Leita í fréttum mbl.is

Kraftaverkin gerast.. (smá breyting)

Ég hef alltaf trúað því að kraftaverkin gerast enda höfum við upplifað eitt svoleiðis og við ætlum okkur að sjálfsögðu að upplifa annað og það er að Maístjarnan mín losni við þennan fjanda sem hún hefur barist við síðan okt'04.  Reyndar er þetta mein sem hún er að berjast við núna þannig að það getur "poppað" upp aftur og aftur en hún ætlar að vera þannig tilvik sem hlustar ekki á það einsog "þetta á að vera" og bara drepa þetta mein sem er núna að "bögga" hana og fá þetta ALDREI aftur.  ALDREI!!

Maístjarnan mín hefur átt erfitt með gang síðan í byrjun des eða síðan hún lamaðist, ef hún hefur verið að labba upp tröppur þá hefur hún annað hvort þurft mikin stuðning frá mér og eiginlega neitað að labba upp því hún segist ekki geta það (sem við heyrum mjög sjaldan frá henni) eða þurft að labba á fjórum "fótum".  Enn eitthvað gerðist í síðustu viku í sjúkraþjálfun, stúlkan labbaði upp tröppur án stuðnings og varla studdi sig við með hendinni, að sjálfsögðu öskraði ég af gleði í þjálfuninni og sjúkraþjálfinn líkaGrin.  Þannig það var mikið hlegið í tímanum enda var eitthvað að gerast sem hún hefur ekki getað síðan fyrir lömun.  Hún ELSKAR sjúkraþjálfunina og sinn þjálfara, getur ekki beðið eftir næsta tíma en hún mætir 2x í viku, klukkutíma í senn og í hverjum tíma sem hún mætir í sjáum við miklar framfarir þess vegna trúi ég því að hún verði orðin svakalega flott fyrir sumarið.  Ég mun sjá hana hoppandi káta í sumar í einhverjum flottum gellufötum sem henni mun líða vel í því við ætlum okkur að losa okkur við bjúgun líka og þá alla sterana.  Jiiiiiii hvað ég er orðin spennt fyrir sumrinu sem mun verða GOTT.  En við erum að fara hitta doktor Óla á morgun og hann vonandi minnkar steraskammtinn en meira.

Maístjarnan mín týndi gleraugunum sínum sem ég hef bölvað í sand og öskur enda ekkert svakalega ódýrt að þurfa kaupa þetta.  Við höfum alveg reynt að lengja tíma með að kaupa ný þar sem við vonuðumst að sjálfsögðu eftir því að þau myndu finnast en ekkert hefur bólað á þeim.  Þannig það var farið til augnlæknis í gær til að geta pantað ný, viti menn jú það hefur verið lán í óláni að stúlkan hafði týnt þeim (ætli hún hafi ekki bara hent þeim því hún vissi að þau voru hvorteðer ekkert að virkaWink).  Hún hefur verið með +5 á báðum en í gær kom það í ljós að hún er komin niður í +4,5 og +4,75 svo henni var greinilega bara ætlað að týna þeim því henni vantaði ný.Sideways

Núna þarf ég að sækja Maístjörnuna mína til að fara í sjúkraþjálfun sem hún getur ekki beðið með að fara í og svo kaupa eitt stk gleraugu svo hún fari að fara sjá almennilega.  Hún fer þá kanski að sjá tröppurnar þannig hún fari að hlaupa upp þær.

Ég verð eiginlega að enda þessa færslu af aðal 2 ára sjarmaröllinu mínu honum Hinrik Erni.  Þessi var tekin af honum um helgina í skírn hjá sysurdóttir minni, mættur í kirkjuna:
P2276181 [1280x768]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegur lestur :D

Helga (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 10:20

2 identicon

Nú fer Maisólin að hækka, bæði á lofti og á landi. Gleði og sólarkveðjur til ykkar. gþ

gþ (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 10:26

3 identicon

Frábært  Gangi ykkur vel og Guð blessi ykkur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 11:34

4 identicon

En yndislegt að heyra að það eru hraðar framfarir í gangi núna :-)

Trúi á kraftaverkin með ykkur

GANGI YKKUR VEL ÁFRAM!!!

Begga Kn. (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 12:08

5 identicon

Þetta eru dásamlegar fréttir

Ekkert minna en það og svona verða fréttirnar áfram ef eitthvert réttlæti er til, hugsa sér síðan 2004, ótrúlegt að lítil stúlka hafi verið í krabbameinsbaráttu í 6 ár.

Eins og þú segir í sumar verður hún í skvísufötunum sínum og vonandi búin að steingleyma þessum erfiða tíma

Sendi ykkur kærleiks hetjukveðjur

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 12:43

6 identicon

en gaman að detta hérna inn. Hafið það gott og gangi ykkur vel að velja ný gleraugu :)

knús

Anna Kristín (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 13:22

7 identicon

  Þvílíkar gleðifréttir!!!! Ég endurtek, þetta verður sumarið ykkar, kæra fjölskylda.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 13:56

8 identicon

Vááá en gaman að heyra þetta, ef einhver á gott sumar skilið þá er það litla maístjarnan ykkar og þið öll !

Gangi ykkur áfram vel, knús á ykkur

Svala (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 14:07

9 identicon

Gaman að allt skuli vera á uppleið

k.v Dagbjört

Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 14:20

10 identicon

Ef einhver á skilið kraftaverk þá er það þessi litla, dásamlega stelpa.  Allar mínar góðu óskir sendi ég henni og ykkur öllum.

 Megi allar góðar vættir umvefja ykkur og aðstoða.

Norðankona

Norðankona (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 14:37

11 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

yndislegar fréttir  knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 1.3.2011 kl. 14:52

12 identicon

Góðar fréttir. Vonandi verður sumarið gott. Bestu kveðjur frá Ingu.

ingibjorg kr. einarsdottir (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 17:58

13 identicon

Alveg er þetta makalaus stelpa sem þið eigið.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 20:13

14 identicon

Yndislegt! Gangi ykkur áfram vel!

Bestu kveðjur.

Anna Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 20:42

15 identicon

Samgleðst ykkur innilega.

Gangi ykkur áfram vel.

Maja

María Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 20:50

16 identicon

En frábært að heyra, það er svo gott að gleðjast. Bestu kveðjur og ósk um að allar ykkar vonir og væntingar verði að veruleika duglega fjölskylda.

Auðbjörg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 20:56

17 identicon

Ég sendi ykkur ofurkrafta, gangi ykkur vel =)

Lena (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 21:57

18 identicon

Yndislegt

Steina (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 22:07

19 identicon

Frábær færsla ! Gaman að " heyra " að það gangi betur. Ég hugsa svo oft til ykkar og vona svo innilega að allt sé á uppleið.

 Kær kveðja frá mér :)

Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 00:15

20 identicon

Mikið er gaman að lesa þetta.  Hún er algjört kraftaverk þessi stúlka og gefst sko aldrei upp.  Ég er líka alveg viss um að hún verði hoppandi glöð í gellufötunum sínum í sumar....svo gaman.  Gangi ykkur áfram vel og njótið lífsins.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 06:45

21 identicon

Frábært að heyra þessar gleðifréttir :)

Bylgja (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 08:18

22 Smámynd: Ragnheiður

Yndisleg færsla, svona eiga þær að vera. Fullar af góðum fréttum og gleði, þá líður okkur sem lesum svo vel.

Litli töffarinn er flottur

Ragnheiður , 2.3.2011 kl. 10:07

23 identicon

Hæ,, á líka eina svona gellu,, sem er 5 ára,,og vill sko gellast,, en hún er aldrei í gallabuxum,,, bara leggings,,miklu þægilegra,, og til allskonar flottar leggings.. ættir að lauma því að þinni prinsessu,, þá gæti hún verið bæði flott,, og þægilegt.. og skokk yfir,, svo sætar þessar prinsessur,, p.s. gangi ykkur vel að pæjast....

Karen Olsen (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 10:29

24 identicon

Yndislegar fréttir!!!  Hún er bara best þessi elska og sýnir og sannar alltaf hversu mikil hetja hún er, dásamleg bara

Ég var að spá í þessu með gleraugnakaupin.

 Er það eitthvað sem þið þurfið hjálp með?

Fyrirgefðu elsku Áslaug mín vonandi móðga ég þig ekki! en ef þetta er eitthvað sem við hér sem vinir ykkar gætum hjálpað með þá er engin skömm að þyggja það  500-1000 á mann kannski, það myndi kannski hjálpa ykkur og en okkur hér munar kannski ekkert um það

Sigga (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 13:25

25 identicon

Gangi ykkur vel áfram kæra fjölskylda

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 15:01

26 identicon

Vildi bara segja ykkur frá því að það þarf ekki að borga fyrir gleraugu barna undir 18 ára hjá Pro Optik. Þau hafa reynst mínum börnum mjög vel og frábær þjónusta hjá þeim sem eru í Hagkaup Skeifunni amk. Alls kyns umgjarðir í boði, léttar og þægilegar. Ég hef verið að borga max 5-6 þúsund því ég vil láta útþynna glerin og fá rispuvörn.

ókunn (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 17:16

27 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Nú er eins gott fyrir þig Áslaug mín að fara í hlaupaæfingar,ef þú ætlar að hafa við þessari miklu orku /dugnaðarstelpu:):):)

Þú ert velkomin í tröppurnar á Súrálskrananum,bara 85 stk...hehehe:)

Flottur gæi Sjarmatröllið þitt,og fer honum afskaplega vel með höfuðfatið:):)

Halldór Jóhannsson, 3.3.2011 kl. 08:37

28 identicon

Muna svo bara eftir kreppugler.is. Sparar helling

Gangi ykkur öllum vel.

Karen Malmquist (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 12:19

29 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kveðjur í kotið

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.3.2011 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband