Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Litli kútur

Litli kúturinn minn hann Theodór er frekar slappur núna eða vaknaði í morgun með 39,4 þannig hann vill bara kúra í mömmukoti, æjhi það er svo gott þegar þau kúra svona hjá manni en það mætti líka vera oftar þegar þau eru ekki svona slöpp.  Hann verður víst að hrista þetta af sér drengurinn þar sem það styttist óðum í fyrsta afmælisdaginn en hann er 23.janúar en það verður stórveisla í "sveitinni" á sunnudaginn, oh mæ god hvað mér finnst gaman að halda uppá afmæli barnanna minna já eða okkar allra í fjölskyldunni.  Erum frekar veisluóð þessi fjölskylda, bara gaman!!

Það er alveg brjálað að gera hjá minni, hef varla sest niður síðan við komum heim. Læknaheimsóknir að hejast aftur eftir fríið okkar og einhverjar fleiri heimsóknir en það á víst að reyna gera eitthvað meira fyrir hana Þuríði mína þannig mér leiðist sko ekkert á daginn.  Það halda margir að heimavinnandi húsmæður hafa endalausan tíma fyrir sjálfan sig, oh boy ég vildi óska þess að það væri satt?  Ætla mér samt að fara gera mér meiri tíma eða allavega reyna fara mæta oftar í ræktina en ekki bara þessa þrjá tíma sem ég er með fasta á viku, reyna um leið og ég hendi stelpunum í leikskólan og leyfi Theodóri mínum að leika við krakkana hjá mömmu, hann hefur gott af því drengurinn.  Ræktin gerir mér nefnilega ótrúlega margt gott, aukaatriðið mitt er að grennast en það yrði stór plús þegar af því kæmi eheh!!  Mér líður bara svo ótrúlega vel að geta mætt í ræktina og reyni að gera eitthvað fyrir sjálfan mig, þó svo að það er ekki langur tími sem ég fæ fyrir sjálfan mig þá gerir það alveg heilmikið.  Mæli með því fyrir alla, þetta er svo ótrúleg lækning á allan hátt.

Annars vissi ég ekki að ég þekkti svona marga en ég er búin að vera í því að svara fólkinu mínu með nýja lykilorðið okkar, ég ætti kanski að skipta um lykilorð í hverri viku eheh!!  Það er svo hrikalega gaman að fá svona mörg mail og fallegu kveðjurnar sem fylgja þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta gerir fyrir mig.  Ég reyni að fara klára svara ykkur en það eru ansi margir eftir, taka mér bara smá pásu frá mail-skrifum og skirfa nokkrar línur hér þó ég hafi ekkert að segja, bara bulla!!  Þið megið annars alveg halda áfram að senda mér svona falleg mail eða komment hér á síðunni þó svo ég ætli mér ekki oftar að skipta um lykilorð.

Þuríður mín er annars "hressari" en síðustu vikuna, ekkert búin að krampa í nokkra daga.  Ég er bara ekki að skilja þetta með krampana eða ekki neinn hvort sem þú kallar þig læknir eða eitthvað annað?  Hún var reyndar mjög óhamingjusöm þegar hún vaknaði í morgun, stúlkan er greinilega farin að þreytast og jú maður veit afhverju hún þreytist.  Hún vill orðið bara fá að sofa þannig ætli ég fari ekki að leyfa henni að sofa út á morgnana og svo fara í leikskólan því ég veit að hún verður vonandi aðeins hressari við það.  Hún verður víst að fá að ráða ferðinni sjálf, hún er líka farin að tala oftar um það að hún sé lasin í hörfðinu og kanski er ástæðan að hún sé alltaf með hausverk en hún á ofsalega erfitt með að tjá sig útaf því sem er kanski ekkert skrýtið.  Hún er nú bara fjagra og hálfs og þekkir ekkert annað en að vera veik en veit ekkert afhverju henni líður svona eða heldur bara að öllum líði svona einsog henni.  Hún er líka farin að versna tífalt af exeminu og finnst ofsalega gott þegar við nuddum henni, æjhi greyjið hún er ótrúlega slæm ég sem hélt að fólk með exem ætti að lagast í sólinni?  Það hefur allavega alltaf verið sagt við mig en ég er með psoriasis en það er einsog Þuríði minni versni alltaf við að fara í sólina?  Skrýtið!

Jú ég "hitti" hann Geir Haarde í gær, síðan mín var nefnilega tilnefnd sem besti einstaklingsvefurinn ásamt fjórum "fríkum" í viðbót en að sjálfsögðu vann ég ekki, finnst þetta frekar bara fyndið.  Það var nefnilega smá "hóf" í gær í Iðnó í gær sem ég var reyndar ekkert að fíla mig að vera, er ekki alveg þessi tölvugúru einsog allir sem voru þarna.  Bara fyndið og gaman!!

Var annars að bæta við albúmum frá Flórída en það eru komin þrjú albúm sem þið endilega kíkið á og vonandi fer ég að geta svarað öllum mailunum sem ég hef fengið með fyrirspurnum um lykilorðið.  Ég á bara ekki til aukatekið orð hvað ég hef fengið mörg mail og næstum því öll frá fólki sem ég þekki, svo gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með.  Knús til ykkar!!

Farin að kúra hjá veika stráknum mínu..


Smotterí

Var að setja inn eitt albúm frá Flórída og endalaus mörg eftir, púúffh Skari var að hlaða inn yfir 700myndum inní tölvuna þannig það er langt í land að hlaða þeim öllum inn sem ég ætla reyndar EKKI að gera, reyni að velja úr.  Reyndar getiði ekki kíkt á barnalandssíðuna þar sem ég varð að loka henni ALLRI ekki bara myndasíðunni einsog hún var heldur allri sem mig langaði reyndar ekkert að gera.  Stundum er nauðsyn og hún var það þokkalega núna, ég get því miður ekki rætt ástæðuna fyrir því hérna á síðunni minni en þeir sem fá lykilorðið á barnalandssíðunni munu fá að vita hana.  Á næstu dögum mun ég skrifa ástæðuna þar, ömurlegt!!  Ég ætlaði mér alltaf að halda henni opnri fyrirutan myndasíðuna og finnst ömurlegt að þurfa loka henni svona er bara lífið, ekki alltaf dans á rósum.  Endilega sendið mér mail á aslaugosk@simnet.is þar að segja ef ég þekki þig eða veit hver þú ert og þú færð lykilorðið um hæl og vonandi er þetta síðasta sinn sem ég þarf að breyta lykilorðinu.  Aaaarghh!!

Allt sæmilegt að frétta af okkur fjölskyldunni, Þuríður mín farin að slappast.  Ótrúlega skrýtnir dagar hjá henni einn daginn fær hún yfir 30krampa en næsta dag engan, að sjálfsögðu vita læknarnir ekkert afhverju þetta sé svona og afhverju  hún sé að slappast?  Er æxlið að bólgna vegna geislameðferðar eða er henni bara að versna, enginn getur sagt neitt.Angry  Alltaf bíður maður bara í óvissunni, ömurlegast!!

Það var alveg ömurlegt að horfa uppá Þuríði mína þegar hún var sem verst útá Flórída, það er einsog slökkni algjörlega á manni og langar bara að leggjast uppí rúm og grenja.  Maður fer líka að hugsa svo mikið um afhverju þetta sé svona, hugsar það versta en vonar það besta.

Annars var ferðin æðisleg í alla staði, ég mun aldrei geta þakkað nógu vel fyrir okkur.  Elsku "jólasveinar" þið eruð algjörir gullmolar að senda okkur í þessa ferð, minningar sem við eigum frá ferðinni eru ómetanlegar.  Það var alveg æðislegt í alla staði, við þrömmuðum endalaust marga garða sem var endalaust gaman hvort sem þú varst 1 árs eða alveg að nálgastí 34ára.LoL  Þið eruð yndislegir elsku "jólasveinar" og þið hin við hefðum aldrei getað þrammað í garðana nema ykkar vegna.  Þið hafið öll sömul gert heilmikið fyrir okkur sem við getum aldrei þakkað nógu vel fyrir. Knús og kossar til ykkar allra!!Wink

Brjálað að gera hjá mér næstu daga, er víst að fara hitta forsætisráðherran á morgun svona án gríns segi ykkur síðar frá því thíhí!!  Æjhi þetta er allt saman fyndið, oh mæ god!!

Langar í lokin að senda kveðju til einnar vinkonu minnar sem sagði mér frábærar fréttir af sér í dag, úha!!  Bara gaman!!

Endilega sparið ekki knúsin á hvortannað og þið segið aldrei nógu oft hvursu mikið þið elskið eða þykið vænt um hvort annað.  Það jafnast ekkert á við gott knús.InLove


Farin að sakna mín??

Komin heim á klakan en hef samt engan tíma til að blogga, taka uppúr töskum og svo kallar ræktin á mig. Vonandi gef ég mér tíma til að blogga eitthvað í kvöld eða á morgun, sorrý pallarnir mínir en það er brjáááálað að gera.

Kvedja fra Amerikunni

Langadi bara ad senda stutta kvedju hedan, tad er buid ad vera otrulegt stud, hitinn rokkar fra 12-30 tannig tad er annadhvort minipilsid eda sokkabuxurnar a bornin.

Reyndar er Turidur min ad slappast, er buin ad vera mjog slopp sidustu daga, farin ad krampa a hverjum degi og buin ad fa ansi marga krampa i dag.  Hef ekki tolu a teim, omurlegt!!  Fae alveg illt i hjartad ad horfa uppa hana nuna.  Omurlegt!!  Reynum samt ad gera gott ur ollu, bidjum ad heilsa og takk fyrir kommentin.

Kvedja fra Amerikunni....


Stuuuuuuuuuud!!

Stud, stud, stud, stud!!

Heitt, heitt, heitt, heitt!!

Disney a morgun!!

Takk fyrir mig i dag!!
Slauga a Florida.


Bæjó en í bili þó

Langaði bara að drita niður nokkrum línum en ef þið voruð búin að gleyma þá erum við fjölskyldan að fara til Flórída kl 17:25, hmmm ekki leiðinlegt!!Tounge  Erum á fullu að klára pakka, alltaf á síðustu stundu en við erum ekki vön að flýta okkur þegar pökkun er tilstaðar ehe, svooo leiðinlegt en samt ennþá leiðinlegra að taka uppúr þeim.  Það er þvílíkur spenningur í fjölskyldunni, trallalala!!

Ég er nú ekki viss um að þið "heyrið" eitthvað í okkur frá Flórída, ætla að reyna forðast tölvur einsog ég get en ef það eru tölvur á hótelinu þá er aldrei að vitaErrm  Læt þá kanski heyra aðeins í mér, gæti verið að heppnin verði með ykkur.

Smá fréttir af Þuríði minni einsog ég hef sagt þá eru kramparnir farnir að aukast hjá stúlkunni minni, grrrrr!!  Þrír krampadagar af fjórum þannig það er mikil aukning miða við síðustu tvær vikur og ég er orðin nett stressuð að hún verði slæm úti vona samt ekki, vona að hún geti notið hverra mínútu og skemmt sér einsog hinir.Wink

Allavega kæru lesendur eða um 2000, púúfffh hvaðan kemur allt þetta fólk það er naumast að maður getur verið merkileg held kanski ekki að ég sé ástæðan fyrir því að þið komið hérna við.Angry Ætla allavega bara að kveðja í bili og hafi þið það yndislega gott og ekki gleyma knúsa þá sem ykkur þykir vænt um.
Bæjó en í bili þó
Slauga og familí sem eru á leiðinni til Flórída ef þið voruð búin að gleymaCool
nr.4


Allt að gerast

Stelpurnar mínar eru alveg að tapa sér þeim hlakkar svo til að fara í flugvélina á morgun, Oddný Erla mín búin að finna Kristínu Amelíu dúkkuna sína sem á að sjálfsögðu að fá að koma með og Þuríður Ósk sína.  Ótrúlega fyndnar systur og svo ganga þær um gólf með sitthvora prinsessu flugfreyjutöskurnar sínar og segjast vera farnar, endalaust spenntar!!

Þarf reyndar að fara finna eitthvað til af fötum á börnin, púfffhh!!  Erfitt að vita hvað maður þarf að taka með sér, burtu í 12daga og ö-a engin þvottavél og börnin mín ekki þau snyrtilegustu thíhí!!

Ég var mætt í  Next í morgun nota bene kl sjö á útsöluna þeirra, ætlaði að ath hvort ég finndi ekki einhver "sólarföt" ótrúlega bjartsýn.  Niiiih að sjálfsögðu var ekkert svoleiðis á útsölu, damn!!  En djöh getur maður verið klikk að mæta á útsölu kl sjö að morgni það er sko ekki mannlegur tímiShocking.

Þuríður mín er annars hress eða miklu hressari en hún er vön að vera þar að segja tveim vikum fyrir jól þegar hún byrjaði í geislanum, þetta hefur ekki reynt mikið á hana hingað til.  Very nice!!  Verðum alveg með troðna tösku af lyfjum þegar við förum út, að sjálfsögðu hættti Þuríður mín ekki að taka flogalyfin sín þótt hún sé að fara í Ameríkuna og svo þurfum við að vera með til vonar og vara sterana hennar því maður veit aldrei hvort hún fari að taka uppá því að fá aukaverkarnir af geislunum en þeir geta víst komið nokkrum vikum eftir.  Best að hafa allan varan á.Woundering

Þuríður mín er samt farin að krampa meira, þetta gerist greinilega hægt en samt farið að aukast aðeins, æjhi ég vona að hún geti notið sín á Flórída og hitt Mikka mús einsog hún segir sjálf ætla að hitta hann.  Hún fékk krampa í gær og hann tók doltið á hana, vorum á Dragó og þurftum að labba upp stigan eftir krampan en það var ekki alveg að ganga hjá stúlkunni því hún lamaðist doltið eftir hann.  Hafði ekki mikla orku þannig ég varð að hjálpa henni en varð samt ekkert súper þreytt einsog venjulega sem ég er glöð með en samt alltat leiðinlegt með lömunina.  Ömurlegt!! 

Við erum by the way komin með P-merki í bílinn og ég hefði átt að nota það í fyrsta skipti í gær þegar við mættum uppá spítala, það er nefnilega frekar erfitt að leggja langt frá innganginum sérstaklega þegar Þuríður mín er að krampa mikið því þá lamast hún svo og á erfitt með gang.  En neinei við gáum ekki lagt í stæði fatlaðra því það voru einhver fífl sem nenna ekki labba langt og ekki með nein merki í bílnum sínum og áttu ekki þennan rétt og lögðu í öll þrjú stæðin.  ÉG þoli ekki svona!!  Stundum skil ég ekki tilhvers það er verið að gera svona P-merkingar því við Íslendingar förum ekkert eftir þeim, ef þú nennir ekki að labba hugsaru ekkert um hina sem þurfa á þessu að halda, bara hugsað um sjálfan sig.  FÍFL!!  Sorrý en ég þoli ekki svona og svo núna fer maður að finna meira fyrir þessu þegar maður þarf því miður á þessu að halda.Devil

Ætli það sé ekki best að fara reyna finna einhverjar flíkur á börnin til að henda ofan í tösku......


Blogg og aftur blogg

Stundum held ég að ég sé að tapa mér í bloggum, oh boy!!  En ég barasta gleymdi að koma með fréttir af litlu músinni minni henni Evu Natalíu, dóóhh!!  Sorrý Eva mín!!  Eva sæta músin mín er ennþá uppá spítala, hún byrjaði að fá hita aftur í morgun ég sem hélt að hún væri búin að hrista þetta af sér.  Hún þarf að sofa með súrefni þar sem hún mettar mjög illa þegar hún sefur og er ennþá að metta illa, læknarir segja ástæðuna RS-vírusinn og lungabólga sem er að bögga hana en ætla víst að taka aftur blóðprufu og myndatökur ef stúlkan fer ekki að hrista þetta af sér.  Gó girl!! Finnst ótrúlega leiðinlegt að komast ekkert í heimsókn til þín Eva mín og fá eitt stykki knús en maður þorir ekki svo hrædd um að einhver af okkur smitist þar sem við ætlum að reyna að fara til Flórída ekki á morgun heldur hinn en ég kíki samt til ykkar dúllurnar mínar á eftir og koma með tölvuna okkar svo ykkur leiðist ekki á stofunni, veit hvað það er leiðinlegast að þurfa vera í einangrun.

Erum sem sagt að fara uppá spítala á eftir, Þuríður mín í smá tjekk hjá doktorunum ath statusinn hjá stúlkunni og svona og Theodór minn Ingi fer líka í svona endurtjekk.

Var annars að fatta að börnin mín eiga ENGIN sólarlandaföt eða sumarföt, dóóhh!!  Ok það er 27stiga hiti núna úti og það getur verið buxna og peysuveður en maður þarf líka sumarföt, grrrr!!!  Að sjálfsögðu eru engar búðir núna að seglja kvartbuxur og stuttermaboli, dóóhh!! Hvað gera bændur þá?


Hármissir

Hún Þuríður mín er farin að missa hárið á tveimur stöðum vegna geislameðferðarinnar, hún er núna einsog versti pönkari eheh!!  Þetta er á báðum hliðum, önnur hliðin er alveg farin þar að segja hárið og svo ef þú strýkur yfir hina hliðina koma hárfligsurnar.  Það eina leiðinlega við þetta er að það er alls ekki víst að hún fái hárið aftur en það gerist víst oft eftir svona geislameðferðir en það góða er að hún getur safnað hárið og reynt að hafa það yfir þessu en samt ekki notað teygju.  Þetta er nú ekki það alversta sem getur gerst hjá henni en manni finnst þetta samt leiðinlegt, hún er nefnilega komin með svo þykkt hár reyndar svona snöggklippt því hárið er bara að koma en samt svo fallegt.  Hún verður alltaf fallegust hvort sem hún fær hárið sitt aftur eðurei, litli pönkarinn minn!!

Þá er komið að leindarmálinu stóra well okkur finnst það stórt og merkilegt ehe, ég hef ekki viljað segja ykkur það því það er endilega alls ekkert víst að við gætum "notað" leindarmálið reyndar vitum við það ekkert 100% en það stefnir í það.  Víííí!!  Jú það eru víst nokkrir "jólasveinar" sem ætla að bjóða okkur til Flórída, okkur fjölskyldunni sem erum fimm talsins.  Hammhumm ekki amaleg gjöf!!W00t Við stefnum sem sagt að fara til Flórída á föstudaginn 5.janúar og koma heim 17.janúar, jíbbíjeij!!  Ohh mæ hvað við erum spennt og það góða við það, við erum alls ekki að fara ein öll stórfjölskyldan hans Skara ætlar með okkur þar að segja foreldrar, systkin, makar og börn (alltaf þurfa þau að elta okkur eheh) sem sagt 20manna hópur og við ætlum að þræða alla skemmtigarða sem við getum funndið á Flórída.  Ohh boy!!  Þvílíkur spenningur í gangi!!  Ef þið getið sagt mér eitthvað skemmtilegt sem hægt er að gera á Flórída fyrirutan Disney sem verður pottþétt farið í og Tinna Rut ein af hetjunum mínum er líka búin að fræða mig um Disney þannig þá væri ég alveg til í að vita eitthvað meira.  Takk fyrir það!!Wink

Maðurinn í bleiku sokkunum?  Ansi margir sem tóku þátt í þeirri könnun en nei meiri hlutinn hafði ekki rétt fyrir sér, hann Skari minn er ekki svo "klikkaður" að fara í bleika sokka við bleiku skyrtuna sína eheh!!  Það var hann Hinrik faðir minn sem mætti hérna á aðfangadag þvílíkt montinn með nýju sokkana sína sem voru í stíl við skyrtuna, djöh getur hann stundum verið klikk thíhí!!

Best að breyta um könnun og endilega verið dugleg að svara.

Kveðja
Slauga sem er á leiðinni til FlórídaWhistling


Kíkið á þennan tengil...

http://weather.yahoo.com/forecast/USFL0372_c.html

Hmmm afhverju skyldi ég vera að setja þenna tengil hér inn??  Mhohohoho!!Cool  ...og gettu nú?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband