Færsluflokkur: Bloggar
20.9.2006 | 10:51
Engu er að kvíða?
Reyndu ef þú getur
að gleyma og hvílast betur
hugsaðu helst ekkert
engu er að kvíða..........
Jamm ég vildi að það væri svo einfalt og auðvelt að geta bara hvílst vel og hugsað helst ekkert um veikindin hennar Þuríðar minnar, þetta hvílir á manni alla daga. Það koma þessir dagar og oft finnst mér erfitt að kvarta og kveina hérna því þið eruð alltaf að tala um hvað við séum dugleg, miklar hetjur og höndlum þetta vel og þá finnst mér erfitt að vera eitthvað neikvæð hérna. Mar er bara ekkert syngjandi glöð alla daga með svona veikt barn einsog Þuríði og vita ekki neitt og neitt?
Þetta er nottla ekkert leggjandi á nema sterka einstaklinga og ég hef kynnst því þessi "tvö" ár sem Þuríður mín hefur verið veik hvað við erum sterk og hvað við erum sterk saman og hvað þetta þjappar manni bara meira saman. Það er líka svo "skrýtið" en þá hef ég bara kynnst jákvæðum og sterkum foreldrum í gegnum þessa veikinda súpu, greinilega útvalið fólk sem er valið í þetta verkefni, afhverju ætli það sé?
Þessa dagana finnst mér ég allavega vera búin á því, þessir dagar koma svona inná milli. Ég er samt ekki eins þreytt ég hef verið og ég tel það vera ræktinni að þakka, er ótrúlega dugleg þar enda í þvílíku átaki. Hætt að drekka kók og það tekur nú held ég gífurlega miklu orku frá manni þegar mar drakk það á hverjum degi, nammið næstum því farið nema um helgar að sjálfsögðu.
Þuríður mín er mjög slöpp núna, búin að fá tvo krampa í morgun og það stóra. Það gjörsamlega slökknaði á henni eftir fyrsta krampan, sofnaði bara í fanginu hjá mér en núna liggur í sjúkrarúminu og horfir á Mikka Ref með bros á vör. Við erum sem sagt komin uppá spítala og verðum hérna þanga til á morgun vonandi ekki lengur en það er komið frekar mikið slím í mína þannig þá verð ég bara að krossa fingur að hún sé ekki að verða lasin. Aaaarghh!!
Tengdó er svo sæt í sér að hún ætlar að vera hjá henni í nótt og í dag, ég ætla að reyna gera eitthvað skemtilegt með frk. Oddnýju minni og Theodór. Má ekki gleyma hinum tveimur!!
Þið megið alveg koma með hugmyndir fyrir okkur Skara hvað við getum gert í London annað en að fara á ABBA, sofa, borða eitthvað gott jámm og svo má ekki gleyma að hvíla sig ehehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2006 | 14:48
ATH
Þórdís ef þú ert stærri en ég þá er ég 180cm

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 12:55
Hef enga fyrirsögn?
Í dag hefði Þuríður mín Arna átt að fara í sneiðmyndatökur en þeim var frestað til 10.okt, þeir segja að þær hefðu ekkert verið nógu marktækar fyrir þá ef hún hefði farið í dag. Well ég hef heldur enga trú á því að þær verði eitthvað marktækari fyrir þá (læknana) eftir fjórar vikur, kanski verður æxlið búið að stækka eitthvað þá en þeir munu þá ekkert vita hvort það sé vegna lyfjameðferðarinnar þar að segja bara bólgur í því eða hvort það væri virkilega að stækka og þeir mundu heldur ekkert vita það í des þegar hún fer aftur og svo koll af kolli. Hvursu lengi þurfum við að bíða í þessari óvissu, já mar þarf að vera virkilega sterkur en það sem líður lengra á veikindasögu Þuríðar minnar finnst ég verða veikari og veikari þar að segja ekki nógu sterk og ég var þegar hún veiktist fyrst.
Ótrúlega skrýtið eða kanski ekki, mar hélt þá að það myndi finnast strax lækning fyrir hana eða að þeir myndu geta gert eitthvað strax fyrir hana en nei það eru liðnir næstum 23mánuðir og "engin" lækning hefur fundist. Það er ennþá verið að prufa hitt og þetta en aldrei gerist neitt gott fyrir hana en þjáist hún á hverjum degi og það tekur rosalega á taugarnar hjá manni. Alltaf bregður mér þegar hún fær krampa samt ekki einsog fólkið í kringum mig sem hefur aldrei áður séð hana í krampa það fær nett sjokk sem er ekkert skrýtið, hún hrinur niður og skellir oftast höfðinu í þar sem hún dettur, hún stirðnar upp, augun verða oft skrýtin og svo getur hún orðið mjög ofvirk eftir krampana eða hún dettur hreinlega út þar að segja hún sofnar bara um leið. Hún er ennþá að lamast í hægri hendi eftir krampa og oft getur hún ekki staðið upp eftir þá en hún er fljót að bjarga sér þessi hetja þá notar hún bara höfuðið til að hjálpa sér upp. Yndislegust!!
Hún fékk marga krampa í gær einsog flesta daga það kemur engin góður dagur hjá henni, hún er líka sofnuð fyrir sjö á kvöldin við rétt náum að moka smá mat uppí hana og gefa henni lyfin og svo búúúúmm sofnuð og sefur alla nóttina.
Hún er að fara uppá spítala á morgun og verður þar í sólarhring en hún er að fá krabbameinslyfin sín og ég er doltið kvíðin hvernig þessi lyfjameðferðin mun fara í hana þar sem þetta er sú sama sem hún varð svo veik af í sumar.
Oft gleymir mar að tala um hin börnin í þessari veikindasúpu, Theodór minni Ingi er farinn að reyna standa upp við leikfangakassann sinn en veit samt ekki alveg hvað hann á að gera frekar fyndið að sjá hann. Hann segir "mamma" á fullu og mér finnst það endalaust gaman, alltaf þegar hann er að kvarta og vill að mín taki sig þá er það bara "mamma mamma", hann segir reyndar líka "babba" en það er nú ekki eins oft eheh enda algjör mömmukarl. Má ekki missar sjónar af mömmu sinni þá verður hann alveg snar, litli pungurinn er að fara fá rör í eyrun og svo ætla ég reyndar líka að biðja doktorinn hennar Þuríðar að kíkja á hann á morgun þar sem ég er ekki ánægð hvernig hann er, nenni reyndar ekki að útskýra. Later!!
Oddný Erla er ekki einsog tveggja ára gamalt barn, æjhi ég veit eiginlega ekki á hvaða þroska hún er. Við Skari vorum einmitt að tala um það um dagin hvar fær hún þetta að vera svona vitur það hlítur að vera laaaaaaaaaaaaaangt aftur í ætt ehehe. Hún kallar alltaf á okkur þegar Þuríður fær krampa og svo er hún líka farin að hugsa um hana í krampa því hún veit alveg hvað hún á að gera, skiljiði barnið er rúmlega tveggja ára. Hún er sko algjör mamma kanski einum of þroskuð og hefur kanski of miklar ábyrgðar tilfinningu fyrir systir sinni. Mar verður kanski að passa uppá það? Hún kann að skrifa stafi jamm ég sagði stafi en hún getur alveg gert stafinn sinn og verður alltaf jafn stollt þegar hún er búin að gera hann og við líka eheh.
Annars var snilldin ein á Sálartónleikunum, vávh mar spáh mar!! Mar sat dofin í sætinu sínu alla tónleikana og gapti bara, oh mæ!! Flottastir!! Ég mun kaupa dvd-diskinn heitann og cd-inn líka, hlakka svona líka mikið til þegar þeir koma út hvenær sem það verður. Núna langar mig að fara á Sálarball, veit að þeir verða á Nasa 30.sept, hver hver og vill verður að lofa bannað að svíkja? Þar að segja að passa yndislegustu börn ever.
Við Skari erum búin að panta okkur miða á Abba föstudaginn 13.okt, púffh mig langaði nú ekki að fara þennan dag en það var ekkert annað í boði. Damn!! Mig hlakkar endalaust mikið til að fara ein með honum, oh mæ!!
Farin að passa Jón Karl og Lindu Björg frændsystkin mín en þau eru að koma til mín og ég veit að stelpurnar verða endalaust ánægðar með það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2006 | 09:00
Ekki í stuði að skrifa...
Áttum skemtilega helgi og ég var að setja inn myndir frá laugardeginum þegar við fórum niðrá tjörn að gefa brabra brauð, þar getiði séð hvernig Þuríður mín lítur út þessa dagana. Datt á föstudaginn í leikskólanum og niðrí bæ á laugardaginn þegar hún fékk krampa

Farin að sinna drengnum!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.9.2006 | 10:56
Endlaust margar myndir komnar inn

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2006 | 10:37
Kartöflukeppni og fleira
Svo núna er komið að því að taka upp uppskeruna og þá er keppnin falin í því sá/sú sem fær stærstu/þyngstu kartöfluna vinnur, stærstu kartöfluna og þyngsta aflan og að sjálfsögðu eru glæsileg verðlaun. Öll börnin fá medalíu og svo er farandbikar fyrir held ég stærstu kartöfluna eheh, ykkur finnst þetta kanski eitthvað leim en þetta er geggjað gaman að ég held. Við erum að farast úr spenningi fyrir kvöldinu eheh, fyrsta skiptið sem við fjölskyldan tökum þátt. Svo verður stórveisla í bílskúrnum hennar Gullu frænku fyrir liðið, grillveislan og sjálfsögðu sér Siggi kokkur um það en ekki hvað. Búið að skreyta bílskúrinn, við erum fjörtíu samtals sem tökum þátt á þessu ári og alltaf fjölgar. Ohh mæ ég er hrikalega spennt!! Upp með pollagallan og stigvélin, mamma meir að segja búin að láta Theodór minn fá pollabuxur þannig að hann getur velst um í moldinni og hjálpað okkur að taka upp.
Segi ykkur frá verðlaunahöfum á morgun og að sjálfsögðu verða myndir.
Ég er hrikalega spennt yfir kvöldinu á morgun en þá ætlum við Skari að fara á Sálina og gospelin, jíhdúddamía!! Sæti á BESTA stað!! Ætlum að reyna fá okku eitthvað í gogginn áður "bara" á Ryby tuesday reyndar er það ekkert bara hjá okkur, okkur finnst allt gott

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2006 | 08:10
Frá vini til vina
Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk.
Á leiðinni fóru þeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann. Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn; "Í DAG GAF BESTI VINUR MINN MÉR, EINN Á ´ANN!"
Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út í. Vinurinn sem hafði orðið fyrir hinum áður var nærri drukknaður, en var bjargað af vini sínum. Þegar hann hafði jafnað sig , risti hann í stein; "Í DAG BJARGAÐI BESTI VINUR MINN MÉR FRÁ DRUKKNUN".
Vinurinn sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði: "Þegar ég sló þig, skrifaðir þú í sandinn, og núna skrifar þú í steininn. "Af hverju?" Hann svaraði: Þegar einhver gerir þér eitthvað illt áttu að skrifa það í sandinn, þar sem vindur fyrirgefningar getur eytt því. En þegar einhver gerir þér eitthvað gott þá áttu að grafa það í stein þar sem enginn getur eytt því.
"LÆRÐU AÐ SKRIFA SÁRINDI ÞÍN Í SANDINN OG GRAFA HAMINGJU ÞÍNA Í STEIN"!
Það er sagt að það taki mann eina mínútu að hitta sérstaka manneskju, einn tíma að kunna að meta hana, einn dag að elska hana, en HEILA ævi að gleyma henni.
Sendu þessa sögu til þeirra sem þú gleymir aldrei, og mundu að senda hana tilbaka. Ef þú yfir höfuð sendir hana ekki til neins, þá þýðir það bara eitt, að þú hafir of mikið að gera og hafir gleymt vinum þínum.
"GEFÐU ÞÉR TÍMA TIL AÐ LIFA - OG EIGÐU GÓÐAN DAG!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2006 | 13:12
Óhamingjusöm þessa dagana

Veitiggi alveg afhverju hún lætur svona, jújú ég veit alveg að það hlítur að vera erfitt að vera uppdópuð alla daga ég sjálf lægi ég í þunglyndi, held ég allavega. Það er bara ótrúlega sárt að fylgjast með henni og horfa uppá hana svona óánægja, aaaarghh!! Stend alveg á gati hvað ég get gert fyrir hana sem myndi gleðja hana.??
Hún var reyndar glöð um helgina þegar við vorum í búðstaðnum enda áttum við æðislegan tíma þar, potturinn notaður óspart af systrunum sem þeim finnst æði en ég get víst ekki verið alla daga í búðstað, þótt glöð ég vildi.
Hún þarf að sofa mjög mikið, sofnuð klukkan sex á kvöldin og svo þurfum við að vekja hana til að fara í leikskólann klukkan sjö á morgnana. Eðlilegt? uuuuuuuuu not!! Þýðir ekkert að spurja doktorana afhverju hún sé svona þeir vita hvorteðer ekkert í sinni haus (sorrý doktorar), kinka bara kolli og segja ekki orð. Ég verð bara svo leið, reið, pirruð, ennþá leiðari og reiðari að geta ekki fengið nein svör og horfa uppá hana svona.
Ætli ég bæti ekki við örlagadögunum mínum tveimur hérna við í restina jú sá fyrri er 13.júlí 2001 þegar við Skari byrjuðum saman

Sá seinni er 25.október 2004 þegar Þuríður mín veiktist, sá versti sem ég hef upplifað og hefur breytt lífi okkar Skara svona líka. Að uppgvöta að barnið manns sé alvarlega veikt er það með því versta sem mar getur upplifað og hvað þá þegar læknarnir standa á gati og vita ekkert í sinn haus. Ömurlegast!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2006 | 13:09
Við erum ekki ódauðleg..
Ég mun aldrei gleyma því, hversu svalur mér fannst þú vera, þegar þú þeyttist eftir Reykjanesbrautinni á 160.kílómetra hraða á klst, á nýja bílnum þínum, sem þú fékkst daginn áður, ásamt ökuskírteininu. Það var eins og brautin hefði verið sérsniðin fyrir þig. Það breytti engu þótt myrkrið væri skollið á og brautin rennisleip, eftir rigningu dagsins. Þú varst Sjúmakker Íslands og við fylgdumst með þér af aðdáun og áttum ekki orð yfir það, hversu fimur okkur fannst þú vera á bak við stýrið. Ég sem er vanur að nota öryggisbelti, lét ég bara hanga niður með sætinu. Mér fannst algjör óþarfi að spenna það á mig, því mér fannst ég svo öruggur með þér í bíl. Það átti við um okkur öll, sem vorum með þér í bílnum. Ljósastaurarnir þeyttumst framhjá og manni fannst eins og það væri bara einn langur ljósastaur á Reykjanesbrautinni, því þú ókst svo hratt. Ég man að stelpurnar skríktu af gleði, því þeim fannst þú svo svalur og ég fann það á mér, að þær ætluðu allar að negla þig í lok ferðar. Ég horfði á þig öfundsjúkur, því þú bjóst við svo mikla kvennhylli. Djöfull get ég ekki beðið eftir því að fá bílprófið, því þá skulu þær allar verða mínar.
Ég mun aldrei gleyma því þegar ég sá þig í dauðateygjunum, eftir að þú þeyttist út úr bílnum, eftir að hafa keyrt á bílinn, sem kom úr gagnstæðri átt. Eitt lítið augnablik misstir þú stjórn á bílnum og nýji bíllinn ónýtur og Reykjanesbrautin blóði drifin. Ég mun heldur aldrei gleyma stelpunni, sem sat frammí með þér. Fallega brúnhærða stelpan, sem skríkti og hló svo dátt, mun aldrei hlægja aftur. Þarna lá hún út um allt í bílnum. Hún var eins og kramin fluga, sem var búið að slíta af vængi og fætur. Ég mun aldrei gleyma stelpunum, sem sátu aftur í með mér. Þær lifðu af, en munu aldrei lifa aftur eðlilegu lífi, nema eðlilegt líf sé að liggja á sjúkrastofnun, það sem eftir er og vera grænmetishausar. Ég mun aldrei gleyma gömlu hjónunum, sem voru í bílnum, sem þú keyrðir á. Þau hefðu auðveldlega geta átt 10 15 góð ár í viðbót. Ég mun aldrei gleyma því, hvernig mér leið þarna aftur í. Ég gat mig hvergi hreyft og get það ekki ennþá, því ég er fastur í hjólastól og er algjörlega háður öðrum, því ég get hvorki fætt mig né klætt. Nú mun ég aldrei fá bílprófið, sem ég þráði svo heitt.... né kvennhyllina.
Ef þú heldur að þetta sé allt, þá er ég bara rétt að byrja. Hvað með móður þína og föður, sem elskuðu þig svo heitt? Hvað með systkini þín, sem dáðu þig og horfðu upp til þín? Hvað með ömmu þína og afa, sem voru svo stolt af barnabarninu sínu? Hvað með alla vini þína, sem gátu varla verið án þín? Ertu tilbúinn að steypa öllu þessu fólki í sorg, sem er jafnvel óyfirstíganleg? Hvað með ættingja allra hinna, sem þú stefndir í hættu og myrtir? Hvernig heldur þú að það sé að vera viðstaddur jarðaför síns eigins barns? Hvernig heldur þú að það sé að koma í heimsókn á sjúkrahúsið, þar sem barnið þitt liggur, með næringu í æð og í dái, og á aldrei möguleika aftur á eðlilegu lífi? Hvernig heldur þú að það sé að þurfa að fæða, klæða og skeina barninu sínu, langt fram á fullorðinsaldur?
Hefði ekki bara verið betra að keyra á löglegum hraða eða var kúlið alveg að drepa þig? Það gerði það reyndar á endanum.
Höf. Garðar Örn Hinriksson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2006 | 12:26
Úbbsadeisí
Megið alveg koma með hugmyndir af könnunum því ég stend gjörsamlega á gati með hugmyndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
93 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar