6.1.2010 | 12:02
Fyrir tveimur árum...
Fyrir tveimur árum síðan tók Þuríður Arna mín fjórar tegundir af flogalyfjum, krabbameinslyf, lyf vegna skjaldkirtils (sem hún tekur ennþá í dag) og svo lengi mætti telja. En Í DAG tekur hún einungis eina tegund af floglyfjunum sínum (reyndar byrjar það í kvöld), er hætt á krabbameinslyfjunum og öllum öðrum lyfjum. Þvílíkt og annað eins kraftaverk sem ég á og já ég get taulast á þessu orði KRAFTAVERKI endalaust því það er ekki svo oft sem við heyrum um þau eða eiginlega bara of sjaldan. Við hefðum þurft að heyra eitthvað um þau þegar Þuríður mín var sem veikust neinei það eina sem við heyrðum það var um fólkið sem tapaði baráttunni sinni, veit eiginlega ekki hvað fólk fékk út úr því að segja okkur frá þeim hefði betur mátt sleppa því. Þegar fólk er í þessari baráttu vill það bara heyra eitthvað GOTT, takk fyrir!!
Ég einmitt hitt mann um daginn sem ég var ekki búinn að hitta mjög mjög lengi og það fyrsta sem hann spurði mig um "er dóttir þín ennþá á lífi?" döööööööö!! Hvurslags spurning er þetta? Ég fékk verki í hjartað og lamaðist öll þegar hann spurði mig að þessu og vissi eiginlega ekki hvernig ég átti að bregðast við þessari spurningu? Æji stundum hugsar fólk ekki sem það mætti stundum gera.
Hversdagsleikinn er aftur að komast í gang á heimilinu, Þuríður Arna mætti hress og kát í skólann í gær og er bara hamingjusöm með lífið og þá er ég líka hamingjusöm. Hún er að byrja í drauma sjúkraþjálfuninni sinni sem er á hestum eða um miðjan mánuði og svo fær hún annan draum sinn ræstan en það er að byrja æfa fimleika. Hún horfir á systir sína sem er bara snillingur í fimleikum enda æfir einsog atvinnumaður og að sjálfsögðu langar henni að geta gert þessa hluti sem hún auðvidað erfitt með vegna allra lyfjana sem hún hefur verið að taka og sjálfra veikinda sinna einsog vegna lömunarinnar. Hún var alveg eitt bros í framan þegar við tilkynntum henni að hún ætti að fara æfa fimleika en það er eitt fimleikafélag hérna sem er með æfingar fyrir börn með þroskahamlanir sem fleiri mættu taka til fyrirmyndar, ekki bara fimleikafélög heldur líka bara önnur íþróttafélög. Mig langaði að senda Þuríði mína í sama félag og Oddný Erla og Theodór Ingi (en hann er líka að byrja í fimleikum og er auðvidað í fótboltanum líka) en þeir bjóða ekki uppá æfingar fyrir hana sem mér fannst frekar leiðinlegt. Hvers á hún að gjalda?
Mín byrjar í skólanum 15.janúar og hlakka bara til þó svo ég hafi verið frekar löt að læra síðasta vetur en var samt með 8 í meðaleinkunn, er farin á fullt í sjúkraþjálfunina og held áfram að byggja upp kroppinn og mig sjálfa. Stefni á vinnumarkaðinn næsta haust, einhver með vinnu handa mér? Reyndar á ég mér þann draum að gefa út bók, þá er eina sem mig vantar er bókaútgefandi og manneskja til að hjálpa mér að skrifa, er ekki alveg nógu góður penni í svoleiðis. Sá draumur verður einhverntíman að veruleika.
Enda færsluna af einni af Þuríði minni þegar hún í fullri lyfjameðferð, endalaust falleg.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ótrúlegt hvað þú kemst yfir að gera með stóra fallega hópinn þinn, ég sé þig fyrir mér líkt og strætó að skutla og manni finnst það að skutlast í Reykjavík sé nú meira en að SKREPPA.
En það er endalaust gaman að fylgjast með því sem er að gerast, því það er svo jákvætt.
Vona að hetjan hafi haft lyst á súkkulaði og sé þess vegna bara kámug um munninn, en sé ekki með útbrot af öllu þessu lyfjaeitri sem hún þurfti að taka, en þó þau væru vond voru þau góð því þau áttu örugglega stóran þátt í því að okkar stúlka er í góðum málum í dag.
Kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 12:32
Þetta er súkkulaði hjá henni
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 6.1.2010 kl. 16:18
Er viss um að 2010 verður gleði og friðarár hjá ykkur fallega fjölskylda. Mínar bænir verða fyrir ykkur, fyrir duglega kraftaverkið ykkar og alla hina. Tendra ljós
Með kærleikskveðja 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 09:52
Hef ekki kíkt á ykkur lengi en mér var allt í einu hugsað til ykkar mæðgna! Mundi ekki vefslóðina en sló inn á google Kraftaverkabarn - áslaug :) Frábært að heyra að hvað allt er bjart hjá ykkur í dag! Gleðilegt ár og ég vona og óska þess að það verði gott eins hið fyrra jafnvel betra :)
bestu kveðjur
ingibjörg
ingibjörg g (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 11:09
Frábært að fylgjast með ykkur og gaman að heyra hvað Þuríði líður vel. Mér líst vel á þetta með bókina er viss um að hún myndi rokseljast. Verður hún ekki í næsta jólabókaflóði?
Gaman að fylgjast með ykkur á síðasta ári og ég samgleðst ykkur innilega
Kveðja Benný
Benný (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 11:50
Þú ert sjálf algjört KRAFTAVERK Áslaug Ósk. Frábært hvað þú ert duglega að skrifa um allar framfarirnar hjá Þuríði Örnu.
Til hamingju Þuríður Arna með hvað lyfin eru orðin lítil hjá þér og þú að byrja í fimleikum sem er frábært og hestaþjálfunin er líka stórkostleg.
Hraustar kveðjur að norðan
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2010 kl. 17:53
Að skrifa bók er stórkostleg hugmynd.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2010 kl. 17:55
Yndisleg færsla, ég óska þér gleðilegs árs , friðar og hamingju á árinu 2010.
Hlakka til að fá að fylgjast með þetta árið líka, með öllum börnunum þínum og ykkur Óskari.
Ragnheiður , 7.1.2010 kl. 20:09
Halldór Jóhannsson, 8.1.2010 kl. 22:27
Kærleiksknús
Dagrún (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 00:52
Sendi ykkur öllum nýárskveðjur og vona að Guð gefi ykkur GÆFU- OG HEILLARÍKT ÁR. Kveðja að vestan.
Halla (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.