Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Kraftaverkin gerast.. (smá breyting)

Ég hef alltaf trúað því að kraftaverkin gerast enda höfum við upplifað eitt svoleiðis og við ætlum okkur að sjálfsögðu að upplifa annað og það er að Maístjarnan mín losni við þennan fjanda sem hún hefur barist við síðan okt'04.  Reyndar er þetta mein sem hún er að berjast við núna þannig að það getur "poppað" upp aftur og aftur en hún ætlar að vera þannig tilvik sem hlustar ekki á það einsog "þetta á að vera" og bara drepa þetta mein sem er núna að "bögga" hana og fá þetta ALDREI aftur.  ALDREI!!

Maístjarnan mín hefur átt erfitt með gang síðan í byrjun des eða síðan hún lamaðist, ef hún hefur verið að labba upp tröppur þá hefur hún annað hvort þurft mikin stuðning frá mér og eiginlega neitað að labba upp því hún segist ekki geta það (sem við heyrum mjög sjaldan frá henni) eða þurft að labba á fjórum "fótum".  Enn eitthvað gerðist í síðustu viku í sjúkraþjálfun, stúlkan labbaði upp tröppur án stuðnings og varla studdi sig við með hendinni, að sjálfsögðu öskraði ég af gleði í þjálfuninni og sjúkraþjálfinn líkaGrin.  Þannig það var mikið hlegið í tímanum enda var eitthvað að gerast sem hún hefur ekki getað síðan fyrir lömun.  Hún ELSKAR sjúkraþjálfunina og sinn þjálfara, getur ekki beðið eftir næsta tíma en hún mætir 2x í viku, klukkutíma í senn og í hverjum tíma sem hún mætir í sjáum við miklar framfarir þess vegna trúi ég því að hún verði orðin svakalega flott fyrir sumarið.  Ég mun sjá hana hoppandi káta í sumar í einhverjum flottum gellufötum sem henni mun líða vel í því við ætlum okkur að losa okkur við bjúgun líka og þá alla sterana.  Jiiiiiii hvað ég er orðin spennt fyrir sumrinu sem mun verða GOTT.  En við erum að fara hitta doktor Óla á morgun og hann vonandi minnkar steraskammtinn en meira.

Maístjarnan mín týndi gleraugunum sínum sem ég hef bölvað í sand og öskur enda ekkert svakalega ódýrt að þurfa kaupa þetta.  Við höfum alveg reynt að lengja tíma með að kaupa ný þar sem við vonuðumst að sjálfsögðu eftir því að þau myndu finnast en ekkert hefur bólað á þeim.  Þannig það var farið til augnlæknis í gær til að geta pantað ný, viti menn jú það hefur verið lán í óláni að stúlkan hafði týnt þeim (ætli hún hafi ekki bara hent þeim því hún vissi að þau voru hvorteðer ekkert að virkaWink).  Hún hefur verið með +5 á báðum en í gær kom það í ljós að hún er komin niður í +4,5 og +4,75 svo henni var greinilega bara ætlað að týna þeim því henni vantaði ný.Sideways

Núna þarf ég að sækja Maístjörnuna mína til að fara í sjúkraþjálfun sem hún getur ekki beðið með að fara í og svo kaupa eitt stk gleraugu svo hún fari að fara sjá almennilega.  Hún fer þá kanski að sjá tröppurnar þannig hún fari að hlaupa upp þær.

Ég verð eiginlega að enda þessa færslu af aðal 2 ára sjarmaröllinu mínu honum Hinrik Erni.  Þessi var tekin af honum um helgina í skírn hjá sysurdóttir minni, mættur í kirkjuna:
P2276181 [1280x768]


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband