9.2.2010 | 13:29
Yfirlit okt'04-feb'10
Okt'04 greindist Þuríður Arna mín með góðkynja heilaæxli og illvígaflogaveiki.
Des'04 var hún "uppdópuð" af lyfjum til að halda krömpunum niðri en ekkert gekk, það átti að fara svæfa hana og halda henni sofandi í einhverja daga til að ath hvort kramparnir minnkuðu ekki við það en sem betur fer var ekki þörf fyrir það.
Nóv'05 var ákveðið að senda hana til Boston í aðgerð því kramparnir voru orðnir yfir 50 á daginn en því miður gekk sú aðgerð ekki einsog læknarnir vildu. Það var hægt að fjarlægja hluta af æxlinu en þar sem það er við hreyfi- og málstöðvar var það ekki áhættunnar virði.
Jan'06 Var ákveðið að stúlkan færi í 80 vikna krabbameinsmeðferð en það var allt gert í samráði við læknana okkar í Boston.
Júní'06 Voru komnar einhverjar breytingar í æxlið hjá henni og þá var ákveðið að herða lyfjameðferð og lengja hana aðeins.
Okt'06 Var æxlið búið að stækka mjög mikið og skilgreint sem illkynja. Hún var að verða algjörlega lömuð hægra megin og kramparnir 10-50 á dag. Hún var látin hætta í lyfjameðferð því einsog læknarnir sögðu þá mundi hún ekkert gera fyrir hana, frekar leyfa henna að eyða síðustu mánuði góða sem hún átti eftir.
Des'06 Við ákváðum ekki að gefast upp sama hvað læknarnir sögðu og í samráði við þá höfðum við samband við okkar lækna í Boston og þeir mældu líka með því að hún hætti í lyfjameðferð en vildu að hún fengi 10 geisla strax í des en það var ekki til að lækna bara til að lengja tíman hennar með okkur. En eftir ár átti hún að fá seinni tíu geislana þar að segja ef hún hefði verið meðal okkar.
Feb'07 Hætti Þuríður Arna mín að krampa og það var ótrúlegt kraftaverk en þá halda læknarnir að geislarnir hefðu hitt akkurat á þann stað sem þeir "áttu" að hitta á. (...og hefur ekki krampað síðan)
Júní'07 Var æxlið farið að stækka aftur og ákveðið var ekki lengur með seinni tíu geislana og þá fékk hún í júlí sem hún átti að fá í des.
Nóv'07-mars'08 var hún nánast útur heiminum vegna "næringaskorts" og hita. Hún var með hita "stanslaust" í þrjá mánuði og læknarnir vissu aldrei afhverju það var. Hún átti að fara fá slöngu í magann til að fá næringu en sem betur fer hresstist hún og fór að borða sjálf. Á þessum tíma átti var hún líka byrjuð í svokallaðri töflumeðferð sem var líka til að lengja tíman hennar með okkur en hætti fljótlega því það fór svo illa í hana.
Apríl'08 fór Þuríður mín í myndatökur og ótrúlegt kraftaverk gerðist, jú æxlið hafði minnkað um helming og margir læknar sem sáu þær myndi og höfðu séð þær "gömlu" héldu að hún hefði farið í aðgerð á milli en neinei, kraftaverkin voru að byrja.
Júlí'08 Fór hún aftur í myndatökur og æxlið var ennþá að minnka, lungun hennar voru reyndar slæm á þessum tíma og hún var á fullu á sýklalyfjum í æð.
Sept'08 Var byrjað að minnka flogalyfin hennar Þuríðar minnar enda fjórar tegundir og bönns af hverri tegund.
Jan'09 Voru teknar myndir af æxlinu og það heldur áfram að minnka og áframhaldandi minnkun af flogalyfjunum.
Ágúst'09 Fór hún í myndatökur og æxlið stóð í stað frá síðustu myndatökum en næstu myndatökur verða nk. maí og að sjálfsögðu ætlumst við til þess að það haldi áfram að minnka en ekki hvað.
Feb'10 Er Þuríður Arna á einu flogalyfi, búin að skila hjólastólnum, hætt að nota kerruna sína því hún hefur alveg krafta til að labba langar leiðir. Eftir næstu myndatökur er stefnan sett á að láta taka "brunninn" hennar eða þar sem öll lyf og blóðprufur hafa verið teknar enda lítið sem ekkert notaður.
JÁ einsog oft áður hef ég sagt þá gerast KRAFTAVERKIN. ALDREI að hætta trúa. Það er ALLTAF von.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg ótrúlegt - og engin orð fá lýst baráttuvilja ykkar allra.
Guð geymi ykkur og passi.
I.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 19:13
já það er hægt að sagja það kraftaverkin gerast og það er aðdáðunarvert hvað þið eruð dugleg og strek fjolskilda
knus á ykkur
Tota Helga (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 19:54
Já HETJAN MIKLA er FURÐUVERK sem og KRAFTAVERK:):)Og á einstaka fjölskyldu sér við hlið stóra sem smáa sem trúir og berst fram í rauðan.....með henni...
STÓRT KNÚS...með miklum kærleik frá Halldóri...
Halldór Jóhannsson, 9.2.2010 kl. 20:55
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :O)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2010 kl. 21:13
Þetta er ótrúleg færsla og í raun upptalning á köldum staðreyndum málsins. Á bak við þessa upptalningu er mikil og flókin saga fjölskyldu sem hefur farið gegnum mikinn tilfinningalegan rússíbana. Við höfum fengið að kíkja inn í rússíbanann í gegnum færslurnar þínar hér á síðunni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.2.2010 kl. 22:54
Þetta er nánast eins og lygasaga og þvílíkt kraftaverk að þið fáið að upplifa slíka sögu. Til hamingju segi ég bara, með flottu stelpuna ykkar og öll hin auðvitað líka.
Dísa (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 23:08
Yndislegt alveg :)
Gyða (ókunnug (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 23:16
Yndislegt. Kærleikskveðja til ykkar allra.
Þorgerður (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 10:07
Þetta er náttúrulega bara dásemdin ein að vera í þeirri stöðu sem þið eruð í í dag, og þá meina ég miðað við það sem á undan er gengið og þær spár sem ykkur voruð gefnar.
Þið eruð eitt STÓRT KRAFTAVERK!!!
Kv. frá DK
Begga Kn. (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 10:13
Ótrúleg hetjusaga og dásamlegt að lesa þetta. Kær kveðja og knús til ykkar flotta fólk
Ragnheiður , 10.2.2010 kl. 17:14
Yndislegt alveg, fékk bara tárin í augun :)
Þóra (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 08:27
Alveg ótrúlegt! Samt þegar ég les þetta í gegn þá sé ég hvað tíminn hefur liðið ótrúlega hratt!!! Það eru að verða komin 6 ár síðan ÞA greindist!!!!! Og stúlkan bara rétt að verða 8 ára á árinu!!! Vá hvað hún er dugleg og þið öll!
Þetta sýnir það og sannar að á meðan er VON og TRÚ þá er allt hægt og allt getur gerst!
Súsanna (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.