Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ég vildi óska þess...

...að Þuríði minni liði betur.  Hún er búin að vera hálf meðvitundarlaus síðustu daga sem er svakalega erfitt, hjartað hamast svo hratt hjá mér og hnúturinn stækkar ennþá í maganum og ég sem hélt að hann væri búin að þekja allan magan hjá mér.  Ég er enn eina ferðina hætt að sofa þó ég sé á þessum lyfjum en þau gera ekkert gagn, hausverkurinn er komin, máttleysið sem sagt álagseinkennin mætt á svæðið.  Stundum er einsog ég sé að reyna taka verkina frá Þuríði minni en því miður gengur það erfiðlega.

Á gamlársdag eyddi Þuríður mín í að sofa, hún vaknaði rétt fyrir kvöldmat og hafði að fá sér nokkra bita af matnum, sofnaði eftir hann en við vöktum hana þegar við kíktum út í fyrra skiptið til að kveikja á nokkrum ljósum, hún sofnaði aftur, við vöktum hana í lok skaupsins til að hún gæti komið með okkur út og fagnað nýja árinu.  Hún skemmti sér ágætlega við að horfa á öll ljósin en ástandið hjá henni hefði mátt vera betra þannig hún nýtur þess kanski á þrettándanum þegar við kveikjum á síðustu blisunum okkar en við geymdum nokkur sem hún vonandi getur notið næstu helgi.

Hún sefur og grætur mjög mikið, hún er með svo mikin hausverk þessa dagana og við höfum aldrei þurft að gefa henni jafn mikið af verkjalyfjum en þau hafa aukist ansi mikið eða bara alltof mikið.  Við höfðum að kíkja með hana í afmæli í gær uppá Skaga og við höfum aldrei farið í jafn rólegt barnaafmæli eheh þannig Þuríður mín naut sín þessa tvo tíma sem við gátum stoppað en þá fannst henni nóg komið og vildi fara heim og að sjálfsögðu förum við eftir hennar pöntunum.  Alla leiðina frá Skaga grét hún því hún var ö-a með svo mikin hausverk eða þanga til við gáfum henni verkjastillandi.  Hún vill helst vera inní lokuðu herbergi með allt dregið fyrir og ég haldi í hendina á henni sem er stundum erfitt þegar ég er ein heima með öll börnin einsog núna.  Við ákváðum að leyfa öllum að vera í fríi í dag frá leikskólanum en Oddný Erla mín mun skreppa til pabba síns á eftir í vinnuna á meðan ég fer með hetjuna mína í tjékk uppá spítala og litli íþróttaálfurinn minn mun koma með.

Þuríður mín heldur ekki neinu niðri eða það er búið að vera ansi lengi núna, það er ansi erfitt að horfa uppá hana í þessu ástandi.  Hún er svo veikluleg, líkaminn hennar er svo þreyttur enda vill hún sofa hálfan/allan sólarhringinn og að sjálfsögðu fær hún að sofa þegar hún þarf þess.

Ég vildi að ég gæti fundið uppá einhverju sem gæti hresst hana aðeins við?  Þetta er alveg svakalega erfitt, hún hefur alltaf verið með eitthvað smá til að klípa í en í dag eru það bara beinin sem stingast út hjá henni greyjinu.

Ég er ekkert í svakalegu stuði að blogga þessa dagana þó ég hafi bloggað þetta núna, þetta er erfitt og sárt.  Kvíðin eykst núna með hverjum deginum sem líður sérstaklega vegna þess að myndatökurnar eru á þriðjudaginn eftir viku.

Megið kveikja á kerti fyrir hetjuna mína hérna til vinstri á kertasíðunni hennar, takk takk.

Ætla að hætta núna, börnin mín líka öll heima og þau þurfa sína athygli.

 


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband