Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Kvartanir

Það hafa borist mér oftar en einu sinni kvartanir yfir því að ég bloggi of mikið og of hratt þannig fólk hafi ekki við að lesa.  Hmmm!!

Viljiði að ég fari að blogga minna þá kanski annan hvern dag eða ráði þið alveg við að lesa þetta allt ehehe Hlæjandi.  Það er nú ekkert erfitt að skrolla bara niður og halda áfram að lesa það sem ég hef verið að skrifa.  Dööö!!

Að heyra vitlaust

Jámm ég er þekkt fyrir það að heyra vitlaust, oft með mikin skít í eyrunum.  Dóóhh!!  Svo áðan var ég að hlusta á eitt lag með Ellen Kristjáns, mjög fallegt lag en svo kemur ein setning í laginu "þú ert mér opin bók að norðan".  Hmmm!!  Ég var bara díssúss mar, þvílíkt asnalegur texti opin bók að norðan.  Hvernig er að fara með textana hjá þessu fólki í dag?  Mér fannst nú þetta frekar asnalegur texti þannig ég fór að hlusta betur en þá var textinn "þú ert mér opin bók án orða", dóóohh!!  Stupid kid!!  Hlusta betur slumma!! Hlæjandi 

Megi alveg koma með komment um það hvað þið hafið heyrt vitlaust í textum, well ég veit að þið eruð svo feimin við að kommenta en kommon.

Íþróttanámskeið

Heyriði þeir voru að kvarta í "Ísland í bítið" í morgun hvað það væri dýrt að senda börnin sín á íþróttanámskeið þá sérstaklega fyrir foreldra sem ættu mörg börn.  Hmmm ég veit ekki hvursu dýrt það er en það hítur að vera KLIKKUN því ég var að ath hvað það kostaði að senda dætur mínar á íþróttanámskeið því hún Þuríður mín hefur sértaklega gott af því að liðka líkamann sinn aðeins.  Það kostar heilar 25.000kr í 12 vikur, dööööööööö!!  Hvað kostar þá fyrir unglingana?

Hver var þinn örlagadagur?

Ég er mjög forvitin að vita þinn/ykkar örlagadag?  Endilega kommentið um það, mínir eru reyndar tveir og þeir koma hér innan skammsHlæjandi

Kæru gömlu skólafélagar Skara á Laugarvatni!

Mig langaði bara að láta ykkur vita að við Skari erum búin að panta okkur ferð fyrir ferðapakkan sem þið gáfuð okkur í vorHlæjandi.  Jú skilyrðið var að við færum ein þar að segja barnlaus og þannig mun það haldast að sjálfsögðu, mín verður vonandi tilbúin að fara frá honum (sko litla mömmustráknum sínum) 11.okt næst komandi þegar við munum skella okkur í ferðina "ykkar".  Gvvuuuð hvað ég er spennt!! 

Við ætlum sem sagt til London og gera "ekki neitt", jú Þórdís er búin að lofa bjóða mér pastað sem ég fékk hjá henni í maí eða þar að segja ég er búin að segja henni að hún eigi að gera það ehe.  Ekki sama pastað samt eheh sko bara alveg eins.  Oddný systir er reyndar að gera lista fyrir mig sem ég á að kaupa á litlu músina mína, æjhi mér finnst ekkert leiðinlegt að skoða barnaföt þannig ég geri það með glöðu geði fyrir hana.Glottandi

Við ætlum sem sagt að nýta gjöfina í að gera ekki neitt, slappa af, sofa, njóta þess að vera saman, knúsast, kanski skoða eitthvað af London sem við höfum ekki skoðað enda alltaf allur tími sem mar hefur farið þangað nýttur í búðir, kíkja kanski í te til Betu drollu og jú okkur hefur alltaf dreymt um að fara í leikhús í London þannig við ætlum að reyna næla okkur í kanski tvö stk miða á eitthvert leikrit.  Hugmyndir?

Enn og aftur krakkar endalaus mörg knús til ykkar, þetta var ótrúlega fallega gert og ég hlakka endalaust mikið til að fara ein út með Skara mínum og ég er ekki einu sinni ólétt þannig ég get fengið mér einn tvo öllara með honum.  Geggjað góður draumur!!

Án gríns þá hefur þetta bara aldrei gerst, ég ekki ólétt þegar við förum eitthvað saman og ekkert ungabarn með.  Hmmm!!  Ég hlít að vera ólétt? mhohoho!!  Þetta er ekki hægt!! Ég get bara notið þess í botn, víííí!!  Stuð stuð stuð!!

Allavega þá eru komin þrjú ný albúm á heimasíðu krakkana, búin að vera klikkaðslega dugleg að setja myndir inn.  Endilega kíkið á þær

Elsku Eva Natalía

Litla sæta mýslan okkar, innilega til hamingju með 1 árs afmælið.  Takk fyrir okkur í gær, kem og knúsað þig hjá ömmu Oddný í dag.
Knús og kossar
Slauga og co

Nýjar myndir

Setti inn nokkrar myndir, þær eru úr berjamóinu okkar síðustu helgi.  Fer að hlaða inn fleiri myndum í vikunni, ótrúlegt hvað þetta hleðst hratt uppHlæjandi

Sumó og fleira

Við stór fjölskyldan ætlum að skella okkur í "hvíldarbúðstaðinn" hjá styrktarfélaginu um helgina og ætlum að hafa það yndislega gott.  Reyndar er smá ástæðan fyrir því að við erum að fara því Skari þarf aðeins að jobba í bústaðnum en við munum samt nota pottinn óspart þá aðallega stelpurnar ehe.  Verð gjörsamlega soðinn eftir helgina, stór leikvöllur fyrir framan bústaðinn ætli við eyðum ekki dálitlum tíma þar, klikkað stór pallur þannig göngugrindin hans Theodórs (ok Eva á hana eheh) verður tekin með svo gaurinn getur tekið smá víðáttu brjálæði og hlaupið um.  Bara gaman!!  Stelpurnar eru allavega klikkaðslega spenntar að fara, reyndar förum við seint í kvöld því mín verður nottla að mæta í ræktina en ekki hvað og svo tekur smá sukk helgin við, damn!!

Eins gott að ég keypti úlpu á Theodór minn í gær, ógeðslegt veður úti ekta úlpuveður.  Gat ekki klætt drenginn í peysu þegar við keyrðum stelpurnar í leikskólann einsog ég hef alltaf klætt hann þannig það var eins gott.

Hann er sko ekki að meika næturnar, grrrr!!  Sama vitleysan tekin við, vaknar endalaust oft og vill athygli móðir sinnar og verður öskureiður ef duddunni er bara stungið uppí hann og mamma/pabbi hans hverfur svo aftur.  Aaaaaaaaaaaarghh!! Hvað er hægt að gera?  Mar er búin að prufa allt saman, well það er bara að halda áfram með þetta sem svefnráðgjafinn sagði okkur að gera.  Ég þarf sko minn beauty svefn!! 

Best að fara henda nokkrum flíkum í tösku svo allt verði reddí fyrir kvöldið þetta er svo bissí dagur.

Góða helgi!!

NEI TAKK!!

GlottandiSkari hitti doktorinn okkar í gær, það kom í tal að senda Þuríði í Rjóðrið eða réttara sagt spurði hann Skara hvort við værum búin að kynna okkur Rjóðrið.  Þeir sem ekki vita þá er Rjóðrið fyrir langveik og fötluð börn og þau fara í einhverja daga þanga til að "létta" okkur aðeins lífið eða til þess að "hvíla" foreldrana aðeins.  Ég veit að mörgum foreldrum finnst þetta æðislegt og allt það sem ég hef ekkert útá að setja og starfsfólkið þarna ö-a æðislegt en ég vill samt ekki senda Þuríði mína þangað.

Ég get ekki hugsað mér að senda hana til einhverja ókunnuga og væntanlega gott heimili til að létta okkur aðeins lífið, jú að sjálfsögðu þurfum við að sinna tveimur öðrum börnum og oft er mar algjörlega búin á því andlega og líkamlega en það er ekki útaf því ég er gjörsamlega að fara yfirum að sjá um barnið mitt.  Alls ekki!!  Það er vegna þess mér finnst svo erfitt að horfa uppá hana þjáðst svona daglega það er það sem tekur alla orku frá mér, þjáningarnar hjá litla barninu mínu.

Áður en doktorinn var búinn að koma með þessa tilhögu þá vorum við búin að ákveða í samráði við tengdó sem kom reyndar með þá hugmynd að senda Þuríði til hennar eina helgi í mánuði.  Vera í dekri hjá ömmu og afa eina helgi, ein og við getum þá dekrað aðeins við hin tvö og aðeins "hvílt" okkur.  Reyndar finnst mér það ótrúlega líka að hugsa útí það líka en bara svona að fara milli veginn og reyna gera gott fyrir alla.  Það kemur aldrei til greina að senda Þuríði mína á "eitthvað" heimili sem er jú gott og börn hafa kanski gott af því að fara þangað þá finnst mér það langt í frá góð hugmynd.

Ekki myndi ég vilja vera send á "eitthvað" heimili sem er bara ókunnugt fólk, ég fæ alveg sting í hjartað að hugsa um þetta.

Mín er að deyja úr harðsperrum núna og mér finnst það bara æði, ég veit allavega að ég tók virkilega á því í gærHlæjandi.  Kellan sagði að hún myndi byrja rólega svona fyrstu vikuna og sagði að við ættum að láta hana vita ef hún færi of hægt.  Dööö hvernig er þetta þá hjá henni þegar hún fer hratt, án gríns mar átti bara erfitt með að halda í hana eheh og hún var að fara hægt.   Mér líst ótrúlega vel á þetta og hlakka bara til næstu átta vikna.

Fór útí TBR í gær beint eftir ræktina til að vinna eða kanski svona meira til að fylgjast með strákunum sem voru að byrja vinna, segja þeim til og svona.  Alltaf þegar mar er útí TBR og situr í afgreiðslunni og horfir á þetta allt sælgæti í hillunum langar mig ALLTAF í og freistast ALLTAF en í gær þá leið mér svo hrikalega vel í líkamanum eftir ræktina að mig langaði ekkert í.  Tímdi sko ekkert að skemma tíman, yndisleg tilfinning!!

Drengurinn farinn að heimta athygli, meira síðar!!


Afhverju grætur mar alltaf í brúðkaupum?

Dæssúss mar!!  Við mæðgur vorum að horfa á "brúðkaupsþáttinn Já" áðan sem við Skari vorum í, geggjað gaman að horfa á þetta.  Stelpurnar æptu af kæti og sat hálfgrátandi yfir þessu, ohh mæ god hvað þetta var gaman.  Afhverju er það ekki skylda að giftast á fimm ára fresti þar að segja sama manninum ehehe Hlæjandi.  Þetta var endalaust gaman!!  Ég skil ekki afhverju mar grætur alltaf þegar brúðurinn gengur inní salinn, ég geri það allavega alltaf eða fæ kökk í hálsinn

Annars er Þuríður mín búin að vera "hress" síðustu tvo daga, ekki búin að krampa í leikskólanum sem hefur ekki gerst endalaust lengi.  Gott gott!!  En að sjálfsögðu byrjar hún að krampa um leið og við stígum inn heimaÖskrandi, ég sé samt greinilega hvað hún getur verið hress þegar kramparnir eru svona fáir eða þar að segja þegar hún krampar ekkert á leikskólanum.

Haldiði ekki að það sé búið að biðja mína að gera smá veitingar fyrir afmælið hennar Evu sætu músarinnar minnar Natalíu á sunnudaginn.  Stúlkukindin mín sem mig langar alltaf að borða þegar ég sé hana verður árs gömul á mánudaginn og haldin stórveisla á Dragó á sunnudag og mín á að gera smá veitingar.  Mín sem kunni EKKI NEITT þegar mín fór að búa en það gerast kraftaverk og jú kraftaverkin að mín er bara beðin um að gera veitingar.  Jihh dúddamía!!  Allt getur gerstKoss

« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband