Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
6.5.2009 | 10:52
Kvíðin
Kvíðin eykst með hverjum deginum núna, bara fimm dagar í aðgerð en veit ekki hvað margir dagar eftir hana sem við þurfum að bíða eftir ræktuninni. Úúúffhh það verður erfiðasta biðin. Það þarf að skera Þuríði á tveimur stöðum, taka eitt aftan af hálsinum hennar og eitt við gagnaugað en samt gætu verið tvö þar en þá verður skurðurinn bara teygður. Kanski sjá þeir strax hvað þetta sé, veit ekki? Held samt ekki, vonandi samt bara og þá er þetta "ekkert".
Við erum farin að telja dagana niður í 1.júní en þá fer Skari í fæðingarorlof, gvvuuuð hvað þá eftir að vera "leiðinlegt" eða þannig, Þuríður mín komin í skólafrí 5.júní og svo verða hin tvö meira og minna í fríi í sumar. Það verður gaman saman!! Hinrik minn er bara flottur, hann er farinn að fá smá mat sem honum finnst geggjað gott en samt ennþá dáltið latur og nennir nú ekki mikið að hreyfa sig á gólfinu hehe. Liggur þar einsog skata og dúllar sér í dótinu.
Þuríður mín fer eftir mánuð í hreyfiþroskapróf sem ég bíð mjög spennt eftir því henni hefur farið svo hrikalega mikið fram síðan fyrir ári síðan en þá fékk hún mat í mörgu einsog börn á aldrinum ca 2 ára en í dag er hún allavega tveimur ef ekki þremur árum "eldri" í þeim þroska. Flottust!!
Ennþá er verið að minnka flogalyfin hennar, jiiidúddamía hún er bráðum "bara" að fá tvenns konar lyf og það er svo fyndið með hana en hún verður að taka lyfin í sérstakri röð ef ég sting einni töflu uppí hana (bara til að stríða) sem ég veit að hún tekur alltaf síðast, tekur hún hana útur sér og tekur hinar á undan ehhe. En við erum farin að geta rétt henni þær og treyst henni alveg 100% fyrir lyfjunum sínum. Þegar gerð númer tvö er farin út verður tekin pása í sumar í minnkuninni og vonandi geta þeir haldið áfram næsta haust og hún verður lyfjalaus, vávh það er mikill draumur í dós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.5.2009 | 16:31
Speki
Vertu þakklátur fyrir það sem þú hefur, en ekki óánægður með það sem þú hefur ekki.
....og svo er mín búin með skólann á föstudag, jibbíkóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2009 | 10:17
8 dagar í aðgerð
Og stressið er að fara með mann, ekki að ég sé e-ð stressuð fyrir aðgerðina sjálfa meira frekar það sem kemur úr ræktuninni því læknarnir geta eða vilja ekkert segja hvað þeir halda að þetta sé og hvað á maður þá að halda? Úfffhh!! Tveim dögum eftir aðgerð hittum við "vaxtalækninn" og þá verður ákveðið hvað verður gert með vöxtinn hennar Þuríðar minnar en ég spurði lækninn þegar hann hringdi hvort það gætu verið einhverjar líkur á því að þetta "efni" sem hún fengi til að flýta sér að stækka gæti haft einhver áhrif á æxlið og hann sagði að það væru mjöööög litlar líkur en við viljum hafa ENGAR líkur annars viljum við þetta ekki. En þetta kemur allt í ljós eftir tíu daga.
Við vorum með afmæli hjá stelpunum á föstudaginn í stórum íþróttasal því fyrst vorum við með bekkjar og leikskólaafmæli og svo síðar um daginn komu ættingjarnir og það var sko stuuuuð. Þetta er orðið ansi stór fjöldi sem við "þurfum" að bjóða þegar maður er farin að halda fyrir leikskóla og skóla vini, úúúffhh!! Þess vegna er maður farin að reyna minnka boðsgesti og vonandi voru engir fúlir ef þeir voru ekki boðnir en einhversstaðar verður maður að hafa mörkin en samt er þetta MIKILL fjöldi, oh mæ god!! En það var geðveikt stuð í afmælunum og stelpurnar svakalega kátar með daginn og fengu mikið af dóti og fötum, Oddný Erla mín situr t.d. núna hjá mér og perlar með nýju perlunum sínum. Lúsí (er í Skoppu og Skrítlu) vinkona þeirra systkina mætti t.d. á svæðið og það fannst þeim sko ekki leiðinlegt, farið var í bingo, gestirnir sveittir að spila badminton og svo lengi mætti telja. Bara stuð og bara gaman!! Takk kærlega fyrir okkur!!
Allir í stuði á heimilinu, Hinrik minn reyndar farinn að fá í eyrun. Aaarghh!! Ég vorkenni mér ekkert bara vont fyrir hann greyjið, Theodór minn ennþá abbó og sýnir það sko litli stóri snúlli minn er ekki alveg að höndla þessar breytingar eða þar að segja að hann fær ekki alveg jafn mikið dekur hjá mömmu sinni þó svo hann fái alveg dekur, Oddný Erla mín er bara hress finnst rosa gaman að vera orðin 5 ára og er farin að æfa sig að lesa, veit orðið hvað allir stafirnar segja og finnst þetta dáltið mikið sport og Þuríður mín er hress og kát, bíður eftir sínum afmælisdegi svo hún geti sagt að hún sé orðin 7 ára. Hún sýnir endalausar framfarir alla daga, farin að leika sér mikið í dótinu sínu sem hún var ekki vön að gera og við farin að geta treyst henni að fara ein út að leika sem er æðislegt.
Hérna er hann Hinrik Örn minn og Lúsí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
324 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar