Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
6.1.2009 | 16:05
Staðfestar fréttir...
...að æxlið hefur minnkað en meira. Sjúbbsjúbbsjarei, trallalala, nananana. Allir kátir í sveitinni með það!! Heyrum betur í læknunum á morgun með áframhaldið hjá hetjunni minni sem kemur endalaust á óvart, verður væntanlega áframhaldandi minnkun á flogalyfjunum á næstu dögum. Það er alltaf svo gaman að fara með Þuríði mína uppá spítala því það eru allir svo hissa á því hvað hún lítur vel út einsog hún var orðin veik fyrir tveimur árum. Einsog einn krabbameinslæknirinn sagði við okkur í morgun þá voru þeir mjög svartsýnir á þeim tíma og útlitið mjög slæmt en hér er brandarakerlingin mín enn og er endalaust kát. Mikið er þetta yndislegt!!
Reyndar fékk fjölskyldan slæmar fréttir í gær og mig langar að senda elsku bestu frænku minni henni Þórdísi og hennar fjölskyldu góðar kveðjur frá okkur hérna í sveitinni. Hugsum mikið til ykkar!!
Þetta líf er oft óréttlát, skil oft ekki tilganginn!! Verum bara þakklát fyrir góða heilsu og ennþá þakklátari að hafa alla okkar ástvini í kringum okkur það er ekkert sjálfgefið í þessu lífi. Njótum dagsins í dag því við vitum ekkert hvar við verðum á morgun. Verum dugleg að gefa knús, segja hvað okkur þykjum vænt um hvort annað og hættum að svekkja okkur á því að geta ekki keypt hitt og þetta, þetta eru dauðir hlutir sem eru einskis virði.
Stórt knús til ykkar allra.
Tilefni dagsins ætla ég að kveikja á nokkrum stjörnuljósum með krökkunum mínum í kvöld og leyfa þeim að njóta þess.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
3.1.2009 | 21:25
Kvíðin
Orðin nett kvíðin fyrir þriðjudeginum, fyrir þá sem ekki vita en þá fer Þuríður mín í sínar rannsóknir. Verður að sjálfsögðu svæfð sem er nú lítil kökusneið fyrir hana og hef ég ekki tölu á svæfingum hjá þessari dömu, hún á ekki að vera svona vön og það bara rúmlega sex ára gömul. Við erum orðin vön að fá að vita niðurstöður úr þessum rannsóknum samdægurs og vonandi verður engin breyting á því, held líka að ég gæti ekki beðið í sólarhing. Ég held líka að ég sé orðin kvíðnari fyrir þessum myndatökum því ég fann smá "hnút" eða hvað sem ég get kallað þetta á höfðinu á henni, ofsalega skrýtið eitthvað sem við vitum ekki hvað er og þegar maður finnur svona og ég veit ekkert er erfitt. Auðvidað er þetta ö-a ekkert en samt stressandi og ERFIÐAST.
Útí annað en þá ákvað mín að kíkja á útsölur í dag þar sem öll fötin á börnin eru að verða of lítil eða sjúskuð, oh mæ god hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Það var ALLT ógeðslega dýrt en samt 30-50%afsláttur og LJÓTT, vávh!! Þannig það var ekki hægt að kaupa mikið á þessum blessuðum útsölum, ætla samt að gera einn séns enn og kíkja á útsöluna í uppáhalds búðinni minni þegar kemur að henni eða í Next. Verð ö-a fyrir jafn miklum vonbrigðum, bwaaaahh!!
Theodór Ingi minn heldur stolltur á litla bró og litlu frænku sem fæddist 15.des.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
1.1.2009 | 16:49
Árið
Gleðilegt árið kæru vinir.
Árið 2008 byrjaði ekkert svakalega vel hjá hetjunni minni en það byrjaði að birta vel til hjá henni mitt síðasta sumar þegar hitinn og allt sem því fylgdi kvaddi og hún byrjaði að taka stórt stökk í þroska og fínhreyfingum. Það er alveg yndislega gaman að fylgjast með henni í dag, hún er mikill húmoristi og elskar að þrasa við afa Hinrik hehe. Hvaðan skyldi hún fá þetta endalausa þras? ...allavega ekki frá mér.
Hin tvö eru líka að "meikaða", ég hef alltaf haldið að Oddný perlan mín væri dáltið undan sínum jafnöldrum í þroska en svo hefur Theodór minn Ingi sýnt það og sannað að hann er það líka. Drengurinn verður 3 ára 23.jan og hann kann orðið alla stafina og fór létt með að læra þá, spurði bara endalaust mikið og meira að segja farinn að skrifa þá. Hvaðan fá þessi börn mín alla þessa hæfileika? Hélt líka að strákar væru aðeins eftir stelpum í þroska, nei aldeilis ekki!!
Litli hnoðri minn, líður ofsalega vel. Reyndar megum við ekki kalla hann hnoðra þar sem börnin verða alveg brjáluð og segja að þetta sé bara litli bróðir og hann sé ekki kominn með nafn hehe. Eru líka oft að spurja hvað hann eigi að heita? Well það styttist óðum í nafnið ekki nema 16 dagar í nafnið og stórveisluna skírnar og afmælisveislu þeirra bræðra, við erum líka spennt að vita hvaða nafn við ætlum að velja á drenginn hehe. Drengurinn er reyndar kominn með í eyrun, ekki seinna vænna að fá í eyrun 5 vikna gamall.
Ég náði þeim stóra áfanga sem ég hélt að ég myndi aldrei geta og það að útskrifast "eitthvað" og gerði það með stæl og ætla að sjálfsögðu að halda áfram eftir áramót. Langar reyndar að njóta þess bara að horfa á Þuríði mína hressa og vera í einhverjum "mömmuklúbbum" og fá mér kók með stelpunum á morgnanna og svona en ekki stressa mig að læra en ég veit að það er besta lausnin í þessu ástandi að halda áfram að læra. Fyrst að ég hef getað lært með Þuríði mína fárveika og fengið góðar einkunnir ætti ég nú að geta farið og notið þess og verið í "fæðingarorlofi" ætti ég nú líka að geta hitt og þetta.
Skari minn byrjaði líka í Háskólanum með vinnu í haust og fékk góða einkunn um jólin, enda ekki að spurja af því. Ok ég veit hvaðan börnin fá þessa hæfileika.
Ég ætla líka að byrja árið í ræktinni, hef ekki geta hreyft mig síðan ég var komin ca þrjá mánuði á leið og hef saknað þess heilmikið að geta ekki hreyft mig.
Áttum annars yndislegt kvöld í gær, fjölskyldan mín kom til okkar, borðuðum kalkún, skutum upp nokkrum bombum, spiluðum og höfðum það bara gaman.
Þanga til næst...... Slaugan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar