11.2.2010 | 09:40
Datt af baki
Þuríður Arna mín var í sjúkraþjálfuninni sinni í gær sem er á hestum og stúlkan datt af baki, datt aftur fyrir sig og beint á bakið en meiddist ekkert. Fékk dáltið sjokk, skiljanlega en ég held samt að þjálfarinn hafi verið í meira sjokki. Svona lagað getur að sjálfsögðu alltaf gerst og sem er fyrir mestu að Þuríður Arna mín meiddist ekkert og vildi strax fara á bak eftir að hún var búin að jafna sig.
Núna er það ekkert annað en harkan sex hjá mér en ég er búin að fá það staðfest á öðru en einhverju flóknu læknamáli, alveg ótrúlegt hvað læknar þurfa að tala einhverja "kínversku" við mann þegar þeir eru að útskýra hvað er að manni. En ég er með mikla slitgigt í mjöðmunum og brjóskið farið að eyðast, jú svo er eitthvað bogið og beyglað við bakið og rófubeinið. Ég er búin að fara einu sinni í sprautur til að lina verkina (sprautað á tveimur stöðum) og svo fer ég aftur á laugardaginn og þá verður sprautað í einhverja staði í bakinu. Vávh hvað ég hugsaði mikið til Þuríðar minnar þegar ég fékk fyrri sprauturnar, þetta var ógeðslega vont og mín "vælandi" einsog lítið barn en hvað hefur hetjan mín þurft að þola? Uuuuuu þetta var lítið sandkorn af öllu sem hún hefur þurft að þola þannig ég vorkenndi mér ekkert, þó svo ég sé búin að vera hrikalega kvalin alla síðustu viku og á tonn af verkjalyfjum sem á víst að fylgja eftir þetta en jú ég er mannleg og hef tilfinningar. Núna verð ég bara að vera ennþá duglegri í minni endurhæfingu og gera allt sem ég get gert til að lina verkina og stefnan að láta þetta "hverfa" fyrir haustið. ....sjúkraþjálfun og hreyfing.
Þuríður Arna mín mun hitta hluta af "teyminu" okkar í lok mánaðarins og þá ætlum við einmitt að biðja um myndatökur í maí.
Að sjálfsögðu gengur vel í skólanum og meir að segja búin að landa einni tíu og svo áttu, skil samt ekki alveg hvernig ég náði áttunni þar sem ég sat sárkvalin í prófinu nýbúin í sprautum en það er bara GÆSIN tekin á þetta (GETA, ÆTLA, SKAL).
Núna er það bara harkan, þarf víst að skila bönns af verkefnum áður en ég fer í sprauturnar á laugardag (jebbs á laugardag, þessi læknar fá bara skurðstofuna um helgar). Þá er líka gott að eiga svona yndislega rólegan og góðan strák einsog Hinrik minn sem situr bara á gólfinu heilu klukkutímana og leikur sér en getur líka setið heilu og hálfu klukkutímana í mömmufangi hehe.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er ég hissa þo sjúkraþjálfaranum hafi brugðið mikið þegar Þuríður datt af baki. Það hefur einhver ósýnileg hönd tekið af henni fallið. Mikið ert þú orðin slitin kona, (slitin á Norsku er sama og þreytt) mér fannst mjög fyndið þegar dóttur dóttir mín sem þá var 4 ára, talaði um að hún væri svo slitin. Þetta er heimikið alvörumál að fá svona gigt og vera svona kornung eins og þú.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.2.2010 kl. 02:27
Kærleikskveðja til fjölskyldunnar og gangi þér vel Álslaug mín.
Þorgerður (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 20:23
bara lang flottust börnin ykkar og þið hjónin líka :-)
Auður (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.