eftir hana?  Erfiðast í heimi!!

Þegar leið á daginn fór henni að líða betur og þá leið mér betur, hún var reyndar alveg lömuð í hægri hendi fyrstu tvo dagana en svo fórum við að sjá framfarir hjá henni sem var best í heimi og þá leið manni vel.  Ohh mæ!!  Fyrstu dagana sá hún heldur ekki neitt, andlitið var alveg tífalt svo bólgið að hálfa væri miklu meir en nóg.  Dagarnir liðu og Þuríður fór að taka sinn fyrsta bita af ís sem var endalaust gaman og bólgan í andlitinu að hjaðnað og þá leið manni einsog barnið sitt var að sjá í fyrsta sinn, við alveg hoppandi einsog trúðar fyrirframan hana svo endalaust glöð.  Svo fór hún að fara úr rúminu sínu og átti að fara labba og okkur leið þá einsog hún væri að taka sín fyrstu skref enda tók það hana tvo eða þrjá daga að "læra" labba aftur og það var ennþá skemmtilegra.  Svo var mín bara útskrifuð því hún var endlaust dugleg og aðgerðin gekk svona líka vel. 

Engin tímabundin lömun well ok tveir dagar en það er nú ekkert miðavið sem við bjuggumst við, þannig það var ótrúlega stutt milli gráturs og hláturs á meðan þessu stóð en ég vona samt svo heitt og innilega að Þuríður mín þurfi ekki að ganga í gegnum þetta aftur.  Ok það eru fjarlægir draumar þar sem ég veit að hún þarf að ganga í gegnum þetta aftur en þá vona ég mest að þetta muni ganga svona vel.

Takk fyrir mig!!

Vinur í grennd

Fann þetta ljóð á einni síðu sem ég var að lesa, endlilega lesið það aftur og afturHlæjandi

Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar

Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.

En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.

"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,
"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli okkar bilið.

Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.

Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.



Þá er það búið

Þá erum við komin heim, allt gekk vel.  Svæfingin fór vel í mína ekki að spurja af þvíHlæjandi Stóð sig einsog hetja einsog alltaf en þá tekur við smá bið væntanlega fram á mánudag eða ég bara býst við því, við erum nú vön þessum biðum þannig við erum bara sallaróleg yfir þessu öllu saman enda bjartsýn á þetta allt saman en ekki hvað?

Dæssúss mar hvað ég er endalaust þreytt, sofnuð fyrir allar aldir á kvöldin enda er drengurinn minn ekki að meika það á nóttinniGráta og líka farinn að neita brjóstinu sem er ennþá verra.  Hann verður alveg snar þegar ég reyni að gefa honum og ekki tekur hann pela og finnst þurrmjólin ógeð þannig ég stend bara á gati.  Jú honum finnst grauturinn góður en það er ekki nóg, litli pungurinn verður að drekka líka.  Hvað getur mar gert?  Ég trúi því ekki að hann ætli bara að ákveða sjálfur að hætta á brjósti ekki fimm mánaða?
Dóhh verð að þjóta hann er vaknaður.

By the way

Ég var að fatta, í dag er akkurat mánuður eða 30dagar þanga til ég á afmæli eheh og næ 29aldursári og finnsta það alveg hrikalegur aldur þótt mig hlakki mikið til þegar ég verð þrídug en það er kanski vegna þess því ég hef ákveðið ekki að halda uppá afmælið mitt, vill heldur fara í einhverja vikuferð með Skara mínum.  Þar sem við fáum ekki mikin tíma fyrir okkur þessa mánuðina, vííí hef eitthvað til að hlakka til!! ehehe!!Hlæjandi  Gjafir verða ekki afþakkaðar svo þið vitið af því thíhí en þar sem ég verð ekki heima á afmælisdaginn minn þá verðið bara að koma þeim til skila fyrr mhoho!!  Afhverju verð ég ekki heima, júmm við familían ætlum að stinga klakan af og njóta þess að vera saman í 10daga ásamt mömmu, pabba, Oddnýju syst og fjölskyldu sem mig hlakkar óendanlega mikið til.  Ætlum að kíkja í heimsókn á Spán og stelpurnar tala endalaust um það hvað þær ætla að gera þar, þær ætla nebbla að skvetta og sprauta vatni á afa sinn Hinrik, borða mikin ís, drekka mikin djús og kafa í sundlauginni.  Það mun sem sagt vera mikið stuð í ferðinni og mikið hlakka ég til að skemmta mér með familíunniHlæjandi Bara gaman!!  Svo má ekki gleyma því en þennan dag mun ég og Skari líka eiga 3ára brúðkaupsafmæli, hibbhibbhúrrey!!  Mikið að gerast þennan dag og Þuríður mín mun líka eiga 4ára skírnarafmæli, bara gaman!!
Hlakka endalaust mikið til!!  Alltaf gaman að hlakka til!!Svalur

Takmarkalaust ég trúi á þig

Vorum að koma af spítalanum, hitta svæfingalækninn og fleiri.  Þuríður toguð og teygð og við spurð spjörunum úr, ótrúlegt hvað það þarf að spurja okkur sömu spurninga oft og mörgum sinnum enda aldrei sami svæfingalækninn sem við hittum.  Rekja sögu Þuríðar og kanski ekki alla en svona í stuttu máli, ég er eiginlega komin uppí kok að rekja hana endalaust oft, ég er eiginlega orðin biluð plata með hana.  Bara um leið og mar er spurð eitthvað þá kemur bara sama rausan uppúr manni, krampa þetta oft á dag, tekur þessi lyf, svona lýsa kramparnir sér, jú hún fer á leikskólann fjóra tíma á dag, já hún getur það, þær á leikskólanum eru líka orðnar sjóaðar að sinna henni, gætum ekki lengt á betri leikskóla og svo lengi gæti ég haldið áfram bara nenni því ekki.

Þuríður er sem sagt að fara í sneiðmyndatökur í fyrramálið, eigum að mæta rúmlega níu og mín þarf að fasta svo það verður frekar erfitt að halda mati frá stúlkunni.  Stúlkan verður svæfð og kanski fáum við svo að vita eitthvað á miðvikudaginn en þá er fundur hjá doktorunum hennar en síðasta lagi allavega á mánudaginn þegar við hittum lækninn okkar frá Boston.  .....og vitiði það ég er eiginlega ekkert stressuð fyrir þetta og það er í fyrsta skipti, ég hef svo mikla trú á henni Þuríði minni.  Ég hef mikla trú á því að þessi svo kallaði vinur minn þarna uppi sé að hjálpa henni Þuríði minni, annaðhvort hefur ekkert breyst í æxlinu eða það stendur í það.  Ég veit það!!  Einsog læknarnir hafa sagt við okkur þá eru frekar litlar líkur á því að það hafi eitthvað minnkað á þessu hálfa ári því meðferðin sem Þuríður er aðeins vægari en hjá öðru krabbameinsbörnum það væri eiginlega ekki fyrr en í fyrsta lagi um áramótin að eitthvað ætti að fara sjást ef hún er að gera eitthvað gagn og ég stend bara fast við þetta líkaHlæjandi

Maður verður stundum smeyk að eitthvað sé að breytast hjá henni sem er kanski skiljanlegt því kramparnir hafa verið að breytast, farnir að lengjast og ekki alveg einsog þeir "gömlu" en einsog Ólafur sagði við okkur jú æxlið gæti verið að stækka en það gæti líka verið að minnka þannig það er sko engin ein regla í þessu.  Ágætt að vita!!

Þannig mín er bara bjartsýn þessa dagana enda ekki hægt annað, það þeytir manni áfram að vera bjartsýn og hafa trúHlæjandi Að sjálfsögðu dettur mar stundum niður haaaaaallllóóó ég er mannleg og ég finn endalaust til með barninu mínum sem ég þrái svo heitt og innilega að hún lagist og eigi bjarta framtíð framundan.

Útí annað þá vorum við Skari að fá þær frábæru fréttir frá VR að við fengum bústað yfir verslunarmannahelgina á Akureyri, ekki leiðinlegt!!!Hissa  Geggjað stuð!!  Þannig mín hringdi strax í múttu og bauð þeim hjónakornum með því þá getum við kanski skroppið aðeins útá lífið eitt kvöldið, vííí!!  Var reyndar að vonast til að Sálin yrði þar þessa helgi, veit einhver??  Það verður samt þótt við færum ekkert út á lífið, bara gaman að komast eitthvað um verslóGlottandi  Held að verðandi hjónin ehehe Oddný og Sammi komi með okkur, neinei þau eru ekkert að fara gifta sig bara aðeins að skjóta á Samma að dagurinn 07.07.07 yrði doltið flottur og góður til að munaGlottandi.

Kveðja Slauga

« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband