Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
26.6.2013 | 13:01
Afmæliskort og fleira....
Þá er Blómarósin mín 9 ára búin að gera afmæliskort sem hún er að selja ef ykkur langar að kaupa - 10 stk í pakka ásamt umslögum á 1500kr. Stúlkan er að safna sér fyrir utanyfir galla í fimleikana og fleira sem tengist þeim. Ef þú hefur áhuga þá sendu endilega á mig póst á aslaug@vefeldhus.is
Þetta eru kortin í pakkanum.
Annars er ofsalega lítið að frétta af Maístjörnunni minni - jú hún er ennþá þreytt og leggur sig á daginn, fær krampana sína en er ofsalega fegin að vera komin í sumarfrí svo núna bíðum við bara eftir því að eiginmaðurinn fari í fæðingarorlof sem byrjar 1.júlí (í mánuð) og Blómarósin sem er alltaf á fimleikaæfingum þá getum við farið að gera "allt og ekkert".
Rannsóknir Maístjörnu minnar verða í ágúst en þá verður allt skoðað sambandi við flogalyfin og þess háttar - hvort það þurfi að gera breytingar þar sem það er frekar erfitt að halda krömpunum niðri.
Enda færsluna mína svo á einni mynd sem Blómarósin teiknaði í morgun - já ég veit ég get endalaust montað mig af því sem börnin mín gera og jú og svo einni mynd af Gull-drengnum (7 ára) sem var að keppa á Norðurálsmótinu um helgina og stóð sig hrikalega vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.6.2013 | 13:52
Örlítið af Maístjörnu minni....
Maístjarnan mín er ofsalega þreytt þessar vikurnar - þarf orðið að leggja sig á daginn og er samt sofnuð snemma á kvöldin þannig ég get alveg viðurkennt það að ég hafi pínu áhyggjur af henni enda búin að panta tíma fyrir hana hjá doktor Ólafi, er ekki alveg vissum að ég vilji bíða með rannsóknir frammí ágúst ef hún heldur svona áfram.
Ég vaknaði t.d. í morgun við geðveik öskur en þá var hún að fá stóran krampa (tvo í röð) og varð svona líka hrædd. HELV.... krampar alltaf hreint - nýbúið að stækka lyfjaskammtinn hennar, frekar erfitt að halda þeim niðri.
Hún bíður annars spennt eftir því að komast í sumarfrí en það eru bara þrír dagar eftir af skólanum og mikið rosalega ætlum við að njóta þess í sumar. Stefnan tekin á að fara í annað umhverfi og leyfa henni að slappa af sem mest (og hinum líka) - erum komin með bústað í viku en það elskar hún.
Hún mun skipta um skóla í haust og fara í Klettaskóla sem hún er ROSAlega spennt fyrir - held að það verði bara góðar breytingar fyrir hana. Eignast vini og finna að hún er sterk í einhverju.
Örlítið "update" af minni flottu Maístjörnu sem er nánast alltaf hamingjusöm þrátt fyrir allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar