Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
28.11.2011 | 13:08
Silfurkonan mín
Ath hvort þetta væri ekki alveg ö-a ekta silfur.
Við mæðgur skelltum okkur svo á konfektnámskeið í vikunni og skemmtum okkur rosalega vel en draumur Blómarósar minnar er að vera kokkur eða bakari. Þegar hún sá að Jói Fel væri að byrja aftur í vikunni trylltist hún af kæti en hún missir ekki af einum matreiðsluþætti í sjónvarpinu og situr svo yfir mér þegar ég er að baka eða elda. Ætli ég leyfi henni ekki að hjálpa mér að hnoða í eitt stk lagtertu í vikunni.
En hérna eru nokkrar frá námskeiðinu okkar mæðgna:
Maístjarnan mín einbeitt í konfektgerðinni.
Blómarósin mín stollt með molana sína.
Litli snillingurinn minn, húmoristi og Gull-drengur Theodór Ingi. Alltaf tilbúinn í smá fíflalæti.
Sjarmatröllið mitt í myndastuði líka.
Draumavinna Maístjörnu minnar er að verða bingóstjóri en henni finnst miklu skemmtilegra að stjórna bingóinu en að vera með.
Allir eru annars hressir, hlökkum mikið til desembermánaðar sem verður sá allra besti sem við höfum upplifað. Mikill spenningur hjá öllum fyrir jólunum og ég finn hvað ég er orðin spennt, ekkert stress fyrir rannsóknum eða neitt. Bara að njóta þess að vera til og skemmta okkur saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.11.2011 | 08:28
Afmælisdrengurinn - myndir
Sjarmatröllið okkar var svakalega ánægðu með daginn sinn í gær, var vakinn upp með pökkum, bjó sér til kórónu í leikskólanum sem hann tók ekki af sér allan daginn enda mjög stollt afmælisbarn og endaði svo í afmælisveislu hjá frænku sinni og jafnöldru.
En hérna eru nokkrar af honum síðan í gær:
Svona líka hamingjusamur með drauma-gjöfina sína.
Eigum við aðeins að "testa" þetta?
Svo voru tónleikar með þeim bræðrum, hrikalega flottir!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2011 | 07:34
Hann á afmæli í dag.......
Sjarmatröllið okkar hann Hinrik Örn er þriggja ára í dag, það er alltaf jafn ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og ég man vel eftir þeim degi sem þessi Sjarmur mætti á svæðið. Mig hafði alltaf dreymt um að eignast "jóla"barn og við Óskar erum það heppinn að við getum nánast eignast börn eftir "pöntunum" svona án gríns. En ég var skrifuð 3.desember og bjóst við því að ég myndi eignast hann fyrsta lagi 10.des þar sem ég var vön að ganga eina til tvær vikur með hin börnin mín. En þessum dreng lá á að komast í heiminn og það viku fyrir tímann. Ég man vel eftir deginum 24.nóv en þá var ég að ganga innum leikskólann hjá krökkunum þegar vatnið fór svo ég vissi ekki aveg ég ætti að fara inn eða ekki. Hringdi að sjálfsögðu í nöfnu mína og frænku sem var skráð viku á undan mér og var ekki farin afstað sem bölvaði mér í sand og öskur. Ég átti sem sagt Sjarmatröllið mitt um morguninn 25.nóvember og svo mætti litla frænka mín seinni part þann daginn(en það var ekkert að gerast hjá mömmunni þegar Sjarmurinn mætti á svæðið), frændsystkinin fá sem sagt að deila sama afmælisdeginu sem er alls ekki slæmt.
Þessi er tekin af honum í Nauthólsvíkinni 22.júlí'09.
Sundgarpurinn okkar júlí'10 en hann elskar að vera í sundlauginni að busla. Að sjálfsögðu er hann farinn að æfa sund drengurinn.
Drengurinn nýkominn úr jólabaðinu'10
Febrúar'11 en honum finnst fátt skemmtilegra en að vera úti að leika sér.
Júlí'11 á rúntinum í kringum landið og að sjálfsögðu var nestis-stop.
Þegar við förum á Akureyri þá förum við ALLTAF í heimsókn í jólahúsið en hérna er drenguirnn í góðum fíling.
Afmæliskakan fyrir flottasta Strumpinn okkar.
Í afmælisveislunni sinni sem var haldin fyrir viku. En í morgun var hann vakinn með pökkum og söng. Já Sjarmatröllið okkar er þriggja ára, þessi drengur á mjög auðvelt með að bræða alla í kringum sig, hann er sá allra rólegasti sem við höfum kynnst, einsog ein á leikskólanum hans sagði við okkur "mig hlakkar bara til þegar ég fæ að skamma hann" . Hann er mikill dundari og finnst ofsalega gott að vera einn inní herbergi að dunda sér í dótinu sínu en honum finnst líka rosalega gaman að vera innan um fullt af krökkum og fíflast. Hann er mikill mömmupungur og elskar að knúsast.
Elsku besti Hinrik Örn Sjarmurinn okkar, innilega hamingjuóskir með daginn. Við elskum þig mest!!
Bloggar | Breytt 24.11.2011 kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.11.2011 | 10:16
Dagur tvö í skóla...
Maístjarnan mín fór í skólann í gær, fyrsta sinn í tíu daga enda orðin frekar hress. Farin að stjórna heimilinu einsog henni er líkt og þá er hún öll að koma tilbaka. Í samráði við lækna okkar ákváðum við að fresta myndatökunum sem áttu að fara fram 6.desember fram til 10.janúar og fá að njóta jólamánaðarins í botn sem við ætlum svo sannaralega að gera. Ekkert stress við niðurstöður eða þess háttar bara gleði og aftur gleði.
Minn elskulegi pabbi varð sextugur á föstudaginn síðastliðinn og tilefni þess skrapp Gull-drengurinn minn og Blómarósin mín á KR-fótboltaæfingu þar sem pabbi er mikill KR-ingur enda voru afmælisgjafirnar aðallega KR og aftur KR. En við fengum áritaðan fótbolta frá Íslandsmeisturunum handa karlinum ásamt markmannshönskunum hans Hannesar sem voru að sjálfsögðu áritaðir og innrammaðir. Oh mæ hvað karlinn var glaður!! Maístjarnan mín gaf honum svo líka sér KR-gjöf en þau eru miklir vinir og finnst ofsalega notalegt að vera tvö saman í rólegheitunum(hún vill helst bara vera hjá honum), en hún átti innrammaða KR-mynd, áritaða af liðinu síðan 2007 og að sjálfsögðu fór myndin vel inní allt KR-"dótið".
Að sjálfsögðu fengu þau að smella einni af sér með fyrirliðanum Bjarna Guðjóns, þetta var að sjálfsögðu toppurinn hjá Gull-drengnum mínum að hitta þessar hetjur. Hann er náttúrlega í sæluvímu á myndinni en ekki hvað? Hann spilar með Fylkir í dag, næst ætlar hann að spila með Arsenal og enda svo í KR.
Afmæliskakan hans pabba var svo með mynd af þeim "hér að ofan" og Gull-drengurinn minn var svona líka sáttur með það.
Næstu vikur ætlum við að reyna hafa eins "pakkaðar" og við getum, hafa mikið til að hlakka til og gleyma okkur í jólaundirbúningi. Maístjarnan mín er alveg með það á hreinu hvað hún mun fá í jólagjöf þar sem hún er búin að skrifa bréf til jólasveinsins og hann MUN láta það rætast er hún 100% viss en efst á lista eru lyklar af íbúðinni þar sem hún þráir sjálfstæði en flestir hennar jafnaldrar eru komnir með lykla og fara ein heim eftir skóla og auðvidað veit hún það. Þegar hún er komin með lykla verður hún náttúrleg að fá síma svo hún geti hringt í mig þegar hún er ein heima segir hún. Yndislegust!! En ég skil hana ofsalega vel með sjálfstæðið, hún er alveg farin að finna að hún getur ekki og fær ekki allt sem er sjálfsagt hjá hennar jafnöldrum en hennar tími mun koma. Auðvidað er þetta sárt og ekki bara hjá henni líka okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.11.2011 | 10:26
Slöpp Maístjarna
Maístjarnan mín er ennþá drulluslöpp, liggur nánast alveg fyrir og sefur. Hún neitar alfarið að borða en ég næ að koma í hana nokkrum dropum af svala en þegar hún neitar kóki þá er nú mikið sagt, á venjulegum degi væri hún til í að drekka það í morgunmat. Hún reyndar labbaði aðeins um í gær sem er meira en hún hefur gert síðustu daga en hún er líka fljót að þreytast og vill bara leggjast aftur fyrir og fara sofa. Það eru ca 3kg farin af henni síðan á föstudag sem er að sjálfsögðu mjög mikið af svona litlum kroppi.
Núna tökum við bara einn dag í einu og reynum að byggja hana rólega upp, maður er svo oft komin á "byrjendareit" en eitt er víst að hún ÞARF að borða sem hún vill EKKI.
Hérna eru tvær myndir frá því um helgina en hún var send í myndatökur á höfðinu til að vera vissum að allt væri í lagi:
Ég verð líka að láta eina fylgja af Sjarmatröllinu okkar sem telur niður dagana í þriggja ára afmælið sitt því hann er alveg 100% viss hvað hann eigi að fá í afmælisgjöf og jú auðvidað hefur hann rétt fyrir sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.11.2011 | 20:59
Spítalaferð
Maístjarnan mín er búin að vera rosalega lasin síðustu daga, var eitthvað að byrja slappast í byrjun vikunnar og varð orðin svo mjög slöpp á föstudagsmorgun. Kvartaði mikið undan maga- og hausverkjum. Á föstudagskvöldinu byrjaði hún að gubba og gubbaði stanslaust í fimm klukkutíma, á sunnudagsmorgun (í dag) var hún ennþá gubbandi og var hætt að halda lyfjunum sínum niðri svo okkur var ekki lengur sama. Ákváðum að sjálfsögðu að hafa samband við doktor Óla sem vildi fá hana strax uppá spítala en þá var Maístjarnan mín orðin hálf meðvitundarlaus, farin að þorna upp og svaf bara enda var ekkert sem fór ofan í hana.
Doktor Óli sendi hana í fullt af rannsóknum og þar sem engin sýking fannst hjá henni þá vildi hann senda hana í sneiðmyndatökur. Hún er send í sneiðmyndatökur til að vera vissum það að æxlið sé ekki farið að þrýsta á neitt og þess vegna gæti hún verið að gubba svona mikið. Sem betur fer var það ekki, myndirnar komu bara flott út og mamman gat farið að anda léttar. Hún fékk flogalyfin sín í æð bæði í morgun og í kvöld, það var dældur í hana vökvi í dag og við fengum að fara heim í nótt en eigum að mæta aftur í fyrramálið væntanlega í meiri vökvun. Hún hresstist reyndar ekkert við það og sefur bara eða liggur hálfmeðvitundarlaus hjá okkur. Hún var bæði sprautuð í brunninn sinn sem hún kippir sér nú lítið við og svo þurfti að sprauta hana í hendina til að fá skuggaefni fyrir myndatökurnar, ég var búin að ræða við hana og segja þetta yrði kanski smá sárt en einsog læknirinn orðaði það "þá væri einsog hann var að bera á hana krem". Hún kipptist ekki einu sinni við þegar stungan kom, starði bara á sprautuna. Ótrúlega flott fallega stelpan mín, sem er reyndar orðin ónæm fyrir verkjum.
Ég er ótrúlega stollt af Maístjörnunni minni sem stendur sig rosalega vel, reyndar alltof mikið á hana lagt og mömmuhjartað búið að vera í molum allan helgina þar sem henni hefur liðið svo illa. Reyndar hefur hún lítið sem ekkert talað í allan dag svo illa hefur henni liðið en ég vona svo sannarlega að hún verði fljót að jafna sig og verði farin að stjórna heimilinu ekki seinna en á morgun.
Fallega Maístjarnan mín á Barnaspítalanum í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.11.2011 | 09:47
Maístjarnan mín
Sjúkraþjálfi Maístjörnu minnar kom með þá hugmynd að panta "sérútbúið" hjól fyrir hana þar sem hún getur ekki hjólað á venjulegu hjóli nema með hjálpardekkjum og það er náttúrlega ekkert rosalega gaman fyrir stúlku á tíunda ári að vera á 20" hjóli með hjálpardekkjum. Við vildum það að sjálfsögðu svo í haust fór Maístjarnan okkar í "mátun" á hjóli og svo fór umsóknarferlið í gang. Sjúkraþjálfinn okkar var búinn að vara okkur við að það væri mjög erfitt að fá svona hjól samþykkt hjá Tryggingastofnun enda rosalega dýrt og svo líka erfitt að uppfylla öll skilyrðin til að fá hjólið. En um leið og við sáum hjólið þá hugsuðum við "Maístjarnan okkar verður að fá svona hjól, alveg sama hvað það kostar. Þó svo við þurfum að reyna finna nokkra hundrað kalla til að auka hennar lífsgæði þá gerum við það". Við gerum ALLT til að henni líði sem best. Við vorum meira að segja farin að skoða svona hjól sjálf þar sem við vorum ekkert bjartsýn á fá samþykkt því við höfðum bara heyrt af neitunum. Í gær hafði sjúkraþjálfinn svo samband og viti menn Maístjarnan mín fékk samþykkt hjól fyrir sig, svona líka flott hjól sem hún njóta í botn að hjóla um sveitina okkar. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta mun bæta lífsgæðin hjá henni og þið hefðuð átt að sjá svipinn á minni þegar við tilkynntum henni þetta í gær, VÁVH hún var sú allra hamingjusamasta.
Maístjarnan mín er annars að kvarta mikið undan hausverk, við vitum náttúrlega ekki hvað það merkir? Hún harðneitar að fara í skólann á morgnanna, veit ekki alveg hvort henni finnist svona mikill hávaði í skólanum eða hvort henni finnist bara svona leiðinlegt?? Ég hef allavega áhyggjur af henni.
Nóvember kominn sem er einn af okkar uppáhalds mánuðum. Sjarmatröllið okkar verður t.d. 3 ára í þessum mánuði og það er sko talið í þann dag. Gull-drengurinn minn er líka alveg með það á hreinu hvað það eru margir dagar til jóla. Við erum öll mega spennt fyrir jólunum en ekki hvað þar sem þau verða þau allra bestu, ég er meir að segja búin að panta sveinka til að koma til okkar 22.des en auðvidað vita þau það ekkert. Núna skal Maístjarnan mín fá sín BESTU jól ever og njóta þeirra í botn.
Eigið góða helgi, við förum mjög hamingjusöm inní helgina þrátt fyrir mikla hausverki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar