Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
8.9.2009 | 11:07
Eitt er víst .....
....að ég myndi ekki höndla meiri veikindi hjá börnunum mínum. Theodór minn þarf að fara í smá aðgerð en læknarnir segja að þetta sé góðkynja hjá honum og eins gott það sé rétt. Maginn gjörsamlega á hvolfi. Ég man líka þegar Þuríður mín greindist þá var okkur sagt fyrst að hún væri ekki með æxli heldur bara "einhverjar blöðrur" en svo "missti" einn læknirinn það útur sér að hún væri með æxli. Hvað á maður að halda? Ég anda ekki léttar fyrr en þessi aðgerð er búinn á drengnum og ég veit ekki hvenær hann fer því það er svo mikill niðurskurður á skurðstofunum uppá spítala þannig það verður e-h bið. Það er bara ekki í lagi? Jú ef þetta stækkar meira hjá honum en það var búið að stækka um helming síðan á föstudag til gærdagsins þá verður hann að komast að. Verður fólk að vera sárþjáð eða á grafarbakkanum til að það fái aðgerðina sína í gegn í dag? Finnst þetta ekki í lagi lengur. Jújú við höfum alltaf fengið það í gegn sem við viljum á spítalanum en staðan er bara allt önnur í dag en hún var fyrir nokkrum mánuðum þar. Veit ekki hvar þetta endar?
Annars hefur verið lítill tími til að setjast hérna niður og drita niður nokkrum línum, alveg klikkað að gera. Skólinn að byrja, keyrsla með börnin á sínar æfingar sem mér finnst reyndar alveg æðislegt. Þuríður mín verður 1x í viku í sundi hjá íþróttafélagi fatlaðra og svo 2x í viku í iðju og sjúkraþjálfun. Theodór minn 1x í viku í fimleikum og svo heimtar drengurinn að byrja í fótbolta en ég ætla að bíða þanga til vetrartímabilið byrjar, hann er farinn að heimta markmannshanska, Arsenalbúning og fótboltaskó ekki seinna vænna ehhee. Oddný Erla mín ætlaði að vera í frjálsum og var byrjuð þar 2x í viku en svo komst hún óvænt inní fimleikana og þá ætlaði hún bara að vera í því með frjálsum því það var bara 1x í viku 50mín í senn en neinei þegar mín mætti á þá æfingu var stúlkan tekin smá útur hópnum og látin prufa hitt og þetta og átti þá víst ekkert erendi í þann hópinn og var valin í einhvern "sérvalin" hóp með nokkrum stelpum sem eiga að æfa 3x í viku einn og hálfan tíma í senn. Jebbs mín bara farin að æfa einsog keppnis þannig hún var látin hætta í frjálsum enda æfingar skara líka saman þó svo henni langaði að vera í báðum en haaaallóóó stelpan er nú bara 5 ára. Núna er stofan tekin sem fimleikagólf og handahlaupin, splittin og staðið á höndum er tekið hérna í stofunni hehe.
Ég veit ekki alveg hvar ég á að koma lærdómnum fyrir hjá mér en það finnst tími einsog alltaf. Hún Tanja Lind systurdóttir mín kemur líka í heimsókn til okkar á meðan mamma hennar er í Háskólanum sem er mjög gaman fyrir Hinrik minn því hann hefur þá e-h til að leika sér við og er alltaf eitt bros í framan þegar stúlkan mætir á svæðið. Er hundleiður á að hanga með mömmu sinni einn á daginn, verður líka hrikalega glaður þegar við náum í Þuríði í skólann hún er nefnilega svo yndisleg að leika við hann.
Vonandi líður ekki svona langur tími þanga til í drita einhverju niður hérna næst en á næstu vikum verður miklu meira að gera þar sem lærdómurinn er að taka við og ég þarf að læra fyrir fimm greinar svo ég nái að útskrifast í vor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
6.9.2009 | 12:11
Hinrik Örn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar