22.3.2010 | 20:44
11. eða 18.maí
Þá er það ákveðið að Þuríður Arna mín fer í rannsóknir sínar 11. eða 18.maí. Að sjálfsögðu er mikill hnútur í maga sem mun væntanlega ALDREI hverfa alveg sama hvursu langt er á milli rannsókna eða hvursu vel kemur útur þessum rannsóknum en það er vont að vera með þennan hnút þess vegna er þá líka gott að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera og hafa mikið til að hlakkat til. Við erum búin að fylla næstu helgar hjá ykkur, við Skari vorum t.d. ein í sumarbústað um helgina sem var æðislegt. Næstu helgi ætlum við að sjálfsögðu með börnin á Latabæjarhátíðina og svo getum við ekki beðið eftir páskunum, páskaeggin komin í hús og krakkarnir bíða spenntir að fá að leita af þeim á páskadag en ekki hvað? ....svona ætlum við að hafa næstu vikur svo maður geti "gleymt" sér í skemmtileguheitunum. Þuríður mín er annars ágætlega hress, bíður núna spennt eftir því að komast í páskafrí með móðir sinni því þá ætlar hún að baka skúffuköku einsog amma Oddný gerir. Yndislegust!! Hún kvartar nefnilega dáltið um það að ég sé ekki nógu dugleg að baka þá sérstaklega skúffukökuna einsog amman.
Ég er sæmileg hress, farin að æfa á "fullu" og fer einmitt á crossfit-námskeið um miðjan apríl sem ég hlakka mikið til en kvíði því líka pínu, verð væntanlega einsog belja á svelli. Núna á sko að taka á því, því ég ætla að fara vinna í haust (vonandi fæ ég vinnu) og get ekki beðið eftir því að vera innan um fullorðið fólk en að vera í fastri vinnu hef ég ekki verið í 8 ár og hlakka mikið til. Jú skólinn gengur einsog í sögu, ég rúlla í gegnum hann og fæ bara háar einkunnir enda ekkert annað í bpði og svo eru BARA tvær greinar eftir í útskrift. Jeij!! Er meira að segja farin að gæla við annað nám í fjarnámi, finnst þetta bara svo gaman því mér gengur svo vel.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru bara góðar fréttir af þér núna sem er langbest. Skil vel þetta með hnútinn, tengdamamma hefur tvisvar fengið krabbamein í brjóst, hún fer reglulega í eftirlit og hnúturinn í maganum er alltaf á "sínum stað". Frúin er að verða 85 ára 11. maí og er alveg bráðhress að öllu leiti, býr enn heima og allt. Góðar óskir til Þuríðar og ykkar allra.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.3.2010 kl. 23:22
gangi ykkur allt í haginn kæra fjölskylda, góðar óskir og gæfan fylgi ykkur.
Didda ókunnug (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 19:23
:):):) Kærleiksknús:)
Halldór Jóhannsson, 23.3.2010 kl. 22:30
Bestu kveðjur til ykkar kæra fjölkylda.
Þorgerður (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 10:14
Æi fyrirgefðu Áslaug mín að bláókunnug kona snarstoppar við setninguna þína "belja á svelli" eingöngu vegna þess að eitt sinn varð einhverjum illa fótaskortur á tungunni og sagði "svelja á belli" og mér finnst það alltaf jafnfyndið. Vona að þú takir þessu ekki illa. Annars finst mér frábært hvað allt gengur vel hjá Þuríði og hinum gullmolunum þínum. Vona bara að þinn skrokkur fari að komast í lag svo þú getir almennilega notið lífsins. Gangi ykkur allt í haginn og gleðilega páska.
Huldís Þorfinnsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.