Leita í fréttum mbl.is

.....

Stundum verð ég svo leið,
og mér líður ei vel,
og mig langar að sting'af frá öllu
og hverfa og skríða inní skel.
En ég herði mig upp
og ég hugsa með mér
hvernig allt gæti verið svo margsinnis
marsinnis verr'en það er.

Æji þetta eru "þessir" dagar, Maístjarnan mín er ekki hamingjusöm, hún er ofsalega leið, nýtur sín enganveginn í neinu og kvartar dáltið undan hausverk.  Það er ofsalega erfitt og sárt að horfa á hana - manni langar að gera eitthvað til að gleðja hana en hún vill helst bara vera heima, liggjandi uppí sófa.  Þegar henni líður svona þá líður mér helmingi verr....

Ég er farin að kvíða dáltið fyrir næstu viku en þá fara drengirnir mínir í sumarfrí frá leikskólanum og hún má ekki vera svona þá því þá getum við ekkert gert.  Það er nefnilega oft erfitt að vera systkini langveiks barns því þá veltur allt á líðan þess og oft erum við kanski byrjuð á einhverju skemmtilegu og verðum að hætta í miðjum "leik" því hún þolir ekki meir og verður að fara inn að hvíla sig og auðvidað er erfitt að sætta sig við það.  "Afhverjru fær Þuríður alltaf að ráða?".  Þetta er oft erfitt fyrir alla!!

Annars fékk ég ofsalegar skemmtilegar fréttir í síðustu viku, ég vann ferð fyrir tvo til Evrópu með Icelandair.  Ekki leiðinlegt!Grin Auðvidað langar öllum að fara á heimilinu en það er víst ekki í boði enda það besta í stöðunni er að við Skari förum eitthvað tvö í afslöppun að gera ekki neitt nema liggja og hvíla okkur, sleikja sólina og kanski sendi ég hann eftir einum kokteil á dag fyrir mig.  Okkur langar allavega mikið til Spánar svo við erum að spá og spegulera, reyndar langar mig líka mikið á ÓL en það kostar víst hálfan handlegg og ekki möguleiki að fá miða á neina viðburði sem mig langar á einsog handboltalandsliðið og sjá meistarann og flottustu fyrirmynd ever Rögnu Ingólfsóttir badmintonkonu.  Ég fer bara þegar börnin mín fara og keppa í staðin og horfi á þau en þessa bók hér fyrir neðan er Blómarósin mín að lesa - hún les hana alltaf fyrir svefninn, er hálfnuð með hana þar sem hennar draumur er að komast á ÓL, ekki seinna vænna að fara láta sig dreyma 8 ára gömul.
428393_10150937080299611_575561976_n_1160816.jpg

 


 

 

 

 

 


Maðurinn er ekki stærri en draumar hans, hugsjónir, vonir og áform. Manninn dreymir og með því að láta drauminn rætast er það draumurinn sem skapar manninn. 

Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 3.7.2012 kl. 17:24

2 identicon

Kærleiksknús á ykkur.....

Ekkert gaman að horfa á þennann létta riðil sem strákarnir spila þeir eiga að vinna alla leikina með 10-20 mörkum nema Svía væntanlega...nærð kanski á milliriðilinn já æ nei örugglega rándýrt líka..

Já þið eigið pottþétt eftir að fara á Ol með ykkar börnum,ekki langt þangað til:):):)

Heyrðu ég er byrjaður að hræða líftóruna úr frænkum mínum,svo hver veit að þú fáir miða:):):):)

Þær eru komnar með allt í hús....

Knús í hús..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 20:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Áslaug mín með von um að allt blessist hjá þér og þínum.  Mundu bara að taka einn dag í einu og að sá dagur sé góður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 21:00

4 identicon

æ vildi að ég gæti tekið þig og sett þig í kúlu í smástund svo þér líði vel .. var að lesa síðustu færslur fá þér , fjandi er að heyra þetta .. nóg borgar maður í þessa trygggingar .. en það er alltaf þetta smá letur .. vona að þið finni frið og getið verið róleg í íbúðini ykkar ,

Vona að Maístjarnan farið að líða betur.. ,, vildi að maður gæti eitthvað gert .. ja ég skil yngri krakkana vel .. og vona að þið njóti þess að vera í sumarfríi  öll saman og geri eitthvað skemmtilegt :)

Frábært að fá þennan vinning ... njótið þess bæði tvö :)

Kærleiksknús að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 02:09

5 identicon

Elsku Áslaug og öll fallega fjölskyldan.

MJÖG SLÆMT að heyra hvernig Þuríði líður o.þ.a.l. ykkur öllum auðvitað.

Bið Guð að gefa að henni líði betur núna og þið séuð eitthvað að gera öll sem gerir ykkur gott og skemmtilegt. Á öllu nánast öllu landinu er blíða svo hvað það varðar er alls staðar gott að fríast.

RISAKNÚS í hús

Sólveig (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 09:56

6 identicon

Enn og aftur velti ég fyrir mér öllum þeim verkefnum sem fyrir ykkur er lagt. Mér finnist allt í lagi að þið mættuð sleppa nokkrum. Það er ekkert skrýtið að þú verðir stundum búin á því. Á ekkert ráð handa þér kæra kona nema að reyna að hvílast.

Berglind (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband